Önnur sagan mín í þessari keppni. Reyndar líka sú síðasta…
Fékk hugmyndina þegar ég var að tala við Huga á msn.
———————————————-
Ég horfðist í augu við hann. Ég sá hann liggja þarna algjörlega hjálparlausan fyrir framan mig. Ég tók upp hníf sem að lá við hliðina á mér og gekk hægt og yfirvegað í átt að honum. Ég lyfti hnífnum upp og var köld til augnanna. Þetta var eitthvað sem að ég hafði ekki viljað gera nema í ítrustu neyð. En einhver varð að gera þetta og það var enginn annar til í verkið.
Ég stakk fingrinum inn í augað hans og horfði á hann þjást. Ég tók svo harkalega undir hökuna á honum og velti honum þannig að hann lægi á bakinu. Hann barðist um og reyndi að sleppa en gat sér enga björg veitt. Ég lyfti upp hnífnum og skar á hálsinn hans og horfði á hann í engast um dauðakippunum. Ég naut þess. Ég skar niður kviðinn. Annar lófinn minn var orðinn alblóðugur.
Ég sá innyflin hans og reif þau úr honum, eitt á eftir öðru áður en ég kastaði þeim í ruslið. Það var ánægjuleg að sjá þau þar. Þau máttu þotna þarna. Þau voru engum til gagns lengur svo að þau áttu heima þarna.
Ég fór og þvoði mér um hendurnar áður en ég tróð honum ofan í poka- eða því sem eftir var af honum. Ég þvoði mér aftur. Mér leið eins og hendurnar væri ennþá skítugar.
Ég gekk frá öllu eins og það var áður en að ég kom á staðinn og gekk úr skugga um það að allt væri snyrtilegt áður en ég fór út. Það var byrjað að rökkva.
Ég gekk yfirvegað í átt að bílnum mínum með pokann í höndunum. Ég var með hroll. Það var venjulegt íslenskt kvöld, úði og köld gola. Samt nóg til að flestir héldu sig inni. Mér var illa við að umgangast margt fólk. Leið betur ef að ég starfaði ein.
Sumum finnst vinnan mín vera ógeðfelld. Mér finnst það. Ég væri ekki að þessu nema vegna þess að mig bráðvantar pening.
Ég opnaði skottið á bílnum og lét hann þar. Það var að vísu svolítið mikið drasl þar svo það var erfitt að troða honum þangað. Eftir að hafa lokað skottinu og komið mér fyrir í framsætinu þá ók ég af stað.
Það var orðið aldimmt þegar að ég lagði fyrir utan blokkina þar sem ég bý. Ég náði í hann í skottið og fór með hann inn. Sem betur fer er íbúðin mín á fyrstu hæð svo að ég þurfti ekki að fara upp marga stiga.
Ég tók lykil upp úr vasa mínum og stakk honum í skrána og sneri. Dyrnar opnuðust og ég gekk inní íbúðina mína. Þá fyrst uppgötvaði ég að ég hafði engann stað þar sem ég gat geymt hann. Hvað átti ég að gera við hann.
Ég ákvað að bíða eftir að kærastinn minn kæmi heim og athuga hvað hann vildi gera svo að ég kveikti á sjónvarpinu. Það voru fréttir; allt þetta dæmigerða. Fiskimenn að nöldra, stjórnmálamenn að bulla. Auglýst eftir manni sem að hafði ekki sést síðan á miðvikidagskvöld. Eitthvað fótboltalið vann annað.
Þegar að kærastinn minn kom spurði ég hvað hann vildi gera við helvítið. Kærastinn minn hugsaði sig um í smástund en náði svo í hníf og afhausaði hann. Sagði svo að við gætum haft hann í kvöldmat.
Ég samþykkti það og fór og náði í stóra pottinn sem að við notuðum venjulega til að sjóða kjöt.
Ég lagði á borðið. Það var ekki á hverjum degi sem að maður fékk svona máltíðir. Held samt að kærastinn minn hafi aldrei smakkað svona áður.
Þegar maturinn var tilbúinn settumst við að snæðingi. Ég mundi eftir blóðinu sem að hafði lekið yfir hendurnar mínar og niður á skónna. Það minnti mig á að það væri kannski best að þvo þá. Ég gæti ekki notað þá svona.
Ég fékk smá bakþanka þegar ég hugsaði til innyflana í ruslafötunniö ekki mikla samt Nánast enga. Mér hafði bara yfirleitt verið alveg sama. Líka þegar að ég borðaði þá. Hef samt aldrei áður drepið neinn sem að ég hef borðað. Ný reynsla. Ekki sem verst samt. Bakþankarnir hurfu. Það var ekki eins og ég væri eina manneskjan í heiminum sem að þyrfti að standa í svona óþverra.
Ég smakkaði. Hann var ekki sem verstur. Bragðaðist reyndar bara nokkuð vel. Dásamlegt satt best að segja. Mér hafði líka alltaf fundist fiskar góðir.