Maggi Lýsi og gamla töfra Gulrótin, Part 5: Hvernig komast á niður (með special guest star-i sem við þekkjum öll) Ég vil benda á fyrri sögur:
Part 1
Part 2
Part 3
Part 4
Part 4 1/2

Og plís viljiði commenta ef þið lesið þetta?

Og nú hefst lesturinn:
Drési gekk eftir löngum gangi, fyrir framan hann gekk Hr. Rauður, svarta kanínan haldandi á gulrótinni.
“Hvert erum við að fara” spurði Drési.
“Ó, þú sérð” sagði kanínan. “Þú … sérð …. HAHAHAHAA.”
Eftir stutta stund stoppuðu þeir fyrir framan stórar dyr. “UHUMM” sagði Hr. Rauður.
Rauf á hurðinni opnaðist og stórt nef stakkst út. “Hvað?” sagði eigandi nefsins.
“Ég er kominn til að hitta meistarann” sagði Rauður.
“Um hvað varðar það” sagði nefstóra veran.
“um … þú veist.”
“Nei það geri ég ekki.”
“Jú þú veist …. hlutinn …”
“ …. “
“HELVÍTIS GULRÓTINA!!!”
“Ókei ég opna fyrir þér.”
Dyrnar opnuðust. Hr. Rauður hyllti sig. Þeir komu inn í stórt herbergi. Drési leit í kringum sig, það voru stórar svartar dyr með mynd af dreka í miðju herberginu. Því meira sem þeir nálguðust dyrnar, því kaldara varð í kringum þá.
“Afhverju erum við að fara að þessum dyrum” spurði Drési.
“Ég vildi að við þyrftum þess ekki” sagði Hr. Rauður. “En ég ræð engu um það.”
Dyrnar opnuðust.

Steppdansandi Fjallið Part II
Maggi opnaði augun. Hann verkjaði í allan líkamann. Hann lá á eitthverju mjúku. Hann velti sér við, undir honum lá svínið Patrekur.
“Eins gott að ég henti þér niður annars hefði ég meitt mig hehe” sagði Maggi.
Maggi stóð upp og hélt áfram upp fjallið.
Eftir fáeina klukkutíma var hann kominn á toppinn. “Hvað, ég er kominn á toppinn en er samt ekki á botninum … eitthvað er skrítið.”
“Hah þú hefðir ekki átt að reyna að komast upp til að komast niður” sagði rödd fyrir aftan Magga.
Maggi snéri sér við, einhver gaur í svartri kápu, með svarta hanska stóð fyrir aftann hann.
“Hver ert þú?”
“Ég er hinn ofurmyndalegi allidude” sagði gaurinn. “Og ég reyndi líka að fara upp til að komast niður einu sinni.”
“Já en ef maður kemst ekki niður með því að komast upp” sagði Maggi. “Hvernig kemst maður þá niður”.
“Já ég var lengi að finna það út” sagði allidude. “En einn daginn fattaði ég það, maður fer niður til að komast niður.”
“Þú ert brjálaður” sagði Maggi. “Allir vita að maður kremst ef maður fer niður til að komast niður.”
“Ekki endilega, ekki ef maður fer inn í fjallið og þannig niður.”
“Inn í fjallið?”. Það var greinilegt að þessi allidude var klikkaðri en nokkuð annað klikkað. “Það er ekki hægt að komast inn í fjallið.”
“Ó, jú” sagði allidude og benti á op hliðin á þeim.
“GASP!” sagði Maggi. “Getur maður virkilega komist niður þarna?”
“Já ég hef farið þangað oft og mörgum sinnum Maggi”.
“Hvernig veistu hvað ég heiti” spurði Maggi.
“Ég hef fylgst með þér í mörg ár” sagði allidude. “Ég stal jarðaberjunum þínum um síðasta páskadag, það var ég og ég mun gera það aftur.”
“Þú ert brjálaður.”
“Kannski það en ég veit hvernig á að komast niður og ég er ótrúlega myndarlegur.” allidude sveiflaði hárinu sínu geðveikt lengi í slow-motion.
“Ummm ég er sammála “komast niður” dótinu …”
“Jæja drífum okkur þá” sagði allidude og dró upp regnhlífina sína. “Taktu upp regnhlífina þína … maður veit aldrei hverjir verða á vegi manns í hellinum.” Svo byrjaði hann að hlæja óeðlilega mikið.

