*ljósin eru dökk, við erum stödd í stórum og miklum sal skreyttum með hinu fínasta glingri, allsstaðar má sjá í gull, demanta og smákökur… þó það sjáist nú ekki.. skyndilega kemur rödd að himnum ofan og segir*
“Verði ljós”
Og það gerðist ekkert.
“Ehemm, verði ljós!”
Og ekkert gerðist.
“Pff… djöfuls… drasl… hvar er takkinn… hérna… ah, þarna… Verði ljós!”
Og það varð ljós.
Í ljós koma 6 litlir, leiðinlegir afar fagnandi einsog svín. Þeir hoppa og hrópa, rétta hendurnar upp í loftið…
“NEINEINEI! Vitlaus salur, fyrirgefið, þetta var Tunnuhátíðin 2076, afsakið… Uhm, já, hérna… Verði ljós!”
Og það varð ljós. Nú sjáum við 300.000 áhorfendur ærast úr fögnuði í risastórum salnum, myndavélin skoppar í hringi í loftinu þangað til hún loks verður það ringluð að hún ælir… Fljótlega er skipt yfir á aðra þarsem Hugi, Leifur og Benni sjást koma labbandi inná sviðið undir þessu dynjandi lófataki, Hugi dettur og Benni og Leifur hrasa um hann en þeir komast fljótlega yfir það, standa upp og hneigja sig fyrir áhorfendum. Benni tekur þá til máls í litla thingy-ið sem hann er með fest við hálsinn sem hann talar í… Þið skiljið.
“Velkomin” segir hann
“á” segir Hugi
“þessa” segir Leifur
“Tunnuverðlaunaafhendingu fyrir janúar-mánuð árið 2006!” hrópa þeir svo allir í einu, Hugi reyndar syngur það í óperu og Benni og Leifur stara á hann áður en þeir kasta honum útí æstan múginn, vonandi mun hann lifa.
“Þetta verður spennandi einsog aldrei fyrr!” segir Benni
“Margt mun gerast, vonandi koma skemmtikraftarnir sem við pöntuðum en you never know” segir Leifur
“Við gleymdum að borga þeim en vonum að þeir hafi ekki fattað það, hehehehehehehehehe” segir Benni
“Hver vinnur… Fyrsta flokkinn sem ég man ekki hvað heitir?” segir Leifur
“Hver vinnur… Annan flokkinn?” segir Benni
“Hver vinnur… Bíddu, hversu marga flokka höfum við?” segir Leifur
“Ekki glóru, en þeir hljóta að vera nokkrir!” svarar Benni og bætir svo við “hehehehehehehe”.
“Við hlökkum öll til, en… Bíddu, Hugi, hvað skeði fyrir þig?” segir Leifur. Hugi prílar uppá sviðið allsnakinn, með margar rispur og virðist vanta aðra geirvörtuna á hann… En svo kemur í ljóst að það er bara límmiði yfir henni sem er auðvelt að rífa af.
“ÞIÐ KÖSTUÐUÐ MÉR ÚTÍ ÆSTAN MÚGINN!” öskrar hann þá tilbaka, djís, róa sig drengur…
“Ah, æjá” segir Benni og leitar að öryggisvörðum til að fjarlægja Huga. Þeir koma svo og taka hann með valdi á meðan hann öskrar:
“HEY! Strákar! Kommon! Hvað varð um friðinn? Ha?”
“Sorry Hugi, en þú ert nakinn, klæddu þig bara fyrst” svarar Leifur þá og brosir útí salinn.
“Munið svo, ekkert af þessu gerðist” segir Leifur við salinn sem auðvitað trúir honum strax og klappar fyrir þessari sjónhverfingu admina og visku að geta framkvæmt slíkar sjónhverfingar.
Stuttu seinna kemur Hugi inn í appelsínugulum pimp-jakkafötum
“Afhverju fékk ég ekki flott föt!!”
