Já þessi fyrirsögn dregur vonandi að sér athygli =) er samt ekki að fara að skrifa um eitthvað annað en gegnsæ blúndunærföt. Hérna ætla ég að skrifa skondna frásögn af einni afmælisgjöfinni sem ég fékk í 15 ára afmælisgjöf frá mínum bestu vinkonum.
Þannig var mál með vexti að ég ákvað að halda upp á afmælið mitt 4 mánuðum eftir en að það var. Og rétt eftir að mamma var farin út (fengum náttúrulega að vera í friði) þá ákvað ég að opna pakkana, vúhú, og ég í einum pakkanum voru loðin handjárn, pakki af smokkum og gegnsæ blúndunærföt. Og ég svona, þið hljótið að vera að grínast! (fannst þetta samt snilldar afmælisgjöf) því mamma fór út svona 5 mín. áður og vá maður að reyna að útskýra fyrir mömmu afhverju það er verið að gefa mér handjárn, smokka og undirföt gæti orðið svolítið erfitt. En já ég fór því og faldi gjöfina.
En allavega daginn eftir þá svona fattaði ég hefði þurft að fara í brjóstastækkunaraðgerð til að passa í þetta og þar sem ég er alveg sátt við mín eigin brjóst ákvað hugsaði ég jæja ég skila þeim bara og kaupi eitthvað annað í staðin (ætla auðvitað að eiga hinn partinn af gjöfinni ;)..)
En þegar kom að því að ég ætlaði að fara að skila þessu þorði ég ekki ein svo ég bað vinkonur mínar að fara með mér. Og þar sem þetta var hugmynd annarar þeirra lét ég hana geyma pokann. En já síðan vorum við komnar útúr strætó, yfir brúna hjá kringlunni þegar hún hrópaði: ,,ÉG GLEYMDI ÞESSU Í STRÆTÓ!!!" þarna hefði ég getað drepið hana. En já þá hringdi hún í 118 og fékk samband við óskilamuni niður á Hlemmi. Einhver maður talaði við hana í hálftíma og eyddi inneigninni hennar og síðan þegar hún var hætt í símanum sagði hún okkur að við ættum að ná í þetta, þetta hefði fundist.
Jæja við fórum samt að versla í kringlunni ætluðum að ná í þetta á leiðinni heim.
Síðan tókum við S3 niður á Hlemm og þar fórum við inn og spurðum um konuna í óskilamunum. En já þá var hún löngu farin (fór kl.4 og við hringdum um klukkan 6) en nei enginn var að segja okkur það í símann. Og þá spurði ég vaktstjórann þarna eða hvað hann er kallaður og hann sagðist ekki vita neitt um þetta mál og hann var víst ekki með lykla, sagði okkur að koma aftur á milli 1 og 4 á virkum degi svo hélt hann áfram að tala við einhverja gamla karla. Og við fórum heim með þristinum (sem btw fór vitlausa leið, fór eitthvað upp í árbæ svo við vorum ennþá lengur á leiðinni heim)
Jæja síðan núna nýlega þá ætlaði ég að ná í þetta og kaupa jólagjafir fyrir peninginn en þegar ég kom vissi konan í óskilamunum ekkert um þetta (enda þorði ég aldrei að lýsa þessu almennilega) og sagði mér að tala við vaktstjórann og ég talaði við hann (ekki sami karl og síðast) og hann sagði að það væri sennilega bara liðinn alltof langur tími síðan þetta hefði týnst og því væri þetta núna niðri á löggustöð og ég bara jájá! og þetta var í annað sinn sem ég fór í fýluferð niður á hlemm.
En það var samt satt að það var liðinn svolítið langur tími frá því að þetta týndist en enginn sagði mér að það væri einhver dagafrestur til að ná í þetta, ekki gat ég vitað það!
Þannig að núna eru rándýru gegnsæju blúndunærfötin mín niðri hjá lögreglunni. Ekki nema, eins og ég og vinkonur mínar haldi fram, að konan í óskilamunadeildinni hafi kíkt í pokann og bara hreinlega stolið þessu til að peppa uppá jólahlaðborð starfsmanna Strætó BS.
En já þetta var mín æðislega reynslusaga njótið og ég vil óska ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári ;)