Jón - Ruglingslegasta og skrítnasta saga í heimi Þessi saga gerist í allt öðrum heimi. Þetta virðist vera nákvæmlega eins og heimurinn sem við búum í og það er rétt fyrir utan þann stóra mun að lög hafa verið sett um að allt og allir skulu heita Jón, í heiminum sem kallast – Jón.
Það var þannig að fólkið í hinum heiminum hætti að nenna að læra nöfnin á hverju öðru, ég meina það er bara vesen “Heitir þú Bárður eða Tryggvi? Já þú heitir Albert!”. Það var bara of mikið vesen. Svo að fólk ákvað að allir skildu heita Jón þá myndi enginn vera óviss hvort að ákveðnir aðilar hétu Bárður eða Tryggvi. Þetta er í rauninni mun hentugra kerfi.

Jón sat á skrifstofu sinni og horfði á mynd af konuni sinni henni Jón sem hann geymdi nákvæmlega á miðjunni á borðinu sínu.
Jón vann við það að vera Jón og var helvíti góður í starfinu, mjög líklega vegna þess hve kúl rödd hann var með. Röddin var mjög mikilvæg í því starfi sem Jón vann við.
BRIIING.
Síminn hringdi.
“Þetta er Jón Jónson, Jón að atvinnu” sagði Jón í símann.
“Sæll Jón þetta er Jón hérna” sagði maðurinn í símanum.
“Ó, blessaður Jón” sagði Jón.
“Já, sko það kom dálítið upp”.
“Nú hvað?”.
“Það var brotist inn í búðina í gær og Jóni var rænt”.
“Ó, nei vesalings Jón”.
“Já ég veit þetta er hræðilegt”.
“Hver helduru að hafi rænt Jóni”.
“Ja ég veit það ekki alveg en mig grunar að það hafi verið … JÓN!”.
“GASP! Jón? Ég hefði mátt vita að hann stæði á bak við þetta”.
“Veistu hvar Jón heldur sig”
“Já, ég held það bíddu ég kem stax yfir til þín”.
Jón setti tólið aftur á. “Jón skal fá að borga”.

Nokkrum klukkustundum síðar kom Jón í búðina.
“Jæja til að ég geti fundið Jón þarf ég smá aðstoð” sagði Jón við Jón.
“Nú?”
“Þú, Jón og Jón verða að koma með mér mig grunar að Jón gæti veitt mótþróa og ég þarf alla þá hjálp sem er möguleg og þið eruð þeir bestu sem ég gæti huxað mér”.
“Ég skil ég næ þá í strákana” sagði Jón.

Þar sem nú er komið við sögu eru Jónarnir þrír að ganga um bæinn á leiðinni til Jóns.
“Erum við ekki að fara að koma” spurði Jón.
“Jú rétt strax” svaraði Jón.
“Hérna er það”.
Stórt hús stóð fyrir framan þá. Þetta var greinilega húsið hans Jóns því að “hér býr Jón” hafði verið skrifað á skilti fyrir framan það.
Þeir gengu inn. “AH, Jón mig grunaði að þú myndir koma til að bjarga vini þínum honum Jóni”.
“JÓN, SKEPNAN ÞÍN”. Jón hljóp í átt að Jóni en var sleginn með kylfu í bakið. Hann leit upp. Yfir honum blasti stór og sterklegur maður með sítt, svart skegg en aðeins þrjár tennur.
“Hver ert þú”.
“Ég er Jón”.
“Já ég sé að þú hefur hitt hann Jón” sagði Jón. “En hann er ekki sá eini sem vinnur fyrir mig”. Jón brosti svo skein í grænt ginið. “Leif mér að kynna aðstoðarmenn mína.
Jón…” Mjór gaur gekk inn með gadakylfu að vopni.
“Jón…”. Lítill maður, allur út í örum gekk inn.
“Og Jón” Feitur páfagaukur vopnaður kúlu-ís flaug inn um þakið.
Þá upphófst rosalegur bardagi. Búið ykkur undir að verða ringluð…
Jón kýldi Jón í magan.
Jón lagði hnefa sinn að nös Jóns svo að blæddi úr.
Jón gaf Jóni einn á kjamman.
Jón gaf Jóni rosalegt spark í afturendann.
Jón beit Jón í hálsinn sem öskraði hátt.
Jón lamdi Jón í hausinn með kylfu sem rotaði hann.
Jón og Jón héldu Jóni niðri á meðan Jón kítlaði hann.
Jón beit Jón í fótinn og byrjaði að blæða.
Jón skallaði jón í höfuðið og rotuðust báðir.
Jón lamdi Jón aftan frá og að stórt mar hlaust af.
Jón kastaði risavöxnu oststykki í höfuð Jóns sem varð honum að falli.
Og svona hélt þetta áfram dögum saman þar til aðeins einn stóð uppi á lífi … það var Jón.
“Ég hef sigrað” sagði Jón sem stóð yfir líkum allra hinna Jónanna. “Já ég er bestur ég sigraði, þetta var besti dagur lífs míns”
En allt í einu varð veröldin svo óraunveruleg. Allt var móðukennt. Jón lokaði augunum.
“Jón vaknaðu, vaknaðu Jón”.
Jón opnaði augun. Hann var í herberginu sínu. “Þetta var bara draumur”. Hann leit við til að sjá hver hefði vakið hann. “AAAAAAAAAH” Jón öskraði því að þetta var alls enginn draumur … sá sem hafði vakið hann var í raun … JÓN!

Eina ástæðan fyrir því að ég gerði þessa sögu var til að gera þetta eins ruglyngslegt og hægt var með því að nota alltaf nafið Jón.
ATH. Sá Jón sem vaknaði var ekki endilega sá Jón sem sat á skrifstofunni sinni.

Engir alvöru Jónar voru skaðaðir við gerð þessarar myndar.