“Hugi, hættu að væla og kynntu næstu tilnefningu, við erum farnir í V.I.P. salinn góða, adios!” segir Benni og þeir Leifur hverfa í miklum reyk á meðan Hugi fær bara sót á fötin sín appelsínugulu sem eru núna meira einsog grá…
“Pff… Ekki mér að kenna að ég sparkað óvart í punginn á þeim áðan… Allt í gríni gert… Hmm? Heyra allir þetta? Ó.. ehehe, hæ salur! Ég var að grínast!” segir hann en enginn trúir honum og hann fær fullt af tómötum í sig, hann er núna orðinn meira einsog fjólublár með grábleiku ívafi…
“Pff.. Jæja.. EN! Fólk! Það er komið að fyrstu verðlaununum! Hver fær… Dammdammdamm!” *þagnar skyndilega og verður fölur í framan* “Eh, hvaða verðlaun eru núna? Hm? Ójá! Litli kallinn í eyranu á mér sagði mér *stoppar og hlær og hlær að eigin fyndni áður en litli kallinn í eyranu á honum bítur fast í það svo hann haldi áfram* Áá! Já, hann sagði mér að næstu verðlaun væru fyrir kvót mánaðarins! Lítum á tilnefningarnar!”
*myndavélin fer í hringi uppí loftið og klessir að lokum á stóran sjónvarpsskjá og lekur niður, skipt er yfir á sjónvarpsskjáinn sjálfan þá og tilnefningarnar renna yfir skjáinn*
“Fyrst! Tilnefndur er Moonchild fyrir kvót sitt: ”úúúúúúú …..einrúúúúúm….rúúúúm…þú og mizzeeh í einrúmi úúúú…þið.. einir í rúmi …. úúúúúúú …..eitthvað í gangi á milli ykkar…. :-O ? *þroskast skyndilega* Ok. En hvers vegna ekki pm ?“
*áhorfendur hlæja einsog vitleysingar á meðan Moonchild er hylltur í hástert þarsem hann stendur í V.I.P. sorparastúkunni (fyrir virka sorpara en ekki bara áhorfendur) af litlum blýöntum*
”Hin tilnefningin fer til frikadellu fyrir kvót sitt: “Ég læsti mig inni af ásættu ráði því ég var í feluleik með vinkonum mínum og læsti mig inná einhverju klósetti fyrir ferðamenn sem var með sturtu og alles, og henti síðan lyklinum útum gluggann.. svo þær kæmust sem sagt ekki inn og svo var ég búin að sitja þarna í eymd og volæði í tvo tíma og byrjaði og þær enn þá að leita og svo öskraði ég á þær svo þær fundu mig og voru aðra tvo tíma að reyna að finna lykilinn *-).. ég var hrædd…”
*áhorfendur hlæja einsog vitleysingar á meðan frikadella er hyllt af grænum jólatrjám í V.I.P. herbergi admina og maka þeirra*
“Og! Ég er hér með umslag um hver fékk flest atkvæði í símakosningunni okkar um hver hafi verið með besta kvótið!” segir Hugi með mjöööög spennandi rödd! “Og nú opna ég umslagið… Oooog núna tek ég blaðið uppúr því… Ooog núna klóra ég mér í nefinu… Ooog núna pissaði ég í mig, sótið gerir þetta við mig… Oooog verðlaunin fara til:”
*trommusláttur*
“Silvíu Nóttar fyrir kvót sitt ”Skilru!“ … Nei bíddu ha?” Hugi horfir ruglaður á blaðið í smástund áður en hann tekur til máls “Eh… Já, svo virðist sem allir elski Silvíu svo mikið að hún var kosin í símakosningunni þrátt fyrir að hafa ekki verið tilnefnd, EN, við vorum tibúin fyrir svona vesen og þessvegna höfðum við dómnefnd skipaða mér, Benna, Leif og Atla til að velja úr tilnefningunum einnig, bara til öryggis ef símakosningin færi úrskeiðis! Og niðurstaða okkar eeeer:”
*trommusláttur*
“Kvót mánaðarins kemur frá Moooonchild! Til hamingju!”
*Moonchild hoppar hæð sína í fullum herklæðum áður en hann byrjar að labba til að taka á móti verðlaununum, hrasar á leiðinni um herfötin og fer bara úr þeim og er ber að ofan og í stuttbuxum, dömurnar klikkast og þrjár deyja, R.I.P., svo kemur hann upp og Hugi réttir honum verðlaunun slefandi, en verðlaunin voru Þriggja gígabæta rafmagnshestur frá Nýherja*
“Núna geturðu farið út að ríða! Ekki einsog þú þurfir þess eitthvað, getur bara komið með mér hérna.. Eh… Já, þetta er víst í beinni, en jæja, tilhamingju!”
