ATH. Þessi saga gerist öll í svarthvítu.

Ég hafði ráfað um göturnar í marga klukkutíma, ég vissi ekki nákvælega hversu lengi. Tíminn sveif fyrir augum mínum eins og smjör sem smurt er á rúgbrauð á laugardögum. Ég vissi varla hvert ég var kominn en þetta var ekki hverfið mitt, ónei þetta var eitthverskonar staður þar sem náungi vopnaður beittri alfræðiorðabók (eða eitthverju álíka skaðlegu eins og hnífi eða kerti eða eitthverskona freakish blöndu af hnífi OG kerti skapað á surðstofu brjálaðs vísinda manns) gæti stokkið fram bakvið næsta húsasund á hverri stundu.
Ég heiti Gunnar Gunarson og ég ætla að segja ykkur sögu mína.
Þetta byrjaði allt þegar ég var að koma heim úr vinnuni eitt mánudagskvöldið. Ég var á leiðinni yfir götu eina þegar mér byrjaði að finnast eins og eitthver … eða eitthvað (en þó líklega eitthver) væri að elta mig. Ég leit aftur fyrir mig og sá stóran mann standandi úti á miðri götunni. “Hvað viltu?” hrópaði ég. Hann ansaði ekki. Hver var þessi maður? Afhverju var hann að elta mig? Spurningar flæddu inn í haus minn. Það var eins gott að ég var með hattinn minn á mér annars hefðu spurningarnar flætt út úr hausnum á mér og á götuna… eða eitthvað í þá áttina. Allt í einu sá ég að maðurinn dró upp risavaxinn hníf sem glansaði á undir ljósastaurnum. Ég öskraði í von um að eitthver myndi heira til mín og koma mér til bjargar en ekkert svoleyðis gerðist. Maðurinn nálgaðist og ég lagðist niður á jörðina …. ekki af því að ég hafi verið hræddur eða eitthvað ég var bara að reyna að koma honumn á óvörum *hóst* já einmitt hehe. Það virkaði ekki en þess í stað var ég sprautaður með eitthverju í hálsinn. Ég gaf frá mér mjög karlmannlegt óp en svo varð allt svart eins og Jónas á þriðjudögum (hvað sem það þýðir).
Ég vaknaði í húsasundi og fannst allt vera eðlilegt þar til ég þreifaði á hörfði mér og fann mér til mikillar undrunar að ég var sköllóttur eins og eitthverskonar fjaðurlaus fugl sem maður sér út í fjöru og hrækir á.
Ég gekk inn á krá hinum meiginn við götuna og spurði nokra aðila hvort þeir hefðu séð til hárs á ferðinni þeir litu allir á mig eins og ég væri eitthvert viðrini eða skítur eða viðrini útatað í skít eða álíka.
Ég gekk út til að finna svör við spurningunum. Mér leið eins og ég væri aftur kominn í stríðið vopnaður vélbyssum og handsprengjum nema þetta var ekki stríð heldur venjulegt líf mitt og í stað vopna hafði ég bara tómt tyggjóbréf og nokkra gamla bíómiða sem ég fann í vasanum mínum. Svo þetta var eiginlega ekkert eins og stríð, bara venjulegt líf nema núna var ég sköllóttur en ekki með hár eins og vanalega.
Ég ætlaði að fara til yfirmanns míns til að vita hvort hann vissi eitthvað um hárið mitt en þá mundi ég að ég var atvinnulaus. En ef ég var atvinnulaus hvaðan var ég þá að koma á byrjuninni á söguni minni? Enn fleiri spurningar flæddu um haus minn. Mig grunaði að þetta tengdist allt saman, að þetta væri allt einn stór köngulóar vefur. Nema þetta væri ekki alveg köngulóarvefur heldur vefur lyga og spurninga en aðalega þó spurninga … reyndar var þetta ekkert vefur lyga en samt held ég að ég hafi verið með eitthvað point þarna ég sé það bara ekki núna.
Ég ákvað að reyna að spyrja fleiri um hárið en mundi að ég þekkti engann í borginni, þá fattaði ég það ég gæti auglýst eftir hárinu mínu.
Ég hengdi þá upp stórt plaggat á eitt húsið með mynd af hárinu mínu og setti svo símanúmerið mitt í hornið … þetta plan var jafn skothelt og … eitthverskonar ofur-skotheldur málmur.
Ég hafði beðið heim a hjá mér í ansi langan tíma þegar að síminn hringdi. “Halló" sagði ég með rödd sem var alls ekkert skræk … afhverju haldið þið það?
“Halló” sagði röddin í símann. Sá sem var í símanum hljómaði eins og rostungur með hálsbólgu. In a good way. “Ég veit hvar hárið þitt er” hélt röddin áfram.
“Hvar” sagði ég æstur.
“Það er …. það er …. “ sagði röddin. BIIIIIIIIIIII. Sambandið hafði rofnað.
Það var greinilegt að samsærið náði dýpra en ég hélt. Jafn djúpt og holan sem ég reyndi að grafa til Kína í leikskólanum … reyndar var sú hola ekkert rosalega djúp ….þessi hola er hinsvegar MIKLU dýpri …. reyndar er þetta ekki hola heldur samsæri en það skiptir ekki öllu.
Ég varð að finna svör.

Hversu stórt samsæri erum við að tala um?
Hvað varð um hárið hans Gunnars?
Hver var maðurinn með hnífinn?
Mun eitthvað sem Gunnar segir eitthverntíman meika sens?
Fylgist með …