Hvað segiði sorparar góðir? Eigiði ekki skilið að fá svona eins og eina áramótakveðju?

Jú ég hélt það!

Svo hér byrja ég.

*ræskir sig, ræskir sig svo meir, ræskir sig svo enn meir, dregur kött útúr munninum og kastar honum útum gluggann*

*áhorfendur hrópa: ANIMAL CRUELTY!*

*ég hlæ vandræðalega* Ehehe… afsakið þetta… hairball.

*ræskir sig aftur*

Árið hefur verið gott. Margt hefur skeð og svo framvegis, kettlingar fengu atkvæðisrétt og konur fengu leyfi til að fæða börn. Það og margt annað er dæmi um framfarir á árinu, en helst má þó nefna framsókn sorps á árinu.

Við byrjun seinasta árs var ekki mikið að gerast hérna, stöku korkur kom inn og þeim var ekki svarað oft, ef þeim var yfirhöfuð svarað. Sorpið flakkaði á milli 60-80.sæti á listanum yfir vinsælustu áhugamál á huga.is. Ekkert gaf til kynna að miklar framfarir væru í vændum.

Í lok apríl fór þó lítið samfélag að myndast hérna, fyrst fór þetta af stað með því að fólk vildi fá stjórnanda á áhugamálið og ákvað að halda kosningar, sem Haukzi, Sirja, ASS, leifur2, megadethfan og fleiri buðu sig svo fram í. BaraBenni bauð sig ekki sjálfur fram en var þó furðulega oft nefndur sem næsti stjórnandi af hinum ýmsu notendum sem að honum dáðust.

Fljótlega lognaðist þetta útaf og fólk sætti sig við að dandalast saman á stjórnandalausu áhugamáli. Alltaf bættust þó nýir sorparar í hópinn, og fljótlega þá kom einmitt nýr admin. Haddii.

Þá var hægt að fara að senda inn efni hérna og margir nýttu sér það, meðal annars miltisbrandur sem sendi margar Darth Bob-sögur inn við miklar vinsældir. Þær voru stór hluti af sorpinu þetta árið.

Í júlí var hin svokallaða “gullöld”, sorparar voru fáir en þeir lifðu í sátt og samlyndi, margir sem voru þá hafa horfið á braut. 2829, ASS, Sedna, lobsterman og fleiri hafa sagt skilið við okkur. Einnig hafa notendur eins og Gellan123 (vettlingurinn) dottið frekar úr sorpmennsku sinni. Þó að hún t.d. stundi sorpið enn jafnmikið og í sumar þá er áhugamálið bara orðið svo mikið aktífara núna að hún er ekki jafnáberandi og áður var. Ég er viss um að þetta á við fleiri sorpara.

Síðan kom að því að Haddi fékk nóg, hann sagði upp sem admin og þá ákváðu notendur að halda kosningar. Ég sjálfur ákvað að taka ekki þátt í þessum lýðræðislegu kosningum, ég fór beint í að tala við konunginn sjálfan. Ég var ekki sá eini sem gerði slíkt, bjossiboy (Devotion) var jafnsniðugur og ég. Við fengum embættið og sönnuðum um leið hversu miklið lýðræði ríkti varðandi þessar adminveitingar.

Við bærrum við mikið af efni, upp kom hugmynd um að hafa fréttastofu til að fólk myndi aldrei missa af neinu á sorpinu, við settum upp fréttakubb. Fólk vildi fá sögukubb, hann kom en hefur verið í lamasessi. Stefnt er að því að bæta hann á komandi ári. Einhver bað um tilvitnanir eftir sorpara, þær komu. Einhver bað um nýjan banner, þeir sem inn bárust voru of folk.is-legir til að JReykdal vildi samþykkja þá. Ég hvet einhvern þarna úti til að gera sniðugan banner, án stafa eða neitt á honum, sem sýnir um hvað sorpið er, og senda mér. Margt fleira kom síðan inn, m.a. listi yfir sorpara og fleira.

Um og eftir 1.október fór Devotion hinsvegar að fá leið á sorpinu, og gerði hann lítið nema að samþykkja efni eftir það. Ég reyndi að halda þessu uppi sjálfur annars, en það var mikil vinna og ég var farinn að þreytast. Ég gat ekki ráðið við þetta sjálfur, bera fór á óánægju og ég ákvað að taka mér helgarfrí. Ég held að einir 5 þræðir hafi borist inn til að kvarta yfir slappleika þá helgina. Þetta virtist allt vera að losna í sundur.