*Moonchild fer og Hugi nær andlitinu á meðan*
“Ehm, já, svona finnst mér gaman á hestum…hehe..he… já, right, höldum áfram! Nú fáum við skemmtiatriði! Þið áhorfendur getið kosið næsta skemmtiatriði, hvort eigum við að hafa Megadeth eða t.A.T.u.? Þið kjósið!” segir Hugi þá!
*hlé á meðan áhorfendur kjósa*
“Oooog niðurstöðurnar eru komnar… Og já! Skemmtiatriðið sem var kosið var ”Til hamingju Ísland“ með Silvíu Nótt! ..Nei bíddu, ha? *hlustar á eitthvað í eyranu, líklega tæknimann* Já, svo virðist vera sem allir elski Silvíu svo mikið að hún hafi verið kosin ÞÓ hún hafi ekki verið í boði… EN! Það er allt í lagi, ég spila bara á kassagítar og syng í staðinn!”
*áhorfendur tryllast því þeir ákváðu allt í einu að elska Huga*
“Takk, takk! Þetta lag kýs ég að kalla ”Jarlinn“!”
Er þú komst inn, í tjaldið mitt væna
ég var ekki inni, ég var úti að spræna
en svo kom ég inn, og þú varst mig að ræna
svo ég kippti út Jarlinum og reið þér þá væna!
Þú varst andvíg í fyrstu en sættist svo á það
svo ég tók út Jarlinn og renndi þar í hlað
Í doggy og rassinn, ég reið þér í spað
yfir þig kömmaði, já, setti í bað
Jaaaaaaaaaarlinn, já Jaaaaaaaaaarlinn
hann er nú meiri kaaaaaaaaarlinn
Jaaaaaaaaaarlinn, já Jaaaaaaaaaarlinn
ekki málið að setjaaaaaaaaaann inn
Svo ég sneri mér við til að fá mér smásmók
hún var ekki lengi, hún bjórinn minn tók
og á meðan ég reykti ég kíkti í bók
leit svo við og sá aðeins heeennar brók
Hélt hún hefði af stungið, bíadsin þó!
svo ég út strax hljóp, en þá aðeins hló
tíkin strax fékk sér marga sopa af bjór
og þarna úti þar lá hún, já tíkin hún dó
Jaaaaaaaaaarlinn, já Jaaaaaaaaaarlinn
hann er nú meiri kaaaaaaaaarlinn
Jaaaaaaaaaarlinn, já Jaaaaaaaaaarlinn
ekki málið að setjaaaaaaaaaann inn
Ég litaðist um, voru aðrar tíkur að ráfa?
Einhverjar sætar stúlkur að káfaá
Jarlinn var harður, hann þyrsti í stráka
Eh, úps, stelpur hann vill eða hann mun ei fáða
Tók í einatík, en fokk, hennar faðir
var hættulegur gaur, dópistafjandi
ég reyndi að afsaka mig en karlinn
tók sig þá til og skar af mér Jarlinn
*áhorfendur klappa einsog þeir ættu lífið að leysa, um 500 nærbuxur streyma á sviðið upptil Huga*
“Þakka ykkur, þakka ykkur, ég elska ykkur líka! En já, er ekki bara komið að næstu verðlaunaafhendingu! Ég held það nú!” sagði Hugi einstaklega Hugalega, óóóójá!
“Og það er könnun mánaðarins! Lítum á tilnefningarnar!” Myndavélin skýst frá andliti hans og fer útúr salnum, inní eldhús, finnur sér stórt ketstykki þar og byrjar að háma það í sig á fullu… Fljótlega er skipt yfir á skjáinn stóra í salnum þarsem tilnefningarnar renna yfir skjáinn.
