Ich bin Schnappi, das kleine krokodil.

Þegar þú heyrir þetta lag, hvað hugsaru?
Eitt af því fyrsta sem mér dettur í hug er einn ákveðinn sorpari.
Þennan ákveðna sorpara hef ég ekki þekkt lengi, frekar en aðra sorpara en ég tala samt óheyrilega mikið við hann á spjallforriti nokkru sem MSN nefnist.
Það var nefninlega þannig eitt desemberkvöld að hópur af unglingum ákváðu að hittast á stað er nefndur er Ártúnshöfði. Þar fengu þau sér að snæða og tóku síðan strætó út um allar trissur. Á þessari samkomu þessara unglinga hitti greinahöfundur þennan sorpara í fyrsta skiptið. Greinahöfundur vissi þá lítið um þennan ágæta mann en það eru breyttar aðstæður í dag. Eftir þessa ágætu samkomu, þar sem greinahöfundur og umræddur sorpari ræddust lítið við, byrjuðu þau að spjalla saman á spjallforritinu MSN og síðustu mánuði hafa þau spjöll færst í aukana.
Nú veit greinahöfundur meira um þennan sorpara.

Sorpari þessi, sem glöggir lesendur eiga eftir að átta sig á hver er, er fæddur 3.desember 1990. Aðeins 9 mánuðum eftir að greinahöfundur fæddist og upp hafa komið grunsemdir um hvernig foreldrar umædds sorpara fönguðu því þegar greinahöfundur fæddist. Nákvæmur tími, staðsetning, hitastig, skapgerð barns, lengd, hæð, sentimetrafjöldi, þyngd, merkur og fleiri smáatriði eru því miður ekki kunn á þessari stundu en ef ég fæ einhverjar vísbendingar um þessi ágætu smáatriði þá vitiði hvert þau fara, í ósýnilegu stalkerbókina mína.
Sorpari þessi fékk nafnið Atli ***** ********son og er þekktur á huga sem Vansi. Heimilsfang hans er í Mosfellsbæ en hann er skráður í Verzlunarskóla Íslands þar sem hann hefur skólagöngu sína í haust og eftir það hefur hann planað að taka yfir heiminn og éta úr mörgæsum innyflin. Eða þá að verða ríkur viðskiptajöfur í Englandi nokkru, en það er eitt af aðaláhugamálum okkar beggja og við höfum mikið rætt um þann frábæra stað.
Hugmyndin að þessari grein kom eftir að greinahöfundur var búin að lofa öðrum [fyrrverandi?] sorpara að skrifa inn grein á áhugamálið þar sem sá sorpari er stjórnandi. Atli bað mig þá að minnast á sig í þeirri grein en þar sem ég hafði enga tenginu á milli umræðu efni þeirrar greinar og hans lofaði ég honum að skrifa um hann sérgrein.

Nú skulum við syngja!

*byrjunarstef*
Atli, Atli, þú ert í bandi
Atli, leiktu þér í sandi!
Atli, Atli, á msn við spjöllum
Atli, þú kemur af fjöllum!

Vansi, Vansi, stjórnandi á /sorp
Vansi, gætir fyllt heilt þorp!
Vansi, Vansi, stjórnandi á /jol
Vansi, þú ert bjartari en sól!

*viðlag*
ATLI ATLI! VOOÓÓ ATLI!
ATLI ATLI! ÓÓ MIKLI ATLI! AATLI!
ATLIIIIII
Allir meeð!
ATLI ATLI! VOOÓÓ ATLI! ATLI!
ATLI ATLI! ÓÓ MIKLI ATLI! AATLI!

*rólegt*
Atli… ó þú hinn mikli.
Sem gerir daginn bjartari
Atli… við elskum þiiiiiiiiiiig

*viðlag*
ATLI ATLI! VOOÓÓ ATLI!
ATLI ATLI! ÓÓ MIKLI ATLI! AATLI!
ATLIIIIII
Allir meeð!
ATLI ATLI! VOOÓÓ ATLI! ATLI!
ATLI ATLI! ÓÓ MIKLI ATLI! AATLI!

*viðlag*
ATLI ATLI! VOOÓÓ ATLI!
ATLI ATLI! ÓÓ MIKLI ATLI! AATLI!
ATLIIIIII
Allir meeð!
ATLI ATLI! VOOÓÓ ATLI! ATLI!
ATLI ATLI! ÓÓ MIKLI ATLI! AATLI!

AAAAAAAAAAAAAAAAAATLIII!!


Þetta var samið á staðnum um Atla og ég vona að þið getið öll lært textann þó svo að lagið sé ekki komið á hreint.
Atli er drengur sem við öll dýrkum og dáum innst inni og ég veit að þið eigið öll bók um hann undir koddanum ykkar.

Atli þessi er með bíladellu sem er ekki falin þegar maður gengur inn í herbergið hans [nú, eða sér það í vefmyndavél]
Þar eru bílar allstaðar. Dótabílar í hillum, bílamyndir á veggjum, bílarbílarbílar. Þess má geta að ég hef farið inn í þetta viðfræga herbergi og gleymt þar flösku af Coke Light sem er þar víst ennþá.

Ég gæti skrifað um Atla mikið lengur en ég er að fá hina svokölluðu ritstíflu, hver veit nema það komi annar hluti? Efast um það.

Takk fyrir mig.

PS. Nafn greinarinnar hefur ekkert að gera við mig né Atla. Eða hvað?
-Tinna