Stundum þarf maður að vera einn, eins og þegar maður er þreyttur eða sorgmæddur. En stundum verður maður að hafa einhvern hjá sér, eins og svo oft, þegar manni finnst eins og maður sé aleinn, yfirgefinn, en stundum virkar ekki að vera hjá einhverjum, því stundum er eins og maður sé fastur í svörtu myrkri.
Það rignir viðstöðulaust, það er búið að gera það í marga daga. Það er alveg í samræmi við líðan mína. Mér finnst allt vera svo grátt. Grátt og gagnslaust.
Samt er ég á leið til Agnesar, ég er ekkert búin að hitta hana síðan að….. síðan að…. ég get ekki hugsað um það, þá er eins og það verði mun áþreifanlegra. Eins og ég sé að viðurkenna það fyrir sjálfri mér.
Fyrstu vikurnar fannst mér eins og að þetta hlyti að ver draumur, martröð. Ég hugsaði með mér að um leið og ég sofnaði myndi ég vakna. En þetta var jafn áþreifanlegt og jörðin undir fótum mér.
Mamma lokar sig inni í herbergi allan daginn, og pabbi situr inná vinnustofu og málar og teiknar, samt ekki eins og hann var vanur.
Þá teiknaði hann myndir af fjölskyldunni, sumar myndir voru af því þegar Matthías var lítill.
Svo voru nokkrar myndir af mér að mata hann, pabbi var góður teiknari, en núna eftir, eftir atvikið teiknar hann bara sorglegar myndir, dauða og sorg. Matthías hefði átt að verða fjögra ára í dag, það var ár síðan þetta gerðist. Heilt ár stútfullt af sorg, og ég finn að það mun líða langur tími þar til að við gætum byrjað upp á nýtt, einu færra.
Ég dinglaði bjöllunni, agnes kom til dyra en það kom skuggi yfir andlit hennar þegar hún sá mig.
“Komdu inn.” Það var það eina sem hún sagði. Ég gekk inn.
Ég og Agnes vorum búnar að vera vinkonur mjög lengi, alveg frá því á leikskóla.
Þegar ég kom inn fann ég strax að mér leið betur, núna þegar ég kom inná stað þar sem ég kunni við mig, út úr kuldanum og regninu.
Við fórum upp í herbergið hennar. Ég gekk að rúminu og settist og hún hlammaði sér við hliðina á mér.
“Jæja”sagði hún, ég fann á mér að hún myndi spyrja allskonar óþægilegra spurninga.”Hvernig hefur þér liðið upp á síðkastið?”
Eins og hún vissi það ekki, ég var búin að vera þunglynd alveg síðan bílslysið var.
Þetta var mér að kenna, þurfti aðuvitað að missa boltann, og boltinn rúllaði að sjálfsögðu út á götu.
Hann hljóp af stað þrátt fyrir að ég hafi reynt að stöðva hann, “Þetta er boltinn minn!” Hafði hann hrópað, og svo kom bíllinn, hann fór ekki sérlega hratt, þetta var stór vöru bíll.
Matthías varð svo hræddur að hann datt…. ég vil ekki hugsa meira um þetta.
Mér tókst að stynja einhverju upp úr mér um að mér liði vel.
“Lygari.” Hún þekkti mig of vel, hún sá undir eins ef ég var að ljúga. Við vorm búnar að vera vinkonur í ein tíu ár, frá fjögurra ára aldri.
Mig langaði að grenja, og hún sá það. Hún tók utan um mig þéttings fast eins og til að sannfæra mig um að henni þætti þetta jafn ömurlega sorglegt og mér.
En ég vissi að þó svo að henni þætti þetta sorglegt þá var þetta nú einu sinni litli bróðir minn.
Ég vildi allt í einu ekki vera þarna lengur. Ég vildi hlaupa í burtu. Burt frá öllum.
“Ég þarf að fara.” Röddin mín var fremur styrð.
“Alltílagi.” röddin hennar var líka fremur styrð, því hún vissi að hún hafði sagt eithvað.
nú á ég fullt af úrvals kartöflum dirilídæ