“Ooooog fyrst er tilnefnd könnun Svidasultu, ”Hvað geriru þegar þú ert að vinna á kassa og Mizzeeh kemur og rotar ykkur?“ Gefið honum gott klapp!” *áhorfendur dansa húgalabúgala-dans allir sem einn* “Eh.. Já.. Næsta tilnefning! Tilnefnd er könnun Corpsgrinders.. Ha? Já, könnun Corpsgrinders, Símalína! Gefið honum gott klapp!” *allir fara í einn stóran kollhnís fyrir hann* “Eh… Já, þið mættuð endilega bara klappa næst, það er nóg en jæja… úrslitin eru komin og þau eru í þessu litla umslagi hérna!” *um leið og hann segir þetta kemur vindhviða (já, innandyra í stórum sal) og blæs umslaginu í burt, það berst með vindinum uppí V.I.P. sal sorpara þarsem Atli/vansi grípur það* “AHA! Ég fæ að lesa þetta! Já, verðlaunin fyrir bestu könnun janúarmánaðar fæææææær”
*fiðluleikur*
“Silvía Nótt fyrir könnun sína ”Er ég ekki ógisslega töff?“… Nei bíddu, ha? Eh, já, svo virðist sem allir elski Silvíu það mikið að hún hafi verið kosin þrátt fyrir að vera ekki tilnefnd en jæja, dómnefndin, SEM ÉG VAR Í THANK YOU VERY MUCH, hafði undirbúið sig fyrir þetta og sjá! Hér eru úrslitin, beint uppúr hausnum á mér! Verðlaunin fyrir könnun mánaðarins fara tiiiiil!”
*feit kona syngur*
“Corpsgrinders fyrir könnun sína ”Símalína!“ Til hamingju Corpsgrinder!” *Corpsgrinder hoppar hæð sína í loft upp … Eða whatever af ánægju en hoppar uppí þakið fyrir ofan sig og rotast, Carrera tekur hann þá upp og heldur á honum uppá svið, tekur við verðlaununum fyrir hönd Corpsgrinders (sem voru endalausar útgáfur af LOLLUÐUM huga), Carrera ákveður að hirða verðlaunin, ákveður að hann vill þau ekki og treður þeim uppí Corpsgrinder áður en hann ber hann niðraf sviðinu aftur*
“Yeah! Þetta var gaman! Er það ekki? Gaman! Gaman! Ga-” Rétt í þessu datt vasi úr heiðskíru lofti á hausinn á Huga og hann rotast, hann er fluttur með þyrlu uppí V.I.P. herbergið þarsem honum er þjónað veeeel… Reynt er að galdra kynni uppúr þurru og það tekst, inná sviðið gengur enginn annar eeeeen:
“JÁ! Bjóðið mig velkomna! Ég er hér, hin eina sanna, hin frábæra, hin dularfulla, hin yndislega, hin góða, hin fagra og síðast en ekki síst hin hógværa sky! Takk fyrir, takk fyrir, Dagný er nafn mitt og mun ég kynna næsta atriði, ójeh! Klappið fyrir hinni frábæru og hógværu mééééér!” *áhorfendur synda eina ferð framogtilbaka* “Eh.. Já, þið máttuð nú alveg klappa en jæja. Næst verða veitt verðlaun fyrir Virkasta Sorpara mánaðarins! Syndið endilega eina ferð framogtilbaka í tilefni þess!” *áhorfendur klappa einsog óðir* “Já… Skrítna fólk… EN! Lítum á tilnefningarnar!”
*myndavélin fer í snúsnú á meðan áhorfendur horfa allir uppá stóra sjónvarpsskjáinn, öllum er orðið sama um sjónvarpsútsendinguna því enginn er að horfa, allir mættu á staðinn og horfa þar*
*andlit kemur uppá skjáinn* “Herra allidude, tilnefndur. OMG, ég er virkari en hann!” *andlit kemur á skjáinn* “Hey þetta er ég! =D Ég er tilnefnd, ég er tilnefnd, ég er tilnefnd! En ég er ekkert virk! Skrítna kerfi…” *andlit kemur á skjáinn* “Herra Nugnar, tilnefndur. Hann má ekki vinna, hann starir alltaf á rassinn á mér, perri!” *andlit kemur á skjáinn* “Herra Carrera, tilnefndur. Pffff, hver tilnefndi alla hina, ég vildi vera ein tilnefnd!”
