Já, við vorum að ræða aðeins saman í vinnunni og það var mikið hlegið af óheppni minni sambandi við farartæki.

Hestar

Ah, Hestar. Ég elskaði þessi dýr sem krakki, mig langaði alltaf svo mikið á hestbak og verið ein á hestinum. Svo kemur að því að frænka mín dregur mig með sig á hestanámskeið þegar við erum einhverntíman í sumarbúðum, og erum þónokkrir krakkar sem fara í það námskeið, svo þegar við erum komin þangað þá spyr konan sem sér um þetta:

'Hverjir eru vanir hestum, réttið upp hend'

Allir rétta upp hend nema ég.

'Þú ferð þá á Sokka!'

Ooookay.. Ég fer á Sokka.

Svo erum við komin í einhvern hring þar sem við eigum að labba í einhvern stórann hring. Og ég er þarna í miðjunni á þessum hring, að reyna að koma þessu dóteríi af stað með orðunum ‘Labba hestur, LABBA!’ svolítið oft. Öllum gengur vel að koma skepnunum af stað, neeeema mér. Svo kemur frænka mín.

'Ef þú vilt að hann fari af stað, þá sparkaru bara laust í hann'

Okay, ég geri það.
NOH! Hann fer afstað!
En löööötur hægt, hefði verið fljótari á skjaldböku.

Konan ákveður að nú þurfi hún ekkert að kenna fólki meira svo við erum víst bara reddí í útreið. Það tekur nú ekki mjög langann tíma þangað til ég er búin að missa sjónar á öllum og lang öftust. Svo ég hugsa með mér…

'Hmm.. Fyrst að hann fer af stað þegar ég sparka einu sinni í hann, hvað ætli gerist ef ég sparka í hann aftur?'

Ég sparka í hann. Og voilà, hann er kominn á sama hraða og hinir hestarnir!

'Djöfullinn.. er ég komin svona langt á eftir þeim? Næ þeim aldrei á þessum hraða. Hvað ætli að gerist ef ég sparka aftur?'

Svo ég sparka aftur. Og viti menn, hleypur hesturinn ekki á fleygji ferð áfram, og ég öllu óviðbúin, missi fæturnar úr ístæðinu og missi takið á.. böndunum og það eina sem ég næ að halda í er hnakkurinn, er að panikka og að berjast við að halda mér á baki.

.. Stoppar þá hesturinn ekki bara alltíeinu, snögglega og ég kastast BEINT á hálsinn á honum! Djöfull var það vont, var með marblett á bringunni!

Bílar

Ég er nú 15 ára, og styttist í 16 ára afmælið mitt. Hver hefur ekki farið útí sveit að keyra bíl?

Vinur minn fékk bílpróf fyrir ári og ég fæ stundum að keyra hjá honum. Og núna um daginn var það í 3x skiptið.

Við erum að keyra uppí sveit þegar ég loksins fæ að keyra, ég voða örugg með sjálfa mig bakvið stýrið. Svo ALLT Í EINU! Stefni ég á steinn vegg og vinur minn er bara að öskra á mig og tekur í stýrið og beygjir hinummeginn þar sem mér tekst að velta andskotans bílnum.

Við komust að því að við vorum akkúrat 33 cm frá því að steindrepast, vorum bara ógeðslega heppinn, sérstaklega þar sem það var bara einn í belti í bílnum..

En já, enn og aftur.. Ekki góð reynsla.

Hjól

Einu sinni fékk ég alveg ótrúlega FLOTT hjól. Ég elskaði hjólið mitt, ekta fjallahjól. Þannig var það að á yngri árum var ég ógeðslega monntinn með þessa eign, og ekkert smááá góðar bremsur á hjólinu, stöðvuðu hjólið um leið og ýtt var við þeim!

Einu sinni fór ég og vinkona mín svo út að hjóla, ég auðvitað á nýja hjólinu mínu. Við vorum hjá Hóteltúninu, sem er frekar stórt tún og það kemur samt svona steinvegur þvert í gegnum túnið og svo hótelið við endann á steinveginum. Kemur samt einhvernveginn asnalega bara einn veggur útá grasið… En jæja, þá segji ég við vinkonu mína:

'Hjólið mitt er með svo óóógeðslega góðar bremsur að ég get stöðvað þegar það eru sirka 30 cm milli dekksins og veggsins.

Ég tók mér þetta þvílíka ‘tilhlaup’ og hjóla með mínum öllum krafti að þessum vegg.

Ég auðvitað laggið ekki í reikninginn að fyrir utann vegginn var grasflötur og nýbúið að rigna. Svo þegar ég bremsa þá renn ég í grasinu og BÚMM! BEINT Á VEGGINN!

Lennti á andskotans stönginni, djöfull er ég feginn að hafa ekki verið með typpi þarna.

Flugvélar

Flugvélamaðurinn var bara leiðinlegur við mig og núna í hvert skipti sem ég fer í flugvél annað hvort grenja ég af öllum lífs og sálarkröftum eða er bara að panikka. Það er annað hvort, er aldrei róleg í þessum farartækjum.

Hjólabretti

Ég er styrð. Ég næ ekki í tærnar á mér. Ég dett aaaalveg niður í spígatt útaf þessu fyrirbæri. Do I need to say more?

Skíði

Ég að skíða. Ég að detta. Skíði beint í bakið. Ái.

Ég ætla að ferðast á hoppipriki, ég held að það sé auðveldast