Í Austurgerði 52b á manneskja heima. Mjög óheppin manneskja. Hún stingur lyklinum í skráargatið og snýr honum. Hurðin opnast uppá gátt. Hún hendir frá sér skjalatöskunni. Hún opnast og úr henni streyma peningar. Kata var ekki mjög heppin. Hún hafði haft hreint út sagt ömurlegan dag.
Hún byrjaði á því að vakna of seint í vinnuna. Það var í þriðja skiptið í þessari viku. Hún hafði lítinn tíma til að klæða sig og mála sig. Hún þaut útum dyrnar og hoppaði inn í næsta leigubíl. Hún fann það allt í einu að hún hafði gleymt svolitlu. En það var ekki mikilvægara en starfið hennar. Loksins kom hún í vinnuna. Hún byrjaði að hlaupa og hún staðnæmdist fyrir framan lyftu. Hún ýtti nokkrum sinnum á takkann til að fá lyftuna niður, frekar óþolinmóð. Loksins kom lyftan og hún stefndi á 5. hæð. Þegar hún var kominn upp þá sast hún við borðið sitt. Þar á móti sat Gunnar. Mikill kvennabósi sá maður. Allt í einu var hann eitthvað að skoða undir borðinu sínu. Kata fannst hann vera að horfa að sér og sá síðan hvert hann hafi verið að horfa og flissa. Hann var að horfa undir pilsið. “Ekkert nýtt” hugsaði Kata með sér. En skyndilega rann upp fyrir henni hverju hún hafi gleymt í flýti sinni. Nærbuxum. Skyndilega stóð hún upp og roðnaði eins og epli á meðan Gunnar glotti og flissaði. Hún varð mjög utan við sig.
Skyndilega fékk hún símtal frá ritaranum. Hún átti að fara á skrifstofu yfirmansins.
“Úff, nú verð ég rekin” stundi hún. Hún fór að lyftunni og fann hvernig hún skalf. Hún ýtti á takkann á lyftunni og beið eftir að hún kom. Hún gekk inní lyftuna og hurðin lokaðist. Hún fann hvernig allt varð hægara. Þetta var lengsta lyftuferðin sem hún hafði farið í. Þegar hurðin opnaðist gekk hún út og fór inná skrifstofu yfirmannsins.
Jón Árni var maður sem kallaði ekki allt ömmu sína. Hann var mjög geðstirður maður sem reykti Havana vindla. Hann horfði á hana í erfiðar og drepleiðinlegar 2 mínútur þangað til að hann prumpaði og sagði: “Hví mætir þú alltaf seint, fröken Ammendrup?”
Kata titraði. “Ég…ég svaf yfir mig, herra” svaraði hún með titrandi röddu.
“Nú, jæja? Þú verður að gera eitthvað í því, fröken Ammendrup, því annars áttu ekki sjö dagana sæla eftir hér í minni deild. Skilið?” urraði Jón Árni.
“Já, herra” tístaði Kata. En þegar hún var að fara þá ræskti Jón Árni sig og sagði henni að bíða.
“Ég þarf að fá þig til að gera svolítið fyrir mig. Þú þarf að taka þessa peninga fyrir mig og fara með þá niður í banka. Þar er maður fyrir utan sem mun taka við peningunum. En gættu þess að þetta er mjög auðþekkjanleg taska sem peningarnir eru í. Ég er með mafíuna vaðandi yfir mig á fullu og þeir munu gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná þessari tösku. Þeir munu ábyggilega reyna að leika agentinn minn sem tekur á móti töskunni. En nú skal ég segja þér hvernig þú þekkir hinn rétta. Hann er með ljóst hár og mjög hnakkalegur með sólgleraugu og í jakkafötum. Svo er hann með ör á sér, á handarbakinu. Mundu það.” Þegar hann hafði lokið máli sínu stóð Kata stjörf. Hún gat ekki ákveðið sig.
En síðan ákvað hún að gera þetta fyrir hann. Eftir allt þá mundi þetta ábyggilega hækka hana í áliti hjá honum. Hún tók töskuna og labbaði út úr skrifstofunni.
Þegar hún var komin út þá fékk hún sér leigubíl. En þá var fjörið aðeins að byrja. Maðurinn sem keyrði leigubílinn stoppaði í myrku húsasundi. Leigubílstjórinn tók upp byssu. Kata varð skíthrædd.
“Hvað er í töskunni” segir mafíósinn. “Það kemur þér nú bara ekkert við” segir Kata með skjálfta í röddinni.
“Hmm, varla viltu gera þetta erfitt?” urraði hann á Kötu. Kata fann eitthvað við rófubeinið. Þetta var vasaljós. Hún var fljót að hugsa og barði vasaljósinu í höfuðið á manninum sem rotaðist samstundis. Kata hljóp úr bílnum eins og fætur toguðu. Loksins fann hún nýjan og almennilegan leigubíl og ferðinni var heitið útí banka. Þegar hún var búin að borga farið steig hún út og gekk í áttina að manni sem var alveg eins og Jón Árni hafði lýst. Hún gekk að honum og rétti honum töskuna. Allt í einu sá hún að maður var ekki með ör á hendinni. Hjartað hamaðist. Hún sá manninn labba í burt en hún elti hann. Hún heyrði hann tala í handfrjálsa búnaðinn; Hann var að tala við mafíuna.
“DAMN DAMN DAMN, ég er svo heimsk!” hugsaði Kata. “Hvernig næ ég töskunni aftur?” hugsaði hún aftur. Maðurinn hélt áfram að labba með töskuna. Hún læddist aftan að honum og sneri hann úr hálslið. Hún tók síðan töskuna og tók á sprettinn. Hún hljóp og hljóp. Hún fann fyrir hlaupasting en hún hélt áfram, án þess að líta aftur fyrir sig, án þess að hægja á ferðinni. Hún vissi að hún var búinn að stofna lífi sínu í hættu fyrir Jón Árna. Shit hvað hún vonaðist eftir risa launahækkun. Loks kom hún heim til sín eftir að hafa verið að hlaupa í nánast hálftíma. Hún hitti Dagný í stigaganginum sem tók hana niður og byrjaði að halda henni niðri. “Hvað ertu að gera, Dagný?!” öskraði Kata á hana.
“Vertu róleg. Hví ertu að hlaupa?” spyr Dagný í makindum, eins og hún væri að reyna að róa hana. “Mafían er á eftir þessari tösku. Ég … ég er búinn að rota tvo þeirra. Og…og svo hljóp ég hingað… til að skila töskunni… Jón Árni vildi að ég kæmi þessari tösku til einhverns manns, en sá maður var ekki … það var annar… sem tók töskuna… ég rotaði hann og náði töskunni… svo kom ég hingað og þú tókst mig niður…” másaði Kata fljótfærnislega.
“Jæja. Þannig… en hey. Má ég sjá þessa tösku aðeins?” spurði Dagný vingjarnlega um leið og hún stóð upp af Kötu.
“Tja, allt í lagi, en farðu varlega.” sagði Kata um leið og hún rétti henni töskuna.
Dagný hristi eitthvað í töskunni. “Hvað er í henni?” spurði Dagný. “Þú veist að ég veit það ekki, en Jón Árni sagði að það væru peningar í henni.” sagði Kata kæruleysislega. Allt í einu sá Dagný eitthvað merki undir töskunni og byrjaði að gapa. Hún sparkaði í magan á Kötu og gaf henni síðan hnéspark í fésið þannig að hún rotaðist. Svo hugsaði hún með sér: “Hehehe, nú á foringinn eftir að verða ánægður”.