Þessi grein er nær eingöngu ætluð til nöldurs og útrásar. “Hálf-áhugaverða” nöldrið mitt er mun líklegast “hálf-tilgangslaust”, og sumir kunna að líta á mig sem bitran og reiðan ungling fyrir að nenna ekki að skrifa um skemmtilega og uppbyggilega hluti, en þetta drepur víst tíma - svo er þetta líka miklu skemmtilegra en að pynta lítil smádýr. En hvað um það. Hér er listi yfir orð, orðatiltæki eða hlutir sem pirra mig……..bara smá.
Við byrjum á einu viðurstyggilegasta, en jafnframt vinsælasta, orði sem mér dettur í hug þessa stundina, “DJAMM”. Því sjaldan fæ ég jafn sterka þörf fyrir að slíta tunguna úr kjaftinum á mannekju og lemja hana til ólífis með henni, og þegar ég heyri orðið “DJAMM”. Kallaðu mig mellu, aumingja, fávita, svín, hálfvita, ógeð, perra, snobb eða undirlægju, en um leið og þú spyrð hvort ég ætli ekki að “DJAMMA” í kvöld, þá enda augun á þér uppá vegg hjá mér, við hliðina á tungunni á seinustu manneskju sem spurði mig um “DJAMM” mitt.
“DJAMM” er orð sem tilheyrir ómerkilegum, breezersúpandi smápíkum sem eiga sér það eina takmark í lífinu að “DJAMMA” eins mikið og þau mögulega geta. Eina hvatning þessara “partýdýra” til að komast í gegnum yfirstandandi þynnku er tilhlökkuninn til að mæta í skólan/vinnuna á mánudaginn, og lýsa fyrir vinunum hvert einast litla smáatriði þynnkunar. Á meðan við hin upplifum fyrirbærið sem kallast “mánudagur”, upplifa “DJAMMARAR” svokallaðan “hversu-þunnur-varstu-í-gær-“dag. Því ef þú varst ógeðslegur á sunnudaginn þá hefuru sannað þig sem “DJAMMARA” og er þar með tekin inní hópinn. Ógeðslegastur er kóngur.
Varstu með hausverk? Hversu ógeðslegt var bragðið uppí þér? Var þér óglatt? Ældiru? Hversu oft ældiru? Hversu mikið? Hvernig var ælan á litin? Gætiru lýst fyrir okkur sýrustig umræddrar ælu? Efnasamband?
Veriði róleg, kæru vinir, þetta er allt inná Blog.central síðunni minni, með meðfylgjandi myndum. Enjoy.
Hvert í andskotanum er ég kominn með þetta? Æji, næsta orð….
“Fá sér í haus”
Ég veit ekki afhverju, en í hvert einast skipti sem ég heyri fólk segja “fá sér í haus”, þá sé ég fyrir mér tvo feita grunnskóla-skoppara, í bílskúrnum heima hjá sér, hlustandi á Cypress hill á meðan þeir sniffa kveikjaragas. Kannski er það afþví að orðatiltækið er heimskulegt. Hmmmm já, gæti vel séð tengingu þarna á milli.
Sko, ég veit að það er rosalega töff að nota rétta lingóið og allt það, en ef þú getur ekki gert það án þess að hljóma eins og slefandi hálfviti, slepptu því.
Í guðanna bænum, börnin góð, ekki fá ykkur í haus. Reykið hass.
Chuck Norris Brandarar
Þetta, eins og svo margt annað gott stuff af netinu, hefur B2 ákveðið að nauðga heiftarlega, og slátra miskunarlaust svo ekki fáist úr því nokkur ánægja nú né nokkurn tímann aftur í framtíðinni. Í guðanna bænum, leyfið þessu að deyja með reisn.
En allavega….Ég er búin að skrifa nóg. Bæjó.