Forsagan, Sköpun heimsins, Partur 1.
Heyrið á okkur kæru lesendur, því við höfum mikla sögu að segja ykkur!
Sögu um hetjur! Bardaga! Tröll, porka, greppipúka og fleiri ógnvekjandi og síðast en ekki
síst, Gulldemantinn.
Þetta hófst allt með sköpun heimsins.
Skapari heimsins bar nafnið Leifur og var göfugur, góðhjartaður og mjög öflugur Guð.
Honum langaði að skapa stað, fullan af mismunandi lífverum sem byggju í sátt og samlyndi.
Hann byrjaði á að skapa stóra kúlu, kúlan var aðeins búinn til úr guðlegu efni.
Sorpi. Smám saman tók sorpið að breytast og myndaði stað fullan af vötnum, sjó, fjöllum,
sléttum og svo framvegis. En það vantaði eitthvað, Leifur huxaði sig lengi um og komst að því
að hann hafði gleymt að setja íbúa á þennan nýskapaða stað sinn.
Hann byrjaði á að búa til verur sem ættu að hafa umsjón með heimi sínum, þær verur
höfðu mikinn galdramátt og voru fullar af uppsprettu alls. Sorpinu. Hann kallaði þær verur Vitka.
Vitkar voru spes.
Næst skapaði hann litlar verur, þær voru sterklega byggðar, hugrakkar og miklir bardagamenn en ufram allt
miklir námu menn og snillingar með steina og málma. Þetta voru dvergarnir og þá bjó hann til úr
ýmsum málmum, jörð og smá sorpi því það þurfti til að vekja líf í hjörtum þeirra.
Á eftir dvergunum, þessum litlu og gróf vöxnu verum þá vildi hann búa til mjög fíngerðar
og göfugar verur. Í þessar verur setti hann einhyrningsblóð (einhyrningar voru eitt það fyrsta
og voru algengir í Guða ríkinu rétt eins og hestar hjá okkur), ljós og aðeins meira sorp en í dverganna.
Vegna einhyrningsblóðinu voru þeir ódauðlegir af aldurssökum, vegna ljóssins voru þeir göfugir mjög og fagrir.
Og vegna þó nokkuð mikið af sorpi í þeim voru þeir töfrum gæddar verur mjög.
Næst á dagskrá voru verur sem áttu að fylla heiminn af gleði og sprelli.
Þessar verur gerði hann úr guðlegum mat, hlátri, sprelli og auðvitað smá sorpi.
Þessar verur kallast Bobbittar, þær eru lágvaxnar og fullar af gleði og lífsorku og elska
fátt meira en mat og gott tóbak.
Nú áleit Leifur að heimurinn væri í grunnatriðum tilbúinn en fyrst vildi hann skapa eina aðalveru í viðbót.
Sú vera skyldi vera fjölmennust af öllum en þó máttminnst, þeir yrðu minnst sérstakir og Leifur ætlaðist til
að þeir yrðu bara nokkurs konar ífylling, almúgi.
Mennina skapaði hann úr sorpi og einum andardrætti, hann ætlaði að klára þá þannig en óvart
missti hann gimstein sem var one of a kind, enginn annar svona var til í guðaheiminum og allir Guðirnir
girndust hann svo hann var fullur af Guðlegri ágirnd.
Vegna þessa voru mennirnir ósköp venjulegir, meðan háir, heldur sterkbyggðir flestir og ósköp venjulegir.
En vegna ágirndarinnar voru þeir gráðugir og í staðinn fyrir að vera aðeins ífylling vildu
þeir meiri völd, auð og svo framvegis en gengu þó ekki svo langt að fara að ráðast á hina svo heimurinn
gekk bara vel svona, allir hamingjusamir og Leifur bætti við fleiri og fleiri verum, húsdýrum, skógardísum,
jarðálfum, fuglum, fiskum, skordýrum og ýmsum yfirnáttúrulegum dýrum.
Leifur var ánægður með heim sinn og mjög stoltur og sýndi afrekstur sinn hinum Guðunum sem hrósuðu honum
allir fyrir. Leifur var meira að segja svo almennilegur að gefa þeim hlut í heimi sínum.
Erkienglarnir fengu líka að vera með og voru verndarar heimsins ásamt vitkunum og áttu að halda frið og ró
á jörðinni.
En það var einn hængur á, Leifur var einmanna. Hann fylgdist með sköpunarverkum sínum og sá hvað þau lifðu öll vel saman
og þá komst hann að því hvað hann vantaði. Honum vantaði börn!
Leifur ákvað þess vegna að búa sér til fjóra sonu. Þessum sonum vildi hann gera vel og vildi hann gera þá
öfluga, fagra og frábæra. Hann gef þeim öllum einn kraft náttúruöflin.