*umslag sígur niður úr loftinu, stoppar rétt fyrir ofan Dagnýju, hún hoppar upp en nær ekki, hoppar aftur en nær ekki, hoppar frekar lengi þangað til hún loks nær umslaginu*
“Það er komið að því! Virkasti sorparinn í janúarmanuði 2006 eeeeeeeeeer” segir Dagný ofboðslega spennandi eitthvað
*bassi*
“Silvía Nótt! … HAAAAAAA? Hún má það ekkert! Piff! Burt með hana! Rekið hana út! Ég er meiri Nótt en hún mun nokkurntímann vera! Eeeeen ég er að fá hérna skilaboð um hver vann í uppgjöru dómnefndar sem var til vara ef eitthvað svona gerðist og Carrera vann. Huh. Ekki ég. ANDSKOTINN! AFHVERJU ÞURFTI CARRERA AÐ VINNA EN EKKI ÉG! GAAAAAH!”
*Carrera stekkur hæð Nugnars í loft upp af fögnuði og emur hlaupandi uppá svið, Dagný réttir honum þar með semingi í mikilli fýlu 300.000 krónur sem hún hefði annars fengið - Tough luck… Carrera hleypur svo í sætið sitt glaður einsog glaður strákur*
“Ójá! En fólk, núna má kjósa skemmtiatriði! Hvort viljiði fá Eminem eða Bítlana (munið, dauði er ekki vandamál) til að flytja næsta skemmtiatriði? Kjósið!” segir Dagný yfir salinn sem bregst við með því að dansa polka. “Já… Æj, ég gefst upp”.
*fær sér smá Nammi og smá Homma á meðan áhorfendur velja skemmtiatriði*
“Og! Þið hafið kosið! Þið viljið fá… dammdammdammdamm!” *opnar umslag* “Silvíu Nótt til að syngja! Nei, ha?… Hún var ekkert í boði! Fólk elskar hana víst svo mikið að það kaus hana jafnvel þó hún væri ekki í boði! Eeeen svo virðist sem hún sé samt sem áður komin og mun hér flytja skemmtiatriði, skemmtið ykkur!” *sér Silvíu labba inn, líður yfir hana af spenningi og hún er flutt með storki í V.I.P. stúku sorpara til aðhlynningar en Silvía fer að skemmta á meðan*
*ímyndið ykkur mikið af gelgjumáli*
*ímyndið ykkur Silvíu nakta*
*hættið núna að vera perrar og ímyndið ykkur Silvíu skemmta*
*klappið núna fyrir Silvíu*
*áhorfendur spila póker*
Why do I bother…
En! Hér uppúr hægri erminni galdra ég nýjan kynni þarsem Dagný er óviðráðanlega Silvíuveik og kynnirinn eeeeeer!
frikadella! Klappið fyrir henni!
*frikadella kemur hlaupandi inná sviðið í fögrum fötum, hrasar á leiðinni og rennur yfir allt sviðið og úr augsýn, mikill hávaði heyrist og hún heyrist kalla “Það er í lagi með mig!”, kemur svo skríðandi inná sviðið eilítið vönkuð en annars í fínu lagi, stendur upp og horfir útí salinn og brosir*
“Ehm… Þetta getur komið fyrir alla! Bara gaman af því! *útúr sal heyrist Atli kalla: ”Gaman AÐ því, ekki AF því!“* *Þórhildur horfir illum augum á hann* ”Póteitó potató! En fólk! Það er komið að næstu verðlaunaafhendingu, ég hef verið göldruð uppúr erminni á einhverjum ósýnilegum til að kynna næstu verðlaun!“ *kíkir á svona tékkspjald til að gá hvaða verðlaun, en spjaldið fýkur og hún hleypur á eftir því* ”Hérna! Komdu! Ég vil þig! Komdu! Kooooomdu! Hættu að stríða mér!“ *spjaldið fer upp í V.I.P. herbergi admina, Þórhildur eltir það alla leið upp og myndavél fylgir svo áhorfendur fái að sjá allt, hún hleypur svo inn í herbergið og sér Benna og Leif í massasleik* ”Hahahahahaha, þú ert að kyssa strák, það er spes“
”Jebb, og við riðum áðan líka“ sagði Leifur þá
*Þórhildur's face fer frá :D í :|*
”Jebb, og Hugi var með líka, og Daniel Radcliffe“ segir Benni og bendir á Daniel Radcliffe sem er að slaka á útí horni.
”E-e-e-e-e-e-en.. já…. það…speeeeeeeees!“ nær Þórhildur að koma uppúr sér, en Benni og Leifur fara bara að hlæja.
