Jæja, ætli maður koma ekki með eina grein þrátt fyrir að í raun sé ég hætt á sorpinu! Svona í tilefni greinasamkeppninnar! Þessi grein ætti kannski frekar heima á skólaáhugamálinu en hverju skiptir það…Hendum okkur bara í þetta ;)

Nú þetta er semsagt endurminningagrein um hvert ár á langri grunnskólagöngu minni sem fer senn að ljúka, þó ég eigi nú eitt heilt ár eftir

1.bekkur
Það var sko partí! Fyrsta daginn sat ég við hliðina á rauðhærðri stelpu með fléttur í gulum blómakjól og ég var ekkert lítið pirruð því vinkona mín úr leikskólanum sat hjá einhverjum öðrum. Bömmer! Nú 1.bekkur einkendist af grænum og rauðum stöfum, sögum á teppinu og því að poppa popp í pottinum á ferðahellunni! Og maður má nú ekki gleyma hápunkti ársins þegar mín ullaði á kennarann, stelpurnar tóku andköf og ég var dregin út úr tíma öskrandi…nee, kannski meira með krosslagðar hendur og svaðalegan fýlusvip!

2.bekkur
Það var þá sem bíta-í-tær bunan hófst. Ég hef aldrei verið talin fullkomlega eðlileg og kemur það ágætlega fram í hegðun minni í 2.bekk. Ég skreið undir borðunum og beit í tær á fólk og neitaði að yrða á fólk ef það féllst ekki á að kalla mig Cho Mús! Gaman að því. Nú svo héldum við skemmtun á sal og söfnuðum pening sem áttu að fara í pizzapartý en við, verandi svo ótrúlega örlát héldum leynikosningu þar sem samþykkt var einróma að gefa ágóðan til Kosovo-barnanna. 2.KÁI varð heimsfrægur á Íslandi, við birtumst á baksíðu Moggans og fengum ókeypis máltíð á MacDonalds! Awesome! Og svo fengum við Pizzapartýið okkar líka! Nú ekki má gleyma jólaballinu þar sem ein besta vinkona mín mætti í bleikum prinsessukjól með kórónu og veldissprota! Bekkjarsystir mín fékk skáp ofan á sig og þurfti að sauma mörg spor í vörina á henni, Jóna týndi húfunni sinni og tók ‘hérna’ æðið, ég braut stilk af plöntu og var látin taka hann heim þar sem ég setti hann í vatn þar sem hann óx og dafnaði og ég á núna þessa mögnuðu plöntu og veitt voru verðlaun í hverri viku í flokkunum ‘Prúðir Piltar’ og ‘Stilltar Stúlkur.’ Ég vann aldrei en varð besta vinkona skólastjórans!

3.bekkur
Af einhverjum ástæðum man ég voða lítið frá þessu ári. Ég man þó að þarna var okkur hent út í skúr og við látin dúsa þar með nýjan kennara. Já og ótrúlegt en satt, pabbi minn varð foreldrafulltrúi! Eitthvað rámar mig í að vinahóparnir hafi byrjað þarna en eins og ég sagði þá er þetta eiginlega allt í móðu!

4.bekkur
Sömu sögu er að segja um þennan bekk. Mest allt í móðu. Bekkurinn ennþá í skúrnum, við valin óþekkasti bekkur skólans og urðum að fá sérstakt ‘mínútukerfi’. Nú svo voru það samræmdu prófin þar sem ritunin mín í íslensku(saga um snjókall) var svo framúrstefnuleg að hún fékk ömurlega einkunn og ég varð pirruð. Alli, Eydís, Oddur koma í bekkinn og við gróðursettum tré í grenjandi rigningu. Og svo náttúrulega gubbuferðin ógurlega! Hvalaskoðunin þar sem tveir heilir bekkir ældu! Minn bekkur stóð sig vel að vanda og enginn varð sjóveikur en lyktin af ælu úr 40 krökkum er ólýsanleg. Ég hélt mig frá matsalnum. Við sáum enga hvali. Góð ferð



5.bekkur
Aah, good times! Nú þarna vorum við látin gera bókagagnrýni sem við lásum svo upp fyrir framan myndavél og gerð var kvikmynd sem ég horfði einmitt á um daginn og ég held að ég hafi sjaldan hlegið jafnmikið. Fyrstu alvöru prófin þar sem langflestir stóðu sig vel og svo var haldið á Þingvelli þar sem við fengum geðveikt gott veður og löbbuðum um á hlýrabol og stuttbuxum!