Hann bjó sér fyrst til einn son, þann son lét hann fá kraft jarðarinnar. Sá sonur hét Rivian.
Næst bjó hann sér til son sem hann gaf kraft eldsins , sá hét vansi.
Þriðji sonurinn hafði svo kraft loftsins og hafði nafnið Piknikk.
Seinasti sonurinn hét Rattlehead og hafði vatnskrafta.
Á alla sína sína setti hann þann galdur að þeir yrðu aldrei gamlir heldur myndu aðeins ná stæðum fullorðinsaldri
(sirka 24 mannaár) til að halda í þeim æskunni.
Leifur dýrkaði og dáði syni sína og fannst þeir vera það besta sem hann vissi og trúði upp á þá engu illu.
En honum skjátlaðist, synir hans voru illa innrættir og ofdekraðir og frömdu ýmsan óskunda í Guðaríki.
Það byrjaði með litlm verkum eins og t.d. að skemma eitt og eitt sköpunarverk eða kveikja í hárinu á einum
og einum Guð en fór út í alvarlegari hluti eins og að pynta og drepa einhyrninga.
Allir Guðirnir kvörtuðu undan þeim við Leif en Leifur trúði þeim ekki og varð aðeins reiður við þá því hann
var viss um það að synir hans væru góðir og frábærir.
En eftir stutta stund komst Leifur að sannleikanum. Hann var á gangi í Guðaskógi þegar hann heyrði
hlátrarsköll og einhyrningsvæl. Hann fór samstundis á staðinn til að gá hvað væri á seyði og þar blasti við honum hræðileg sjón.
Synir hans fjórir stóðu í kringum nokkra einhyrninga og voru að pína þá með ýmsum ráðum, eldi, vatni, lofti, jörð, sverðum,
örvum og öllu mögulegu. Leifur gat varla trúað sínum eigin augum, hann hefði ekki trúað upp á þá að drepa eina flugu hvað
þá að pína einar göfugustu lífverur heims. Hann fylltist reið og var mjög vonsvikinn á sonum sínum og hvað honum
hafði mistekist með að skapa þá svo hann setti á þá öflugan galdur. Galdurinn þrýsti þeim öllum saman og ósýnilegt afl umvafði þá.
Hann fór svo með þá og henti niður í dýpsta helli í skóginum og setti fyrir stóran stein. Þeim skyldi gleyma og enginn mátti minnast á
þá vegna þess að Leifur saknaði engu að síður sona sinna en þorði ekki að gera nýja.
Árin liðu og liðu og Leifur var mjög eingangraður frá hinum Guðunum, Leifur var leiður (hohoho), og gerði ekkert nema að
fylgjast með jörðinni og lífinu þar.
En það kom að þeim punkti, að hann þoldi þetta ekki lengur.
Hann gat ekki lifað lengur í einsemdinni og varð alltaf huxað til sona sinna svo hann ákvað að taka til neyðarráðs.
Hann ætlaði að gera einn, aðeins einn son í viðbót og sá yrði betri en allir hinir til samans.
Í þann son setti hann ÖLL náttúruöflin ásamt einum leynimætti, sjálfum sorpmættinum. Sá sonur var sterkari, sneggri, gáfaðari,
þoldi meira, fallegari og hafði allt um fram hina synina.
Þann son skýrði hann Redrum og átti hann að vera arftaki hans sem yfirguð ef hið versta skyldi gerast.
Leifur lagði mikinn mátt í að skapa hann og stal meira að segja einum hlut frá hverjum einasta guð og lagði í hann,
lokk frá kynlífsgyðjunni Línu, sverði frá stríðgyðjuinni Þórhildi, ör fráveiðiguðnum o.s.frv.
Það tók 6 daga 6 nætur og 6 klukkustundir að skapa Redrum en þegar það hafði tekist var
útkoman mikilfengleg….öflugasta lífvera í heiminum, jafnvel öflugari en Leifur en þó var efi á.
Allir störðu á Redrum með lotningaraugum, þetta var mikilfenglegt. Leifur starði á hann með hamingjuaugum og gekk svo að honum.
“Sonur….” var það eina sem hann sagði, hann leit í augu Redrums, augun full af ást og umhyggju.
En augun sem litu á móti voru ekki eins. Augnaráðið sem mætti augnaráði Leifs var fullt af öðrum hlutum,
illsku, hatri, eyðingarþrá, valdaþrá en umfram allt mætti.
Í stutta stund störðust þeir í augu og svo áttaði Leifur sig “Hvað hef ég gert…” Huxaði hann, og svo byrjaði ringulreiðin.
Þessi kafli og næsti á eftir munu verða aðeins um sköpun heimsins og hvernig aðstæður urðu eins og þær eru er sagan byrjar.
Ákváðum að senda það í tveimur köflum því sumir nenna ekki að lesa of langa texta =D
Vonandi var þetta flott!
You slime