Síðan á steinöldum hafa menn reynt hvað sem þeir geta til að “fitta inn”, eða það sem þetta heitir núna; að vera “kúl”. Mörgum reynist það auðvelt og geta án mikils erfiðis stigið upp metorðastigann í “kúlleika”. Öðrum finnst það heldur erfitt, e.t.v vegna lítils sjálfsálits, lítilla peninga til að kaupa kúl föt eða bara að viðkomandi manneskja er ljót. Hér mun ég reyna af öllu afli að hjálpa þessum “ókúl” manneskjum í að verða “kúl”.

Ef þú hefur lítið sjálfsálit:
1) Byrjaðu á því í hvert skipti sem þú vaknar að horfa framan í spegilinn og segja við sjálfan þig; „shit, hvað þú ert kúl!“.
2) Þegar fólk er að bögga þig, reyndu þá að gera lítið úr því til að láta það vita að þú ert meira ”kúl“ en það.
3) Taktu slökunarnámskeið og hættu að hafa áhyggjur…”chill“.
-Með þessum aðferðum ættir þú að hafa blekkt sjálfan þig í að þú sért kúl. En ef þú ert ekki í kúl fötum eða vel útlítandi blekkir þú ekki aðra og því eru hér fleiri ráð.

Ef þú átt ekki peninga fyrir kúl fötum eða veist ekki hvað kúl föt eru:
1) Fáðu þér vinnu.
2) Kíktu í blöðin og fáðu e.t.v svalan vin með þér í búðir eða fáðu hjálp hjá starfsmanni ef allir vinir þínir eru ”ókúl“.
3) Farðu út í þessum fötum, fullur sjálfstrausti.

Ef þú ert ljót/ur:
1) Farðu í sturtu á hverjum degi og berðu á þig krem.
2) Farðu í World Class.
3) Fáðu þér vinnu sem borgar mikið og farðu í aðgerð.

Nú ættu allir sem lesa þessa grein að verða ”kúl".