Jónda er lítil stúlka og kemur frá Suðvesturhorninu. Hún er alveg við það að ná dvegatakamarkinu því hæð hennar fer sífellt lækandi. Ástæðan er óljós en þó hefur Jónda sínar kenningar og er ein þeirra sú að hún át alltof mikið af kertavaxi ein jólin. Já, stelpugreyið missti sig alveg yfir öllum kertunum sem var kveikt á á heimilinu þessi jólin. Það hafa ekki verið oftar keypt fleiri kerti og þarf Jónda að hafa sig alla í það að passa að ráðast ekki á kertin sem eru í búðargluggum og sem eru út um allt!
Þess vegna ákvað hún að reyna að fá manneskju til þess að gæta þess að þetta myndi ekki gerast aftur en það gegnur eitthvað erfiðlega. Guð minn almattugur það sem hún hafði gert eitt sinn í Blómavali þegar hún var með mömmu, ömmu og Línu systur að skoða fermingarskreytingar. Hún sá þetta stóra og fagurgræna kerti sem var búið að skreyta fyrir ungan pilt sem hét Hinrik og var að fara að fermast. Kertið passaði honum mjög vel hann var svona lítill, rauðhærður og með heilan haug af freknum. Kertið dróg alla athygli frá smettinu á þessum ómyndarlega pilti. En allavega sá Jónda þetta tiltekna kerti og hafði ekki augnum af því, munnvatnsmagnið þrefaldaðist og hún var byrjuð að froðufella.
Kúnarnir í búðini urðu dauðhræddir þegar Jónda gargaði sitt stærsta á greyið Hinrik: “FÆRÐU ÞIG JÓN GNARR EFTIRHERMA, ÉG ÆTLA AÐ ÉTA KERTIÐ ÞITT UPP TIL AGNA!”. Hinrik féll í yfirlið á meðan Jónda hakkaði kertið í sig. Skömmin sem móðirin, amman og Lína þurftu að þola var óbærileg.
Þess vegna var Jónda send í meðferð á stað sem fáir þekkja til en þessi stofnun heitir einfaldlega MEÐFERÐARHEIMILI KERTASNÍKIS og er það einhvers staðar fyrir norðan í grennd við Kópasker.
En allavega eftir að hafa sigrast á fíkninni og fengið góða aðstoð á meðferðarheimilinu ákvað Jónda litla að ráða sér aðstoðarmann til þess að halda henni í ákveðinni fjarlægð frá kertum. En málið er að það fæst enginn til þess að lýta eftir henni og núna situr hún alein heima og bíður við símann eftir að einhver fáist til verksins og fer hún hvergi út úr húsi.
Ég sem skrifa þetta er póstmaðurinn sem kemur með póstinn heim til hennar og hef ég verið að fylgjast með þessum málum. Ég hef djúpar áhyggjur af henni og er farinn að fjárfesta í mat handa henni alla daga svo greyið litla drepist ekki við símann.
En allavega ef það er einhver þarna úti sem langar til að hjálpa Jóndu að lifa í fjarlægð frá kertum þá væri það vel þegið ef að þú myndir tala við mig og við gætum rætt það við Jóndu.
Virðingarfyllst
Póstburðarmaðurinn með menntun upp á BA gráðu í vistfræði og framleiðslu á umslögum, Herra Daði Bollason.
- Er gaman af biluðu bulli? Skoppaðu þá eins og fiskur í algjöru rugli!!