Guðmundur Þóroddsson sytur og étur kældan apaheila úr skál og hlustar á ljúfa tóna á Rásinni, live frá Músíktilraunum og getur séð fyrir sér ungu sýruhausana að slamma, “Djöfullsins viðbjóður er þetta” segir Guðmundur, “Hverjum í fjandanum datt eiginlega í hug að éta apaheila?” Guðmundur horfir sakandi á sögumann.
“Hey, ekki mér að kenna!” segir sögumaður “Í alvöru! Benni og Leifur sögðu þetta!” Þegar Guðmundur hættir ekki að horfa á sögumann þá segir sögumaður “Jæja, ég er að segja söguna og annaðhvort hættirðu að horfa á mig eða ég hætti að segja þessa bévítamíns sögu!”
“Ókey ókey, ég skal halda áfram” segir Guðmundur “En lofaðu að láta mig ekki borða svona viðbjóða aftur!”
“Allt í lagi, ég lofa að láta þig ekki borða þennan viðbjóð aftur”
“NEI! Ekki þennan heldur svona!”
“Ohh, þá það, ég sem ætlaði að láta þig éta frystan hestsheila en allt í lagi”
Þar sem sagan heldur nú áfram þá er Guðmundur hendir apaheilanum í ruslið og fer inn í herbergið sitt, tekur upp gítanöglina sína og byrjar að tromma. Já, Guðmundur er trommari og eki nóg með það, hann er besti fjárans trommari norðan miðbaugs! Og hann trommar fyrir hljómsveit kallaða SpeedDeath… Það er lygi, hann trommaði fyrir SpeedDeath en vegna ágreininga við söngvaran og kærustu bassaleikarans hætti hann í gær. Frekar fúlt af því að þeir voru nýbúnir að gera samning við stórt plötufyrirtæki. En þessi saga er ekki um SpeedDeath, hún er um ungan mann sem heitir Guðmundur og nokkra vini hans, jú sjáðu til Jói vinur hans var að fá sér bassa fyrir 3 mánuðum og Páll er búinn að spila á gítar 3 ár og Guðrún er nýkomin frá Bretlandi eftir að hafa lært söng þar. Þau eru öll 22 ára, Páll á konu og 3 ára son og Guðrún er búin að vera ólétt í 3 mánuði af stelpu, saman eru þau búin að ákveða að stofna Eidicius Yldaed. Þessi saga er um stofnun og byrjun hennar.
“Helvítis hóóóóóra!” syngur Páll sem undirsöng; þau eru að spila á tónleikum á Nasa, þau byrjuðu að æfa saman fyrir 2 vikum. Þau eru búin að semja 4 lög og taka 7 cover lög frá hljómsveitum eins og Nirvana, Cannibal corpse og Death.
Eftir sýninguna: “Jæja, þetta var nú bara fínt, finnst ykkur ekki?” Jói og Palli voru búnir að vera óvissir um hvernig þetta myndi ganga þannig að Guðrún og Gummi voru búin að vera að reyna að sannfæra þá um að þetta væri góð hugmynd “Ha?” spyr Guðrún “Hvað sagðirðu?”
“Ég er að skrifa sögu” segir Palli “Ég var bara að tala við tala við sjálfan mig.”
“Æj, kommon strákar” segir Gummi “Sáuð þið ekki fólkið? Það var allveg að tryllast úr spenningi!”
“Ókey, þetta var fínt” sagði Jói “Ef þetta heldur áfram svona þá verð ég með.” Það er bankað á hurðina “Kom inn!” Maður í svörtum leðurjakka, með sólgleraugu, í stórum klossum og bláum gallabuxum gengur inn.
“Voruð það bara ekki þið sem að voru að spila hérna rétt áðan? Slammið og death metallinn og allt það stuff?” Spyr hann.
“Jú, það vorum við, hver spyr?” spyr Gummi.
“Ég kallast Halldór, ég er umboðsmaður og það vill svo til að ég þekki plötuútgefanda sem að er að leita að nýrri hljómsveit. Ég veit að þetta gerist aldrei svona hratt en ég er búinn að ferðast frá skemmtistað á skemmtistað í viku leitandi að hljómsveit eins og ykkur. Þið eigið mögleika á að eignast nafn í tónlistaryðnaðinum ef þið komið með mér núna en það gæti bráðum verið of seint af því að það eru fleiri umboðsmenn en ég að leita að hljómsveitum.”
“Uhm, hvaða plötuútgefandi er þetta?” spyr Palli.
“Discworld.”
“Strákar, þetta gæti verið það!” segir Gummi “Kommon, hvað segið þið?”
“Vertu rólegur Gummi minn” segir Guðrún og við Halldór segir hún “Við skulum hitta þá en engin loforð.”
“Snilld!”
Eftir þriggja tíma samningafund fá Eidicius Yldead, hin mikla íslenska death metal hljómsveit, ásættanlega frábæran samning og byrja að semja og taka upp strax. Eftir 5 mánuði er fyrsta plata þeirra, No htaeDdeepS, komin út og þau halda geggjaða tónleika í Laugardagshöll.
“Þetta var frábært! Ég SAGÐI að við gætum þetta” segir Gummi.
“Ókey, það var rétt hjá þér” segir Palli “En ég er ennþá að reyna að skrifa þessa sögu og ég væri glaður ef þið trufluðuð mig ekki”
“Pff, fýlupúki” segir Guðrún sem að er núna komin 8 mánuði á leið.
“Hehehe, þetta er allgjör fjárans snilld” segir Jói. Það er bankað á hurðinni.
“Kom inn” kallar Gummi. Allt gerist í einu; Palli lýtur upp, Gummi sest niður, Guðrún snýr sér að hurðinni, hurðin opnast, maðurinn kemur í ljós, andlit hans allt sveitt, hárið mett og hann skelfur pínu, Guðrún opnar munninn til að spyrja hver hann er þegar hún sér byssuna, stóra silfurlita skammbyssu. Allt er búið, 3 lík liggja á gólfinu, Guðmundur, Jói og maðurinn eru allir dánir og Guðrún liggur með stórt gat í maganum, Palli stendur með söguna sína í annarri hendi og byssu mannsinns í hinni eftir að yfirbugaði hann og skaut hann.
Þetta var sagan af Eidicius Yldaed, takk fyrir mig… Og já, ég heiti Páll.