”Varla trúðiru að við hefðum verið að ríða? Og þetta er ekki Daniel útí horni, þetta er Hugi með Daniel-andlitsgrímu… *bendir á það sem var Daniel en þar er núna bara Hugi sem heldur á Radcliffe-andlitsgrímu* og ef við hefðum verið að ríða þá héldum við varla á þessum spjöldum sem stendur á “Ég hef aldrei riðið strák”, er það? Tsss, ekki vera svona trúgjörn, það er ljóskulegt =)“ segir Benni og hlær.
”Pff…pfff…pff…Ís? Anybody?“ segir Þórhildur og flautar sakleysislega áður en hún nær í spjaldið, og drífur sig aftur niður á svið.
”Eins gott að enginn sá þetta“ *tæknimaður kemur og hvíslar að henni að þetta hafi verið á skjánum fyrir framan 300.000 manns* ”Damn… En jæja, þetta var ímyndun! Já! Ímyndun!“ *enginn trúir henni*
”Pfff…Eeen jæja! Það er komið að því að veita næstu verðlaun! Og þau eru fyrir greeeein mánaðarins! Lítum á tilnefningarnar!“
*myndavélin skiptist beint á sjónvarpsskjáinn, tæknideildin verður það hissa að hún deyr og verður að ráða nýja*
”Tilnefndur er MadClaw fyrir grein sína: “The FIRST adventures of Swordie, Die & Hammer.. 1. kafli”, gefið honum gott klapp!“ *áhorfendur freta allir sem einn* ”Eeeeeww…. Jæja…. Einnig er tilnefndur THT3000 fyrir að vera ofvirkur á greinum! Til hamingju!“ *áhorfendur gefa honum fæv, allir sem einn* ”Vááááá… Margar hendur… Jæja, og einnig er tilnefndur tobmarley fyrir grein sína “Leitin að Gulldemantinum. Kafli 1- Partur 1. Sköpun heimsins”! Til hamingju!“ *áhorfendur actually klappa og Þórhildur er agndofa* ”Vááááá…. þeir… váááááá…. ég…. váááááá… en já, eh, já, seinasta greinin sem er tilnefnd er “Geðveikt fólk og fleira!” eftir qTip sem nú hefur breytt nafni sínu í habibi! Til hamingju!“ *áhorfendur rappa fyrir hann* ”Eh… speeeeeees…..Eeeeen núna verður símakosning! Kjósið endilega!“
*áhorfendur kjósa*
”Ooog niðurstaðan er komin! Besta grein mánaðarains er: *tekur upp flautu og spilar á hana til að auka spenninginn* “Hvernig maður á að verða ógisslega vinsæll þrátt fyrir að vera hörmulega pirrandi” eftir Silvíu Nótt! Til hamingju! Eh… Haaaaa? Jáááá…. Svo virðist sem allir elski Silvíu það mikið að hún hafi verið kosin þrátt fyrir að hafa ekki verið tilnefnd! Speees…. Eeeen dómnefndin var viðbúin þessu og var þegar búin að kjósa! Og verðlaunin fara tiiiil“
*spilar aftur á flautuna*
”tobmarley fyrir grein sína “Leitin að Gulldemantinum. Kafli 1- Partur 1. Sköpun heimsins”! Til hamingju!“
*Þorfinnur hoppar hæð íkorna í loft upp af gleði og fer uppá svið* ”Já, ég vil þakka mér, og mér, og mér, og mér, og EKKI Huga, og mér, og mér, og mér, og EKKI Huga, og mér, og mér, og þér fyrir að rétta mér verðlaunin! Hvað er þetta annars?“
”Ehm… Sandkastali úr gulli, til hamingju!“ segir Þórhildur og brosir.
”Uhm… Okay! Yay!“ svarar Þorfinnur og fer aftur niður í sæti sitt.
”Já! Þetta var nú gaman og skemmtilegt og.. Gaman! En! Núna nenni ég ekki að kynna næstu verðlaun, ég ætla á þriggja sekúndna túr í staðinn. Blessuð!“ segir Þórhildur og hverfur í reyksýningu.