6.bekkur
Þetta var góður bekkur. Minnir mig. Við losnuðum allavega við skúrinn! Loksins búið að klára nýju bygginguna, en samt ekki alveg því að engir voru veggirnir og gólfin hálfkláruð. Við vorum því í veggjalausum stofum og fýluðum okkur í tætlur. Allir fóru saman á Laugarvatn þar sem farið var í grindahlaup, pulsur étnar, siglt á kajökum og hjólabátum, stokkið í sjóinn í öllum fötunum og farið í sund. Tvær vinkonur mínar tóku hjólabát og sigldu á fullu spani út á mitt vatnið en þá uppgötvuðu þær að þær höfðu gleymt björgunarvestunum, panikkuðu algjörlega og sátu frosnar útá vatni í lengri tíma þar til loksins þær drulluðu sér í land.

7.bekkur
Aah, hann var æði. Reykir, Akranes, EM á þemadögum, samræmduprófin(jæja, kannski ekki partur af því æðislega en viss fýlingur í því), Upplestrarkeppnin(íhíhíhí..Magnað stöff), vikan þar sem kennarinn okkar var á neskaupstað og ekkert var gert og margt, margt fleira. Byrjum á byrjuninni!
Reykir voru náttúrulega bara æðislegir, ein skemmtilegasta vika sem ég hef upplifað og þar komst ég að raun um að ég er versti borðtennisleikari í heimi. Mér tókst að keppa 25 leiki við vinkonu mína, sem er btw ekki sú besta í íþróttinni og tapaði ég fyrstu 24 leikjunum en vann þann 25! Ég hætti ekki fyrr en mér tekst það! ;) Nú samræmduprófin reyndust vera með þeim léttari í mörg ár, sem var gott og upplestrarkeppnin kallaði fram tár hjá vissum aðstoðarskólastjóra sem gekk í leðri! Kennarinn okkar fór til Neskaupstaðar útaf pabba sínum og var í viku, viku sem var eitt í músastigagerð og meira! Á jólunum var loftið þakið músastigum eins og venjulega enda var það hefð hjá litla bekknum mínum, höfðum gert það síðan í 5.bekk. Gólfin voru kláruð en veggirnir komu aldrei. Við fengum nýjan íþróttakennara, annað hvort í sjötta eða sjöunda, sem allir voru skíthræddir við í fyrstu þar sem hann hegðaði sér eins og herforingi en maðurinn róaðist niður og tók að sér að kenna öllum bekknum að gera kollhnís eftir að hafa komist að því að einungis tveir eða þrír bjuggu yfir þeim hæfileika! Þess má geta að aðeins einn gat gert afturábakkollhnís! Viðurkenni stolt að það var ég! :D Við gerðum heimildarritgerð þar sem allir nema svona kannski 3 völdu að skrifa um svartadauða! Ég var öðruvísi og valdi Tyrkjaránið, gleðigleðigleði! Við fórum í gönguferð á Hengilssvæðinu eftir nokkrar mjög öflugar æfingagöngur þar sem fólk mætti meðal annars á þarna töflunum með netinu og blómunum sem voru algjörlega ‘it’ þá! Þemadagar voru í lok sjöunda bekkjar þegar öll próf voru búin og ekkert annað var hægt að gera. Nokkur Evrópulönd voru valin og fólk valdi sér lönd til að gera eitthvað um. Ég og Spánn vorum vinir og við kepptumst við að búa til borðskreytingar úr litum spænska fánans! Við vorum viiirkilega frumlega, bjuggum meira að segja til köku úr spænskulitinum og ég bjó til ljótustu diskamottu í heimi. Í lok þemadaganna var haldið fótboltamót þar sem Spánn stóð sig með endemum vel í sínum leik en eftir ein, ég sagði EIN heiftarleg varnarmistök sem ég verð að játa á mig, þá komust Portúgalarnir í gegn og skoruðu! Á lokamínútunni! Portúgal tapaði samt næsta leik og það hlakkaði í liðsmönnum mínum! Mig minnir að Hollendingar hafi farið með sigur af hólmi! Við fórum svo í vorferð í Safnabæinn Akranes og fórum á söfn og svo spiluðum við fótbolta í geðveikt góðu veðri og fórum svo í sjóinn, síðast. Allir fóru heim rassblautir og rútan varð blaut. Svo kvöddum við litla indæla skólann okkar og héldum í annan skóla til að takast á unglingadeildina!

