Partar úr skólagöngu minni
Jens Ólafsson hlaupastrákur undan Jökli sem sat í fangelsi í Reykjavík vegna þess að hann stal harðfiski hafði heppnina með sér. Þegar konungur Íslendinga og Dana á þeim tíma, Jörundur hundadagakonungur kom í heimsókn. Hann gerði það að sínu fyrsta verki að sleppa öllum föngum lausum og þar með Jens Ólafssyni. Hann sleppti einnig út stúlku sem hét Málmfríður og strax á fyrsta degi frelsisins hittust þau Málmfríður og Jens. Jens gekk svo í lífvörð konungs og þegar konungur frétti af sambandi Jens og Málmfríðar, neyddi hann dómkirkjuprestinn til þess að gefa þau saman. Konungur hélt oft dansleiki og þá fékk Jens stundum að standa vörð við útidyr salarins, konungur kunni vel að meta Jens. Á þessum dansleikum voru hljóðfæri eins og fiðla, flauta og trommur. Svo þegar konungur fór úr landi gaf hann Jens fiðlu sem Ólafur fíólin var seinna kenndur við. Jens eignaðist svo börnin Ólaf og Þórunni með Málmfríði. Að lokum má geta þess að Jens Ólafson var ekki þekktur fyrir kurteisi.
——————————————————
Kæru brúðhjón og aðrir gestir.
Mér fannst þú alltaf dálítið óheppinn í lífinu Einar. Þú varst yngstur af okkur systkynunum en ég var elstur af okkur systkynunum og ég fékk bæinn þegar pabbi dó. Ég hefði nú viljað hafa þig lengur hjá mér á bænum og ala þig smá upp fyrst þú fékkst ekki að hafa mömmu og pabba hjá þér lengi. Það var bara enginn leið að fá þig til að sitja kyrr, þú vildir fara og kynnast heiminum. Þú nenntir ekki að sitja yfir kindunum eða mjólka beljurnar, þú vildir lenda í ævintýrum. Það var svo vorið eftir sautjánda veturinn þinn að þú vildir fara burt. Þú hafðir séð myndir úr Reykjavík í Fjölni og varst alveg heillaður af höfuðborginni. Þú last þó aldrei Fjölni, þú gast ekki lesið. Ég sá alltaf eftir því að hafa ekki kennt þér að stafa. Á þessum tíma fannst mér þú vera heppinn, þú varst að lifa lífinu. Svo eftir sumarið kom bréf sem þú hafðir látið einhvern skrifa fyrir þig, en það sem mér fannst skrýtnast var að það var skrifað frá bæ sem hét Stóra-Tunga sem ég vissi að var ekki nálægt Reykjavík. Þú sagðir mér í bréfinu að þú hefðir aldrei farið til Reykjavíkur því þér hefði verið boðin svo fín vinna að Stóru – Tungu. Nú hélt ég að þú værir að taka einhvern vitlausan stíg í lífinu og ég sá hvað það var gott að geta bara verið heima og rekið traust bú. Svo liðu mánuðir og eftir 18 veturinn þinn fékk ég annað bréf frá þér og það var líka frá Stóru-Tungu og þú sagðir mér þær gleðifréttir að þú hefðir kynnst konu. Nú í dag tuttugu árum síðar ertu að giftast þessari konu og ég held að það fari ekki á milli mála hver okkar hefur verið heppnari í lífinu. Það myndu allir menn vilja eiga konu eins og hana Ketilbjörgu.
Til hamingju með daginn. Þrefalt húrra fyrir brúðhjónunum.
Hipp hipp húrra! Hipp hipp húrra! Hipp hipp húrra!
