Í dag átti ég afmæli. Sex ára. Kakan mín var bleik. Ég henti henni í ruslið.
Elsa
***
Kæra dagbók.
Í dag eru tvö ár síðan ég skrifaði síðast í þig. Ég fann þig uppi á hillu rétt áðan. Ég er átta og hálfs árs, svona ef þú hefur áhuga á að vita það…geta dagbækur reiknað? Ég er ekki viss…ef þú getur reiknað þá ættirðu að hafa vitað það fyrir hvað ég er gömul, en ég kýs að velta mér ekki upp úr því.
Ástæðan fyrir því að ég þurfti að skrifa í þig einmitt í dag er sú að pabbi var að deyja. Hann greindist með krabbamein þegar ég var sex ára. Um það leyti sem ég skrifaði síðast í þig. Í dag fór hann og kemur ekki aftur. Mér líður nokkuð illa yfir því að vera helst til sama…
Þín Elsa
***
Kæra dagbók.
Í dag var pabbi jarðaður. Ég henti skittles umbúðum ofan í gröfina. Er ég þá að óvirða hann? Það er ekki mér að kenna að það eru ekki ruslatunnur í jarðaförum…
Þín Elsa
***
Kæra dagbók
Á morgun á ég að ferma mig. Ég vil ekki gera það. Ég er ekki enn búin að læra sálmana, eða hvað sem það er sem við eigum að fara með í þessari kirkju. Ég er í MIKLUM vandræðum, veit ekki einu sinni hvaða texta ég á að segja…shit, ég er í djúpum skít…
Elsa
***
Kæra dagbók
Í dag var fermingin mín. Allir voru komnir í svaka fílíng, ég held meira að segja að mamma hafi grátið…en svo kom að þessu dóti sem við áttum að muna…shit, ég sver að ég sá reykinn koma út úr eyrunum á prestinum…
Mamma setti mig í straff…eins og hún hafi eitthvað getað munað þennan helvítis texta betur en ég…
Elsa
***
Elsku über bestasta dagbók í öllum heiminum!
Ég varð bara að finna corny titil, I love those! ^ ^
Á ég að segja þér hvar ég fann þig í ár? Gettu tvisvar! Æ, kommon, geta smá?! Okay, ef þú endilega nennir ekki að geta…
Ég fann þig uppi á hillu þegar ég var að taka til! Shit, hvað mér brá! Þetta var bókahillan niðri í stofu, mamma er alltaf að lesa bækur þarna! Sem betur fer varst þú einhverstaðar aftast, svo ég held ekki að hún hafi lesið í þig…
Það gerðist ekkert sérstakt í dag, en fyrst ég er búin að finna þig og farin að skrifa gæti ég allt eins sagt þér frá því sem gerðist í síðasta mánuði! Ég fékk FISK! Ég veit, mamma er svo örlát…(kaldhæðni, ef þú áttaðir þig ekki á þig elsku über bestasta dagbók í öllum heiminum).
Nú, litli tilraunamaðurinn sem ég er þá ákvað ég að sjá hve lengi gullfiskurinn minn (sem hét Höskuldur, by the way) gæti lifað án þess að éta…
Við skulum bara segja að í gær þá borðuðum við salat úr fyrrum heimili hans, the fish bowl…^ ^
Uppáhalds Elsan þín!
***
Elsku besta dagbók
Í dag á ég afmæli. ÁTJÁN ÁRA! PÆLDU Í ÞVÍ!
Ég er búin að kaupa mér hús og allt, ætla að flytja út sem fyrst. Mamma er farin að drekka aftur…sagði ég þér það ekki? Hún byrjaði að drekka eftir að pabbi dó…
Hvernig stendur á því að ég man ekkert eftir pabba? Mamma sagði að við höfðum alltaf verið saman…samt skrifaði ég hérna einhverstaðar að mér hafi verið sama þegar hann fór 6 feet under…pfft…
Þín eina sanna
ELSA! (Shit, ég er orðin alltof hyper)
***
Kæra dagbók.
Í dag á ég að giftast. Málið er að gaurinn er ekkert sérstaklega næs…ég er bara tuttugu og fimm ára…TUTTUGU OG FIMM Á LEIÐINNI UPP AÐ ALTARINU!
Svo lemur kallhelvítið mann…ég er að spá í að segja nei við hann við altarið…eða giftast honum og taka svo allan peninginn hans…shit, hvað mig langar að gera það!
Þín Elsa
***
Kæra dagbók
Þú hefðir átt að sjá andlitið á gaurnum! Allir í salnum voru hágrátandi, presturinn var búinn að spyrja hann, hann sagði ‘Já’. Svo sneri presturinn sér að mér. Ég sagði ‘Nei’. Og svo svoleiðis sprakk ég úr hlátri! Shit, hvað ég hélt að gaurinn ætlaði að drepa mig!
Elsa OUT!
***
Kæra dagbók.
Í dag, á sextugasta og öðrum afmælisdegi mínum fann ég þessa dagbók ofan í kistu inni í skúr. Ég las hana yfir. Ég er nýbúin að hringja á karlana í hvítu sloppunum.
Elsa
Dance, my puppets! Dance! *Insert creepy-beyond-believe laughter here*