*allidude hleypur inná sviðið*
”Yay! Ég fæ að kynna núna! Í staðinn! Yay! Mig hefur langað að gera þetta síðan ég var einsárs! Jei! Spennandi, jei! Jei! Jei! Víííííí! Jei! Jess! Eh..Já, missti mig aðeins eeen það er komið að seinustu verðlaununum fyrir hlé! Og það er “ljóska mánaðarins”! Núna skulum við gera soldið ýkt spennó og kíkja á tilnefningarnar!“
*myndavélin fer mjög kynþokkafullt upp að stóra sjónvarpsskjánum sem verður hrifinn af henni og þau fara að gera dodo… Fljótlega er komið með nýjan riiiiisaastóran sjónvarpsskjá sem sýnir tilnefningarnar*
”Fyrst! Við þekkjum hana öll, þetta er hinn eini og sanni vettlingur AKA Fríðaa! Gefið henni gooooott klapp! *áhorfendur stappa niður fótunum* Right… Næst! Við þekkjum hana líka öll, þetta eeeer foxyme, AKA Lííína! Gefið henni einnig goooott klapp! *áhorfendur sá baunum* Eeeeeeeeh… Auðvitað… En! Síðasta tilnefningin fer til stúlku seeem við þekkjum öll! Þetta er hún frikadella, AKA Þóórhildur! Gefið henni gott klapp! *áhorfendur rugga sér í lendunum* Bjóst sosum ekki við öðru… En! Þetta eru allar tilnefningarnar! Lítum svo á hver hlýtur þessi vægast sagt eftirsóttu verðlaun!“
*áhorfendur kjósa í símakosningu*
”Og þetta er komið! Áhorfendur hafa gert upp hug sinn! Ég persónulega held að þeir hafi kosið Silvíu Nótt, það er nokkuð augljóst ekki satt? Allavega, kíkjum á það! *opnar umslagið* Og ljóska janúarmánaðar eeer! Milo Jasovic frá Serbíu! Nei bíddu….. HAAAAAA? Hver er það? Hvernig.. Hvað… Haa? Ehm.. Jááá, þarsem hann var ekki tilnefndur þá fær hann ekki verðlaunin eeen! Örvæntið ekki, dómnefndin hafði undirbúið sig fyrir þetta! Mér hefur verið rétt umslag af himnum ofan þarsem val dómnefndar er kynnt!“
*einhver spilar á þríhorn*
”Og ljóska janúarmánuðar 2006 er frikadella AKA Þórhildur! Gefið henni gott klapp! *áhorfendur spila á flautu fyrir hana og snúa sér í hring* Ehm.. Já! En Þórhildur, taktu við verðlaunum þínum!“
*Þórhildur hoppar 2 metra til hægri af gleði, hleypur uppá svið og tekur við verðlaununum stolt á svip*
”Takk! Ég vil þakka heila mínum fyrir að skreppa í útilegu stundum og dökka hárinu mínu fyrir að gera mig að spes ljósku og ég vil þakka Alla fyrir að rétta mér þetta… Hvað er þetta?“
”Gullin stytta af ljósku og árskort í ræktina á Kópaskeri“
”Ehm.. Jújú, það er fínt! Þakka ykkur, þakka ykkur!“ segir hún þá og hleypur aftur uppí V.I.P. herbergið sitt, Alli tekur nú til máls.
”Jæja kæru áhorfendur, ég má ekki segja neitt meira en “Bless!”“ sagði hann og hvarf svo.
Benni, Hugi og Leifur koma sígandi úr köðlum niðrá sviðið og eru hylltir af áhorfendum, Hugi dettur og tekur öll ljósin af salnum, eftir 2 mínútur eru þau komin aftur á og Hugi heldur af e-m ástæðum um punginn á sér og er greinilega in pain.
”Jæja kæru áhorfendur, nú mun vera hlé!“ sagði Benni
”Já, 5 verðlaun hafa verið veitt og 5 eru eftir! Þetta er spennandi, hver vinnur næst?“ segir Leifur
”Komumst að því… Eftir þetta hlé! Gos og nammi er selt í sjoppunni, takk fyrir!“ segir Hugi með furðulega skærri og geldri rödd.
”Blessuð!" segja þeir svo allir í kór.
——————
Hérna er fyrri parturinn af Tunnunni kominn, vona að ykkur hafi líkað við hann =) Ég mun svo ekki pósta næsta parti, hann mun verða skrifaður af Huga sem mun kannski fá e-a til að hjálpa sér, hann sér til. Endilega kommentið!