—————————————————-
14.Apríl.1878
Nú eru tveir dagar síðan ég braut stysta boðorðið sem Móses fékk á steinplötum löngu fyrir tíð Kristar. Ég braut í leiðinni eitthvað inn í mér, ég er ekki sami maður og ég var áður. Ég er morðingi. Það er orð sem enginn maður hristir léttilega af sér. Þó ég nái að flýja burt, burt frá öllum sem gætu vitað það sanna um mig. Burt frá öllum íslendingum, þá get ég aldrei flúið frá sjálfum mér, ég þarf alltaf að ganga um með þessa byrði. Ég þarf að læra að sætta mig við hana. Mér finnst eins og ég þurfi að bæta upp fyrir það sem ég gerði. Kannski ef ég reyni að hjálpa öllum sem þurfa á hjálp að halda, hleypir Pétur mér inn um gullna hliðið þegar að því kemur. Ég er komin um borð í Láru sem mun flytja mig til Granton en ég er langt frá því að vera sloppinn, meðan ég er með íslendingum í för getur einhver vitað hvað ég gerði. Ég er ávallt á verði, ég sef ekki fast á nóttunni og vakna við minnsta hljóð þegar skipið vaggar til og frá. Ef guð telur mig hafa framið dauðasyndina er hann í góðri aðstöðu til að drepa mig núna, bara ein stór alda og ég er úr sögunni og ég get brunnið í vítiseldum að eilífu. Hins vegar þyrfti hann þá að drepa marga saklausa borgara í leiðinni og eflaust er ég ekki það margra lífa virði. Þá lætur hann bara eldingu ljósta niður í mig þegar ég kem í land. Kannski er Guði bara alveg sama um þennan velklædda og ríka embættismann heima á Íslandi sem er á góðri leið með að verða að mold. Ég er eiginlega bara að flýta fyrir því sem guð talaði um: ,,Af jörðu ertu komin af jörðu skaltu aftur verða“. Þegar ég kem til Ameríku ætla ég að byrja nýtt líf. Ég ætla að fá mér vinnu, vonandi hitti ég einhverja konu og svo eignumst við litla Gunnu og lítinn Jón.
…þangað til næst…Loftur
—————————————————-
Ég ætla að byrja þessa ræðu á mistökum sem áttu sér stað fyrir mörgum, mörgum árum, löngu áður en fyrsta lífveran skreið upp á land. Við ætlum að fylgjast með frumu. Hún er einhversstaðar á floti í sjónum og hún skiptir sér og erfðaefnið í henni klofnar svo það verða til tvær alveg eins frumur með sama erfðaefni eða semsagt DNA. Þegar fruma skiptir sér og það þarf að búa til tvö eintök af einu DNA festa milljónir af ríbósómum sig við DNA keðju og tengja saman mismunandi niturbasa allt eftir nákvæmri formúlu til að getað smíðað nýja lifveru. Þetta gerist á broti úr sekúndu. Frumurnar skipta sér núna aftur og aftur og aftur þangað þær eru orðnar margar milljónir svo þetta DNA myndunarferli hefur átt sér stað mörg þúsund sinnum. Í einni af þessum frumuskiptingum gerði eitt ríbósómið mistök, það festi vitlausa niturbasa saman. Af hverju? Umhverfi frumunar hefur líklega breyst á einhvern hátt, hún hefur rekist á eitthvað eiturefni í sjónum, eða sjórinn hefur orðið fyrir röskun af völdum einhvers. Það eru margar ástæður sem gætu legið fyrir mistökunum. Það er ekki aðalmálið, heldur hvað mistökin leiddu af sér. Í flestum tilvikum leiða DNA mistök af sér það að lífveran deyr en í þetta skipti gerðist eitthvað annað. Það byrjaði að myndast hali eða svipa á frumuna. Fruman hafði stökkbreyst, hún hafði þróast. Nú gat fruman notað þennan hala til að hreyfa sig á milli staða til að ná í fæðu og vegna þess að hún gat hreyft sig á milli staða var hún hæfari en hinar frumurnar. Hinir hæfustu lifa af og brátt dóu halalausu frumurnar út en frumurnar með halan fjölguðu sér og urðu að nýrri tegund. Þarna er dæmi um hvernig mistök orsaka þróun lífveru. Nú urðu stökkbreytingar í nýju frumunum vegna erfðamistaka og til varð ný tegund sem stökkbreyttist einnig í tímans rás. Smátt og smátt urðu til fleiri tegundir lífvera í sjónum og þær stökkbreyttust og lífverurnar urðu fjölbreytilegar. Einn daginn fékk ein lífveran ugga svo seinna breyttust þessir uggar í fætur og lífveran skreið á land. Svo komu fingur og tær á lífveruna og brátt varð hún að apa og hóf að standa upprétt og loks varð maðurinn til eftir áralanga þróun. Þetta er auðvitað mjög gróf lýsing á þróunarsögu lífvera á jörðinni en aðalmálið er að þróun á sér ekki stað án mistaka. Það er vegna mistaka sem lífverur þróast. Mistök eru þess vegna forsenda þróunar lífs á jörðinni. Ef mistök væru ekki til og hefðu aldrei átt sér stað og myndu aldrei eiga sér stað, væri einungis að finna líf af einföldustu gerð á jörðinni og þannig myndi ástandið haldast þar til þetta einfalda líf myndi deyja út. Það er afskaplega erfitt að vera á móti mistökum þegar maður gerir sér grein fyrir að maður væri ekki staddur hér í dag að halda þessa ræðu ef það væri ekki fyrir mistök. Þess vegna er ég með en ekki á móti mistökum. Ég er mistök. Við erum mistök. Mamma þín er mistök.
