Það var eitt sinn ungur drengur að nafni Einar. Einar bjó í litlu ljótu sveita þorpi langt útí buska. Einari fannst leiðinlegt að búa þar svo hann hélt af stað til að kanna heiminn. Hann gekk lengi lengi eftir veginum þar til hann sá bleikan fíl vera að gráta. Hvað er að, spurði Einar. Það segja allir að ég sé svo feitur, svaraði fílinn. Nei nei þú ert ekkert feitur, sagði Einar þótt að fílinn væri spikfeitur. Af hverju kemurðu ekki með mér, ég er að kanna heiminn. Fílinn ákvað að koma með honum og sagði að nafn sitt væri Oddur. Stuttu síðar komu þeir að eldgamalli fjólublárri vindmyllu. Það stóð stór froskur fyrir utan hana, þeir gengu að honum. Hvað er hérna inni, sagði Einar. Froskurinn reiddist við þessa spurningu og tók upp röndóttar nærbuxur og fleygði í hann og hljóp svo kvakandi í burtu. Þeir gengu inn fyrir og sáu gamlan mann að steppdansa. Af hverju ertu að dansa, spurði Oddur gamla mannin. Spurningin er af hverju er ætti ég ekki að vera að dansa, svaraði sá gamli og flaug hlæjandi í gegnum þakið. Allt í einu kvikaði í vindmyllunni og félagarnir drifu sig út. Þeir ákváðu að byrja aftur að ganga og héldu inn í skóg einn. Þar komu þeir auga á tvö skilti, eitt til hægri og eitt til vinstri og fyrir aftan skiltin voru tveir vegir. Á einu þeirra stóð stórum stöfum “Hamingju vegur til paradísar” og á hinu stóð “Varúð alls ekki fara hér ef þú vilt ekki deyja hvalafullum dauðdaga” Einar sagði þá “ ég held að við ættum að fara eftir seinni veginum, en Oddur var ekki sammála, kanntu ekki að lesa maður. Nei reyndar ekki, sagði Einar, og mér þætti vænt um að þú værir ekki að stríða mér útaf því. Svo að þeir fóru leiðina sem Einar valdi. Þeir gengu smá spöl og ákváðu síðan að tjalda og leggjast til svefns. Um nóttina gat Einar ekki sofið útaf því að Oddur hraut svo hátt, hann ákvað að fá sér smá göngutúr. Allt í einu sá hann gamla mannin sem hafði verið að steppdansa í fjólubláu vindmyllunni, hvað ert þú að gera hér, spurði Einar hissa. Ég er hér kominn til að selja þér kort, svaraði maðurinn. Ég þarf ekkert kort. Rangt þú heldur bara að þú þurfir ekkert kort en í alvöru þarftu kort. Er það?, sagði Einar. Já, og svo er þetta ekker venjulegt kort þetta er fjársjóðskort. Þetta kort vísar á fjársjóð hins mikla Bubba McBubb. Vaaaáá, ég verð að eignast það, sagði Einar. Ég skal gefa þér það með einu skilyrði, sagði gamli maðurinn. Hvað ? þú þarft að taka skrítna frænda minn Gústa með þér að finna fjársjóðinn. O.k ég geri það, sagði Einar. Gamli kallinn rétti honum kortið, ó og það er eitt enn sem ég gleymdi að minnast á, Gústi er tröll. Það heyrðust hátt garg og risastór ljót græn vera með óvenjulega stórt nef og í skrítnum appelsínugulum ullarsokkum steig fram. Þetta er Gústi, sagði gamli maðurinn og fleygði einhverju í jörðina svo það kom pínkulítill reykur muhahahaha byrjaði gamli maðurinn en hætti síðan að hlæja þegar hann sá að reykurinn hafði ekki hulið hann, árans ég ætlaði að hverfa mysteriously, ég vissi að þessi skransali var að plata mig. Svo byrjaði hann að hlæja og hljóp á bak við tré og tók upp banana og fór að syngja fyrir hann. Allt í einu komu menn frá geðveikrarhælinu og tóku hann með sér á spítalann. Sólin kom upp og Oddur var vaknaður og komin til þeirra. Hver er þetta, spurði hann og benti á Gústa. Þetta er Gústi og hann ætlar að ferðast með okkur að leita að fjársjóði Bubba McBubb. O.k, sagði Oddur þá. Þeir héldu áfram og komust meðal annars að því að áhugamál Gústa var að dulbúa sig sem rottu og jóðla. Þeir fylgdu kortinu daglega og komu loks út úr skóginum þar sem gríðarstórt eldfjall gnæfði yfir þá. Hvert segir kortið okkur að fara ? spurði Oddur. Einar svaraði: Það segir okkur að við eigum að klífa upp á topp eldfjallsins og finna þar letidýr lífsins og þá séum við einu skrefi lengra komnir að fjársjóðnum. Þá gerum við það, sagði Gústi með sinni háværu og asnalegu röddu. Og allir þrír byrjuðu þeir að klífa fjallið háa, en samt ekki fyrr en Gústi var búin að þrýfa sokkana sína með því að sleikja þá með grárri tungunni.

Framhald.


Fann þessa sögu í tölvunni hjá mér, var búin að steingleyma að ég hafði skrifað hana.
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?