Þetta er svona smá saga frá mér kannski aðeins of sorgleg fyrir en sorpið. En ég læt þá bara vaða.

Kamilla var rosalega glöð. Í dag átti hún 10 ára afmæli. Pabbi hennar var sjómaður og vann mikið og hún hitti hann ekki oft. En hún vissi að hún elskaði hann mikið og hún elskaði hann með öllu hjarta. En stundum kom pabbi fullur heim. Pabbi hafði reyndar ekki komið heim í yfir mánuð, en hún hafði heyrt mömmu sína tala í síman við einhvern og minntist eitthvað á skilnað. Kamilla vissi nú ekkert hvað það var. Mamma Kamillu kom stundum heim með vini sína en þeir voru allir karlkyns. Stundum sá Kamilla mömmu sína kyssa mennina.


Klukkan var tólf og Kamilla var löngu vöknuð enda vaknaði hún oftast um níuleytið þá kemur bréf úr bréfalúgunni. Hún tekur það upp og sér strax að þetta er skrift pabba hennar. Kamilla sá það og varð rosalega glöð hún hafði ekki heyrt frá pabba sínum lengi og ákvað að lesa þetta sem strax.


Kæra Kamilla,

Kamilla sá að blaðið var blautt pabbi hlýtur að hafa hellt vatni á það.

Til hamingju með afmælið litla elskan mín. Nú ertu orðin tíu ára og búin að lifa í áratug. Það er alveg frábært. En pabbi er ekki búinn að vera frábær. Hann er búinn að vera mjög leiður og er búinn að flytja í annað hús og þurfti að hætta í vinnunni. En hvað sem gerist í þínu lífi verður þú að muna að ég elska þig. En núna er pabbi að kveðja þig í síðasta skipti. Hann er að fara til himna því að hann getur ekki lifað lengur. En mundu Kamilla hvað sem gerist að ég elska þig.

Ástarkveðja í seinasta skipti Pabbi.


Kamilla skildi ekki alveg bréfið og rétti mömmu sinni það. Hún las það með ró en eftir hún var búin að lesa það fór hún að gráta og sagði: ,,hvað hef ég gert" svo sagði hún Kamillu að klæða sig og drífa sig út í bíl. Mamma Kamillu keyrði hratt, en Kamilla vissi ekkert hvert þær væru að fara. En svo stoppuðu fyrir utan blokk. Mamma Kamillu dróg hana upp á þriðju hæð. Hún opnaði hurðina á íbúð 13. Þar inni var lá pabbi hennar á gólfinu alveg stífur. Kamilla sá strax að hann var dáinn nú fattaði hún allt. Líf Kamillu breyttist frá þessari stund. Hún varð aldrei glöð aftur.