Einu sinni var maður sem hét Kári. En Kári var enginn venjulegur Kári
hann var professional ofurhetja og gekk undir nafninu OfurKári. Hann barðist við bófa og svoleiðis á kvöldin.
Eitt sinn þegar hann var í sinni venjulegu eftirlitsferð kom stökkbreyttur geisladiskur sem sagðist vera með rosa leyndó upplýsingar handa honum. Kári elti hann inn í gamalt vöruhús. Geisladiskurinn sagði að maður undir nafninu Dr. Skrítinn væri að búa til kjarnorkusprengju úr mygluðum appelsínum, og hann ætlaði að eyða húsinu hjá einhverjum gömlum kalli með henni. Kári átti erfitt með að trúa þessu en spurði geisladiskinn síðan hvernig hann kæmist til Dr. Skrítins svo hann gæti stöðvað hann. Geisladiskurinn sagði að hann þyrfti að taka flugvél til London og taka síðan aðra flugvél til Japan og finna síðan Blobb götu númer 5 þar sem Dr.Skrítinn býr. Meira get ég ekki hjálpað þér sagði geisladiskurinn á meðan hann byrjaði að naga neglurnar á Kára.
Morguninn eftir lagði Kári af stað strax eftir að hann var búinn að sleikja upp alla drulluna sem hann hafði misst ofan á skóna sína. En þegar Kári kom á flugvöllinn stukku 3 ofsa cool ninjur til hans og byrjuðu að henda bókahillum í hann en Kári var of fljótur fyrir þá og hoppaði frá. Ninjurnar tóku upp sverð og stukku í áttina að Kára en þá mundi Kári að afi hans hafði kennt honum að ákalla fíla með huganum. Kári brást skjótt við og kallaði. Og þegar í stað kom blár fíll að nafni Bahamut æðandi í áttina að ninjunum og hoppaði ofan á ninjurnar sem krömdust þegar í stað. Kári sendi fílinn burt og fór í cool stellingu en hljóp síðan að flugvélinni því hún var að fara á loft. Kári náði sem betur fer flugvélinni og pantaði sér súrsaða mannafætur. Loksins komu þau til London eftir svona 29 klukkutíma því flugmaðurinn villtist á leiðinni og flaug til Grænlands í staðinn fyrir London. Kári var að fara í seinni flugvélina þegar flugmaðurinn byrjaði að hlæja mjög evil hlátri og flaug burt án Kára sem var nokkuð viss um að hann hafði gert viljandi. Þá fattaði Kári að hann þyrfti að bíða í 2 daga eftir annari flugvél og þar sem það voru ekki neinir bófar til að taka reiðina út á hrifsaði hann til sín lítinn strák og byrjaði að kýla hann í magann. En Kári vissi ekki að mamma hans var standandi rétt hjá og hún sá því að Kári hafði lamið barnið hennar. Hún varð reið og skyndilega langaði hana að drepa, löngunin í blóð fyllti huga hennar svo hún hljóp að Kára til þess að hjálpa honum að lemja barnið sitt. En þegar Kári sá hana lemja barnið hennar með þennan skrýtna glampa í augunum varð hann reiður og öskraði á hana af hverju hún væri að lemja þennan litla saklausa strák. Mamman sem hét Karl by the way sneri sér að Kára og öskraði mjög skræku öskri. Kára brá svo mikið að hann öskraði enn skrækari öskri. Skyndilega sparkaði Karl(mamman) í Kára svo hann skaust í gamla konu sem sat á bekk skammt frá. Nú var Kári orðinn virkilega reiður svo hann hoppaði upp í loft og reif af sér skyrtuna sína til að sýna ýkt stóra vöðvana sína. En Karl var líka orðin reið og skyndilega kom dökkgrænn hali út úr hnénu á Karli og nokkrar frekar beittar tennur úr hausnum. Kári rak upp skelfingaröskur og hljóp grátandi í burtu. Nokkrum mínutum seinna þegar Kári hafði fullvissað sig um að hann hefði stungið af þessa skrýtnu konu stal hann flugvél og flaug á leið til Japan.
Þegar Kári kom til Japan stal hann hjóli af litlum krakka og hjólaði að Blobb götu 5. Eftir nokkra klukkutíma kom hann að Blobb götu 5 en það virtist ómögulegt að brjótast inn jafnvel fyrir mann með vöðva eins og hann. Eftir 2 daga af íhugun ákvað hann að dulbúa sig sem pítsusendil og lemja síðan verðina í klessu þegar hann væri kominn nógu langt að dyrunum. Þegar hann var búinn að dulbúa sig sem feitur pítsusendill hringdi hann bjöllunni. Tveir risastórir lirfumenn (WTF!!!) opnuðu dyrnar og hentu hátalara í hann, en þá varð Kári reiður og öskraði hátt og steig ofan á lirfumennina sem krömdust … ekki … því að þeir voru miklu stærri og sterkari en Kári. En þá mundi Kári dálítið, hann mundi að hann hafði lesið í einhverri bók um hvað hann ætti að gera ef að hann mundi dulbúa sig sem pítsusendil og lirfumenn mundu ekki blekkjast af dulargervinu og kasta hátalara í hann og þeir mundu síðan ekki kremjast ef að hann myndi stíga ofan á þær. Bókin hafði sagt að veiki bletturinn á þannig gaurum væri risastór tá á bakinu á þeim. Kári stökk upp í loft og ætlaði að fara að kýla tærnar af þeim af en hann sá engar stórar tær á bakinu á þeim. Þá kom Dr. Skrítinn út á svalirnar á húsinu og sagði: Hahahaha þú finnur aldrei tærnar á þeim af því að ég skar bökin af þeim af, af því að mér datt í hug að þú myndir koma hingað.
Skepna! öskraði Kári. Lirfurnar tóku Kára og fóru með hann inn í húsið.
Er allt glatað? Mun Kári nokkurn tíma sigra lirfurnar? Af hverju var til svona skrítin bók um lirfur? Er Kári grænmetisæta?
Þessu verður öllu svarað (not really though) í næsta hluta.
Arrive without travelling