En eftir helgarfríið kom ég sterkur aftur, fór og sótti að JReykdal og fékk hann til að samþykkja að bæta tveimur adminum við, þeim úrvalssorpurum HerraFullkomnum og meaniac. Ég ætla einnig að gefa hér upp ástæðurnar fyrir því að ég bað um þá tvo.

Hann meaniac er verulega hugmyndaríkur og getur sett þær hugmyndir í framkvæmd. Hann hefur komið með margar hugmyndir bæði fyrir og eftir að hann varð admin, hann kom með ferskleikann aftur.

HerraFullkominn er ektasorpari, hefur verið hér lengi og skilur hvernig sorpið virkar. Hann kann þá list að halda ró sinni og er vel pennafær.

Ég hafði síðan þriðja kost sem stjórnanda, en ég þorði ekki að biðja JReykdal um of mikið. Þriðji kostur minn var vansi en hann rétt varð útundan. Því miður.

Eftir þetta þá hefur sorpið komið inn sterkara en áður, sem er verulega gott. Ég hef ekki haft mikinn tíma fyrir adminstörf í desember og við stæðum verr ef ekki væri fyrir þá tvo.

Vert er að minnast á eitt sem komið hefur fram á þessu ári. Það eru hinar heilögu samkomur.

Fyrst bað meaniac einhverja um að koma heim til sín í heimsókn, en fólk var smeykt þá. Fljótlega kom hann með hugmynd um samkomu, og var vel tekið í hana og mættu heilir 15 á fyrstu samkomuna sem haldin var á American Style í Hlíðunum.

Síðan þá hafa margar samkomur liðið og alltaf hefur verið jafngaman á þeim, og við munum halda þessum sið áfram eftir áramót. Næsta samkoma verður eftir 2-3 helgar.

Margir hafa orðið vinir í gegnum sorpið. Komst ég að því t.d. að meðstjórnandi minn, HerraFullkominn, var frændi minn og margt annað skemmtilegt hefur komið í ljós. Það eru afar fáir sorparar sem hafa ekki einhvern annan sorpara á MSN og tala oft við einhverja sorpara á MSN.

Einnig er vert að minnast á að nokkur sambönd hafa orðið til í gegnum sorpið. Þrír strákar hafa lent í sambandi, annaðhvort með því að kynnast fólki í gegnum sorpið eða byrjaði bara fyrir tilviljun með einhverjum sem svo vildi til að var sorpari.

Hver man ekki eftir Rivian og betuyr? Og Rivian og gelgjanz? Og meaniac og LucyTree? Og Mizzeeh og frikadellu? Þó ég vilji koma því að að seinasta sambandið sem nefnt var er dulítið frábrugðið hinum að því leytinu til að fólkið kynntist ekki í gegnum sorpið. En nonetheless, þetta var víst stórfrétt á sínum tíma.

Við þetta tækifæri vil ég minna á orð HerraFullkomins síðan 21.september 2005: “Þetta áhugamál hefur leitt saman manneskjur og gert að vinum og jafnvel einhverntíman pörum!”

Er hann með spámannsblóð í æðum sér? Hver veit, hver veit…

Að lokum vil ég nefna að ég er stoltur af því hvernig áhugamálið er, hérna erum við laus við skítkast og, mestmegnis, stigahórun sem annars eru tvö helstu einkenni huga.is. Einnig vill svo skemmtilega til að flestir sorparar kunna stafsetningu og eru flestir vel skiljanlegir, en það er einnig þekkt vandamál á huga.is að fólk kunni þessa hluti ekki.

Sorpið er fínt. Verulega fínt. Á komandi ári munum við admins reyna að koma með ferskt efni á áhugamálið, sumir hlutir á sorpinu munu detta út á meðan aðrir munu koma inn. Það er bara eins og gengur og gerist, hlutir þróast.

Með áramótakveðju, fyrir hönd stjórnar /sorp

Mizzeeh

Hann vill einnig koma að kveðju frá meðstjórnendum sínum, sem skrifuðu hana persónulega (reyndar ekki, reyndar skrifaði Mizzeeh hana, en þetta voru næstum því þeir)



Kæru sorparar!

Árið mun brátt líða í aldanna skaut og er því við hæfi að bera ykkur kveðju okkar og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

Við komum ferskir hingað inn fyrir mánuði og höfum síðan þá lagt okkur alla fram sem admins hér á /sorp, til að gera áhugamálið að frábærum stað fyrir ykkur að eyða tíma ykkar á.

Með von um farsælt áframhaldandi samstarf,

HerraFullkominn
meaniac