————————————————–
Fundarstjóri, tímavörður, dómarar, aðrir gestir.
Kristófer Kólumbus, Stradivari, Galileo Galilei, Vivaldi, Isaac Newton, Hillary Clinton, Shakespeare, Eldklerkurinn Jón Steingrímsson, Margaret Thatcher, Ingólfur Arnarson, Demostheles, Mærin frá Orleans, Alexander hinn mikli, Einar Olgeirsson, Atli húnakonungur, Van Gogh, Steinn Steinarr, Picasso, Mozart, Anna Frank, Rembrant, Karl Marx, Hallgerður Langbrók, Mahattma Gandhi, Voltaire, Nelson Mandela, Albert Einstein, Aristóteles, og Jesú Kristur. Allar þessar manneskjur eiga það sameiginlegt að hafa fært heimininum eitthvað gott og gert hann betri. Ef sumar þessara manneskja hefðu ekki orðið til væri heimurinn ekki samur. En allar eiga þær föður sem bjó þær til þegar hann var komin yfir 67 ára aldur og þar af leiðandi eldri borgari. Ahaaa…. Svo í sama mund og andstæðingar okkar eru á móti kynlífi eldri borgara eru þeir á móti því að auka líkur á því að fleiri stórmenni sem geti breytt heiminum til hins betra fæðist. Af hverju viljið þið það? Svarið því!
Eldri borgari hefur miklu meiri reynslu af heiminum og meiri visku en ungt foreldri og getur þess vegna miðlað meiri visku og fróðleik til barnsins síns. Nú segja andstæðingar okkar að eldri borgarar deyji fyrr og börnin verða föðurlaus. En að missa föður sinn er ekki alslæmur hlutur.
Vitur maður hefur sagt að næst því að missa móðir sína sé fátt hollara úngum börnum en að missa föður sinn. Foreldrar eru nú einu sinni þarfari börnum en börn foreldrum sínum.
Ég vil að börn framtíðarinnar verði búin til úr reynslumiklum sæðisfrumum eldri borgara svo mannkynið eigi meiri líkur á að fæða af sér fleiri snillinga.
——————————————————
Fundarstjóri
Ég hef haft kynmök við eldri borgara. Það var 72 ára kona. Þetta er besta kynlíf sem ég hef stundað. Hún kunni fullt af brögðum sem létu mig skjálfa af unaði. Til hugsunin lætur mig sjálfkrafa vilja fækka fötum. (afklæðast). Þarna var ég 16 ára pilturinn með 72 ára gamalli konu að stunda kynlíf en þrátt fyrir aldursmuninn var þetta unaðslegt fyrir okkur bæði. Hvernig haldið þið þá að þetta sé þegar það er tveir eldri borgarar að stunda kynlíf saman? Það hlýtur að vera guðdómlegt. Ég hlakka til þegar ég verða 67 ára og get farið að stunda himneskt kynlíf með jafnöldrum mínum. En andstæðingar okkar vilja bara hætta 67 ára og loka á öll samskipti kynjanna. Þegar andstæðingar okkar eru 67 ára ætla þeir að segja bless við kynveruna í sér og hætta að hjala, strjúka, kyssa, sleikja, totta, sjúga, putta, rúnka, og makast með ástvinum sínum.
Röksúlur 4.bekkinga hafa verið mölbrotnar af nýnemum og þær munu ekki rísa aftur. Rökhýsi ykkar er fallið.
Eldri borgarar stunda kynlíf. Eldri borgarar munu ávallt stunda kynlíf. Feitir, ljótir, heimskir, illir, bjánalegir, illalyktandi, óhamingjusamir, neikvæðir, sjálfumglaðir, andfúlir, svikulir,og ánægjudrepandi andstæðingar okkar munu tapa. Við pöntuðum að vinna.
—————————————————-
Blómlegur garður
í beði
rósir
- ilmurinn fyllir vitin
Heiðblár himinn
í tréi
fugl
- sólbarin gangstétt
Eftir gangstéttinni
kona
barn
- með ellefu fingur
—————————————————–
kv.peacock