8.bekkur
Nú þá splittuðust allir bekkirnir og nýtt fólk bættist við! Ég lenti í bekk með…engum sem ég þekkti, eða svona næstum og báðar bestu vinkonur mínar lentu í hinum hraðferðarbekknum! Ekki nóg með það, þá lenti önnur góð vinkona mín úr öðrum skóla í þeim bekk líka. Svo ég var ein og á bömmer! En svo kynnist ég Söru, svölustu manneskja í heimi og FM hnakka með meiru! Og svo kynnist ég líka tveimur öðrum, nú bestu vinkonum mínum og fullt af öðru fólki, frekar svona klikkuðu. Nú, umsjónarkennarinn minn var sá skemmtilegasti í heimi, maður gat hlegið endalaust af henni og maður lærði alltaf brjálæðislega vel í tímum hjá henni. Svo var það Rósaballlið, Jólaballið, Árshátíðin á Broadway sem var geeeðveik og svo Hjörtur íslenskukennari. Einn af hápunktum ársins! ;) Hjörtur rífst við jakka, gabbar saklausa nemendur, leikur atriði úr Kjalnesingjasögu og Laxdælu, talar í heftara, hvetur nemendur til að henda slátri og innyflum í stöð2, honum þykja ristavélar/brauðristir og vöflujárn furðulegir hlutir, næstum jafnfurðulegir og gsm símar, hann sá einu sinni þátt af The Swan og hann fær oft störu. Nú þess má geta að hann skrifaði bók og hefur skrifað smásögu sem hann neitaði að leyfa okkur að lesa. Útskýringin sú að við myndum aldrei skilja hana vegna þroskaleysis. Nú svo voru það náttúrulega 10.bekkjar celeb-in…hjá sumum, Siggi tölvukennari, Sþveibjörn Sþmíðakennari og enskukennarinn sextugi sem fór yfir hverja blaðsíðu 7 sinnum, heyrði ekki neitt en var samt svo lúmsk að hún sagði við okkur að hún ætlaði að fara að ljósrita og kom svo aftur með snarbilaðan aðstoðarskólastjórann Ingvar! Gaman að því! Nú og svo þegar ég sagði að Hr. Leó væri eins og hestur og hann túlkaði það í svo þveröfuga átt að ég trúði því ekki. Verkfallið! How can I forget! ;) Nú svo var það magnaða vorferðin sem ég fór ekki í vegna Frakklandsferðar. Frétti samt að fólkið hefði setið fast í bensínlausri rútu í klukkutíma!

9.bekkur
Prófatörnin hófst í annarri viku Septembers og eftir það voru að minnsta kosti tvö próf í hverri viku fram að jólum. Þetta vakti ekki mikla lukku og ég ar hætt að opna bækur fyrir prófin sem er ekki alveg ég, sem fer yfir um rétt fyrir próf og held að ég muni ekki neitt. Þetta reddaðist nú samt allt of ég fékk mína hæstu meðaleinkunn. Rósaballið, Jólaballið, Árshátíðin, nú á Gullhömrum og svo lokaballið þar sem DJ Babar fór og fór ekki á kostum. Spurningakeppni Grunnskólanna þar sem ég og tveir aðrir Hugarar fórum hamförum í snilli okkar en því miður yfirgaf einn þeirra okkur og nú eru einunigs eftir tveir hugarar í spurningaliðinu frábæra! Nú svo var það Kappabel þar sem við gerðum ritgerð um gellu að nafni Díana og léttgeggjaðan bankastjóra sem elskaði Nóatún og fagurleggjaða kvenmenn og fórum svo og átum hamborgara og lasagna og fleira gott. Bekkurinn minn fór í Paintball, sem við getum kallað einn af hápunktum ársins og svo auðvitað Skrekkur, bæði undankeppnin innan skólans og svo keppnin sjálf! Það sorglega við níunda bekk var fráhvarf minnar lille veninde sem hvarf til Danmerkur og hefur ekki sést síðan, eða svona næstum. Sara, minn heittelskaði, eitursvali vin hvarf úr mínum bekk en við bættum það upp með hinum lööööngu fimmtudögum sem stundum virtust engann enda ætla að taka. Spænskubekkurinn útskrifaðist með pompi og prakt með 2,9 í meðaleinkunn og geta allir verið stoltir af þeirri einkunn. Egils Kristal sjálfsalinn kom, ég tognaði og hoppaði um skólann á hækjum og var fellt af fröken Siggu Brussu sem hefur einstaklega gaman af því að fella fólk á hækjum. Vorferðin var gönguferð upp á Þorbjörn í ROKI og á niðurleiðinni, sem var einmitt ein stór brekka þá missti Nonni jafnvægið eftir 2 metra hlaup, valt niður hálfabrekkuna, stóð upp og hljóp 10 metra, datt aftur og valt alla leið niður! Svo fórum við í Bláa Lónið og mökuðum á okkur hvítu jukki á meðan áðurnefndur DJ Babar, öðru nafni Böb leit eftir maríjúana plöntunum sínum. Slúður ársins var líklega meint samband nýja íslenskukennarans Rannveigar og Böbs! Og toppurinn var náttúrulega kvótið sem vinkona mín kom með í einum samfélagsfræðitímanum – Tútnar út!

Þá er það komið…Vonandi líkaði ykkur þetta og við skulum fara að sofa ;)