1. kafli, Herbert fæddist á verksmiðju í austur Mexico árið 1947, og svo árið 1948 átta, þá aðeins 1 árs, komst hann í hendurnar á Bjarna Þorlákssyni, skipstjóra nokkrum. Þar átti hann heima það sem eftir var af æfi hans.
Hann átti eftir að fara á mörg verkefni til að bjarga heiminum…í sínum draumum. 2 mánuðum seinna fór Bjarni með hann á sína fyrtu siglingu, en án þess að vita það, að framundan biði hans mikil reiði og skemmtun, í boði Poseidon.
Dagurinn er 4. maí, árið 1948 og Bjarni var að gera Herbert tilbúinn fyrir stóra daginn, fóru þeir þá út að sigla. Eftir 4 klukkutíma af erfiðleikum, þá rakst Bjarni á stóra kistu, sem flaut þarna í sjónum, hann sigldi nær og náði í kistuna. Og viti menn, hún var full af stolnum hlutum, mörg hundruð ára gamlir. Þar sem Herbert var svo góðhjartaður, þá sagði hann Bjarna að fara í för og skila stolna fjársjóðinum, en aumingja herbert var orðin og veikgeðja eftir allt þetta braml. En þá áttaði hann sig á því, eftir 27 klukkutíma íhugsun, að íþróttanammið, gat hjálpað honum, þannig að hann fékk sér bita af stórum kolhnullungi, og þá var hann tilbúinn í slaginn.
Hann og Bjarni lögðu þá segl og sigldu í átt að Afríku, þar sem för þeirra byrjaði.
2. kafli
Bjarni og Herbert komust til Afríku, komu í höfn við Egyptaland, og þar ákváðu þeir að leita uppi fyrsta eigandann af stolna fjársjóðnum, það tók langan og strangan tíma. Loksins eftir 16 daga leit, fundu þér hann loks, maður að nafni Olaf Kaspersen, maður frá Noregi.
Svo héldu þeir áfram för sinni, sem heitið var í þetta skipti til Perú, siglingin þangað var létt og afslöppuð fyrir Herbert, og eins og vanalega, komust þeir á áfangastað án tafar, og hittu þar konu að nafni Jenny Magolley, hún heilsaði þeim, og bauð þeim í kaffi og kleinur. Töluðu þau lengi um fjársjóðinn, Jenny tók hann svo og sagði þeim að drullast af lóðinni hennar.
3. kafli
Nú var förinni heitið inní Asíu, eða réttara sagt til Norður-Kóreu, til að hitta mann að nafni Chao Mei, hann var frekar feitur maður sem gerði ekkert annað en að horfa nakinn á Cheers, og hann var frekar latur, tók hann við þessu með glöðu geði.
Núna kom babb í bátinn, þar sem að Herbert var orðinn veikur, og förinni var haldið aftur heim til Ólafsfjarðar. Og þar tók við löng og ströng 3 mánaða æfingar til að hressa herbert við. Og áður en varð, var hann til í slaginn enn betri og hraðari en nokkru sinni fyrr. Þannig að félagarnir sigldu langa og stanga leið til Holland, og hittu þar konu að nafni Emily Van Bosch, en þar kom upp vandamál, hún vildi ei taka við fjársjóðnum, þannig að Herbert og Bjarni fengu þar vegleg verðlaun og héldu áfram ferð sinni.
4. kafli
Nú fóru þeir á sína síðustu för til að skila fjársjóðinum til Sidney, Marlon nokkur Prisley tók á móti þeim þar, og allt fór eins og ætlað var, stoppuðu þar í nokkra daga, þegar svolítið hræðilegt gerðist, Herbert var numinn á brott. Bjarni varð mjög reiður og sorgmæddur yfir þessu, og hófst núna leit að honum, margir sökudólgar komu fram og sögðu frá öllum athæfum aðal vonda karlsins, maður að nafni John Evergnale, aðal vondi karlinn í allri Eyjaálfu. Og með hjálp Marlon réðust þeir til atlögu til að stoppa John í að gera lyklakippuhringi úr Herberti. Eftir marga daga af leitum að skemmu John, komst Marlon að því að skemman var í Melbourne, þannig að Bjarni og Marlon fóru þangað í flýti.
Er komið var í skemmuna læddust þeir inn og sáu, hvað John stóð með köttinn í fanginu og vindil í hendinni, drekkandi tequila. Þeir stukku fram og réðust á hann, vopnaðir með fullt af byssum, skutu alla verðina þarna inni. Og fóru til John og héldu honum í gíslingu, og enduðu á að drepa hann. Læddust svo út með Herbert og fóru í flýti útúr Ástralíu, og héldu heim á leið, þar sem þeir hafa lifað alveg síðan
Endir.
Höf. Oriley, skrifað árið 1963
Eyes down, round and round, let's all sit and watch the moneygoround.