Ég veit ekki hvað ég ætla að skrifa um.
Ég veit bara að ég þarf að skrifa. Stundum líður manni eins og maður bara verði að gera eitthvað, maður getur ekki útskýrt hversvegna.
Ég veit. Ég skrifa um tilfinningar.
Ekkert svakalega væmið og rómó eða voða reiðilegt bréf, bara svona tilfinningar almennt.

Hvers vegna höfum við tilfinningar?
Kannski spurning sem enginn getur svarað. Ég get eiginlega ekki svarað þessu sjálf.
Það eru til tvennskonar tilfinningar, líkamlegar [það er að segja t.d. þegar við meiðum okkur] og andlegar [til dæmis þegar við fáum eitthvað í gjöf sem við virkilega virkilega vildum].
Þessar líkamlegu er örugglega hægt að útskýra á einhverju læknamáli, það eru taugar hér og þar sem senda svona og hinsegin boð til heilans en það er örugglega ekki hægt að útskýra AF HVERJU heilinn bregst SVONA við en ekki hinsegin.
Líka, mig minnir að kennarin hafi minnst á þetta í tíma um daginn, þá er ekki víst að við finnum allt það sama. Þó að einhver segi “Ég fékk svona tilfinningu þar sem að mig langar bara að hoppa og öskra” og einhver við hliðina á honum segir “Já, ég veit hvað þú meinar” þá er ekki hægt að sanna að sú manneskja viti alveg 100% nákvæmlega hvað þú ert að meina.
Sama er með ástina, engir tveir upplifa hana eins. Ég held að þegar maður er ástfanginn þá er ekki hægt að útskýra hana með orðum, maður deilir bara tilfinningunni með einni manneskju. Það er að segja ef manneskjan er ástfanginn af manni á móti. Þá þarf engin orð, þá eru orð bara of lítið.
Þetta á líka við um gleði, reiði, pirring og fleira. Þó að einhver segi “Ég var svo pirruð að ég var að springa” þá upplifir manneskjan við hliðina það kannski ekki eins.

Ég nenni ekki að tala um þetta lengur. Mér leið bara eins og ég þyrfti að segja eitthvað af því að mér líður svo skringilega sjálf. Ekki illa eða neitt, bara skringilega.

Það er svo margt í lífinu sem er ekki hægt að útskýra.
Af hverju erum við til?
Af hverju deyjum við?
Af hverju finnum við tilfinningar?
Af hverju, til hvers, nú, hver, hvað, hví, ha?

42
-Tinna