Sagan um Ofur-Magnús! - Kafli V - Fyrir sögukeppni kannski líka. Magnús fékk bréf í pósti þennan dag, bréf frá Albert sem hafði verið bundin við stól í Finnlandi allan þennan tíma. Í bréfinu stóð að honum hefði verið boðin ferð til tunglsins til að rannsaka þar hvort eitthvað skringilegt væri á seyði þar. Magnús tók upp Talstöð og ýtti á sömu takkana og upp kom sama geimskipið og alltaf.

Þegar til Alberts var komið spurði hann hvers vegna. “Þetta er bara þessi vikulega könnun. Pilturinn sem er vanalega í þessu er bara veikur”. Auðvitað var Magnús til í að fara á tunglið, hann bara vissi ekki hvað ætti að gera þegar hann kæmi þangað! Albert lét hann fá myndavél gasgrímu og búning og stóran svartan ruslapoka fullan af filmum. “Sparaðu ekki filmurnar” sagði Albert brosandi. Magnús hélt þá út í geiminn, á leiðinni var hann inn í svona svefnklefa.

Næsta dag vaknaði hann of seint og missti af tunglinu, hann var kominn til Mars! Mars var rautt og kringlótt. Hann gekk inn á næsta hótel og spurði hvenær næsta rúta til Tunglsins færi héðan, en það var ekki fyrr en eftir þrjá daga! Hann fékk sér þá herbergi á hótelinu og gisti þar um nóttina. Næsta dag fór hann að versla. Hann keypti fullt af mat sem hann hafði aldrei séð áður. Hann gekk að stærsta húsinu á allri plánetuni, á skilti fyrir utan húsið stóð “Varúð, hér inni er stórt hlið sem mun flytja þig til tunglsins á nokkrum sekúndum!!! – Óviðkomandi aðgangur bannaður”. Magnús gekk strax inn og var kominn á tunglið, eða reyndar sveif hann 40 metrum fyrir ofan tunglið. Áður en hann kveikti á þyngdaraflskraftarofurtækinu hans sagði hann “þetta er eitt smátt skref fyrir mannkynið, en þetta verður langt sárt fall fyrir mig”. Hann pommsaði með skelli á hart yfirborð tunglsins, við hliðina á honum var fáni merktur Bandaríkjunum.

Á öllu tunglinu var ekki hús að finna, það var alls ekki jafn líflegt og á Mars. Hann tók upp myndavélina og myndaði fánann í hálftíma, svo fór hann og byggði sér sjálfur hús! Þegar húsið var tilbúið bjó hann til húsgögn og allt sem þurfti í gott heimili, þarna bjó Magnús næstu 3 árin og lifði hamingjusamur í 3 ár. En svo gerðist nokkuð allsvakalegt! Það var brotist inn til hans! Stór, græn, slímug og ógeðsleg geimvera braust inn til hans og stal uppáhaldinu hans Magnúsar, blýantinum hans. Hann elti þjófinn alla leið til Júpíters en þá týndi hann honum. Magnús leitaði að þjófnum allstaðar en árangurslaust, hann gafst upp og fór aftur til tunglsins.

Næsta dag ákvað hann að finna leið heim. Hann reyndi að hoppa en það var of langt! Hann sat þá fastur á smástirni. Eftir tveggja daga bið kom geimskip til hans, inni í því voru tveir menn sem buðu honum far til jarðar. “Hey, ert þú ekki þarna kallinn sem týndist?” spurði annar maðurinn. “uhm… Ég var nú bara á tunglinu” sagði Magnús þá. “Það hafa allir verið að bíða eftir þér og leita að þér!”. Magnús mundi þá eftir Alberti og öllum vinum hans niðri á jörðini. “Kannski hefði ég átt að koma aðeins fyrr heim” sagði hann. “Enn eigið þið eitthvað að borða hérna?” spurði hann. “Já ýttu bara á takkan þarna” sagði einn maðurinn og benti á eitthvað mæliborð. Magnús ýtti á stærsta takkan af öllum og þá heyrðist þvílíkur hávaði og bíp úti um allt. “NEI EKKI ÞENNAN TAKKA!!!” öskraði hinn kallinn.

Nú brotlenti geimskipið og þeir sátu fastir á litlu smástirni. Magnús sagði þá “Hey, lítið á björtu hliðarnar, okkur vantar bara einn í viðbót til að spila bridds!”.