Hænuborg

MORÐ FRAMIÐ Í HÆNUBORG!!! Öskraði blaðaberaöndin og otaði nýjasta dagblaðinu framan í hænurnar sem gengu framhjá honum. Sonnja, harðskeytt blaðahæna sem svífst einskins við að ná í fréttir, brosti á meðan hún horfði útum rifu á kofanum sínum. Nýjasta frétt hennar var ótrúleg, morð í hænuborg. Fyrir stuttu hafði túristahæna komið í hænuborg og var myrt á fallegan hátt. Halla hæna hafði annast rannsóknina, hún hafði eytt mörgum dögum í að rannsaka morðið en varð engu nær. Þetta var of flókið. Hún hafði þí komist að því að Bimbó, útigangshæna tengdist morðinu á einhvern hátt. En það var ekki sannað!!

En skömmu eftir morðið handtók Halla Bimbó. Halla sagði að þetta kvöld hafði Bimbó lent í hörðum deilum við ljósastaur og sláttuvél sem hafði endað þannig að hann varð svo vondur að hann reyndi að lyfta sláttuvélinn upp og henda henni í ljósastaurinn en það tókst ekki og leið yfir hann af rembingi. Á meðan hann var í dái streymdu reiði hugsanir í gegnum huga hans og að lokum vaknaði hann upp og byrjaði að ganka berserks gang, kveikti meðal annars í stélinu á sér og verpti heitum og fúlum eggjum. En það var ekki nóg heldur sá hann túristahænu og lét henni bregða svo mikið að hún datt niður dauð. Hans verk var lokið og hann fór heim að sofa og hafði nákvæminlega enga fjarvistarsönnum.
Þrátt fyrir að Bimbó hafi neitað harkalega var Halla á einu máli, hann er morðingi og fær hann þá refsingu að éta 5 fúlegg og þarf hann að verpa 50 eggjum og éta þau öll á einum degi.
Greyjið Bimbó hugsaði Sonnja meðan hún hugsaði um nýliðna atburði. Hún skreið undir sæng og fór að sofa. Þá nótt var mikið ys og þyt því að mikill jarðskjálfti skall á borgina. Hænur þysti út á götu og kjúklingar hittust á einum stað og felldu fjaðrir af hræðslu. En svo heppilega vildi til að allar fjaðrirnar fuku burt og enduðu saman útí horni og gerðu mjúka lendingu fyrir Einar apa sem féll af himnunum þetta kvöld. Enginn vissi hvaðan hann kom en hænur grunuðu að hann hefði einhverja vitneskju um morðið, en hann sagði ekkert nema “ÚGGH ÚGGH”
Hænur kunna auðvitað ekkert apamál og þess vegna var danni hani fenginn til þess að tala við Einar
,, GAGAGAGALAGÚ!!!” galaði Danni
,, ÚgGhGh ÚggA“ apaði Einar
Þar með gafst Danni upp og fór að sofa. Einar api hélt hinsvegar áfram að labba um og fann tómat á götunni og byrjaði að éta hann. Einar tók einn STÓRANN bita og kyngdi ánþess að tyggja. Hann fann hvernig bitinn var fastur í hálsinum og vildi ekki losna