Hellirinn
Allidude og Maggi höfðu gengið um hellinn dögum saman. Það var langt síðan þeir höfðu fengið sér að borða.
“Ég held að við þurfum mat” sagði Maggi.
“Rugl, matur er fyrir aumingja og dullusokka” sagði allidude. Svo greip hann í Magga og dró hann að sér. “Þú ert ekki aumingi eða drullusokkur er það?”
“Umm nei”.
“Gott, ég hélt ekki.”
Allt í einu stökk grímuklæddur bandíti að þeim. “ARR”.
“Aaahh, hver ert þú” spurði Maggi.
“Ég heiti Aðalsteinn” sagði sá grímuklæddi.
“Já, einmitt” sagði allidude. “Við þurfum samt að komast.”
“Það kemst enginn út úr hellinum”
“Afhverju ekki” sagði Maggi.
“Ég veit það ekki alveg” sagði Aðalsteinn. “Við drepum bara alla af engri ástæðu sem reyna að komast út.”
“Ég skil” sagði allidude. Svo hjó hann hausinn af Aðalsteini.
Þá gekk annar grímuklæddur gaur inn. “GVÖÖÐ, þú hefur drepið Aðalstein, en dónalegt”.
“Já, og ég mun drepa þig líka ef þú leifir okkur ekki að komast.”
“Hvílíkur dónaskapur” sagði gamall, skeggjaður, grímuklæddur kall sem gekk til þeirra. “Þegar ég var ungur var ekki talað svona við fólk.”
“Já, já okkur er sama við þurfum að komast út.”
“Það kemst sko enginn út úr hellinum.” Sagði grímuklæddi gaurinn nr. tvö.
“Já mér líkar ekki við ykkur” sagði sá gamli og potaði í alladude með stafnum sínum.
“Okei við þurfum samt sem áður nauðsinlega að komast út.”
“Iss hvílík endemis vitleysa er þetta í ykkur strákar” sagði nr. tvö.
“Já, skiljið þið ekki að enginn fær að komast.”
Allidude tók upp regnhlífina sína og ætlaði að höggva hausinn af gaurunum en þeir settu höndina fram til merkis um að engir hausar skildu höggnir að þessu sinni.
“Að höggva hausa er dónaskapur” sagði sá gamli.
“Já” samsinnti sá not-so gamli.
“AAAAA ÞEIGIÐI” öskraði Maggi og stökk á þá og skellti hausunum þeirra saman. “Jæja núna ættum við að geta komist út.”
Stuttu seinna komust þeir út en í mörg ár dreymdi þá martraðir um grímuklæddu gaurana þrjá … þegar maður spáir í það, hver myndi ekki dreyma martraðir eftir að hafa upplifað slíkan erki-hrylling?
En það sem allidude og Maggi vissu ekki var að einhvernstaðar á tindi fjallsins sat maður og horfði á eftir þeim, maður sem var verri og brjálaðri en nokkur sem þeir höfðu áður hitt: Grímuklæddur gaur fjögur, Jóhann….

Hvað gerist næst hjá hinum ótrúlegu … náungum? Hverjir eru þessir grímuklæddu gaurar? Hvað er inni í herberginu? Er Chuck Norris sterkari en Superman? Finnið það út í næsta kafla af Magga Lýsi …


Til alladude: Sorry ef ég gerði þig ekki eins og þú vildir en hvað ætlaru svo sem að gera? Fara í gegnum tölvuna? … ekki fara í gegnum tölvuna …