Einu sinni var strákur sem hét Foringinn. Hann var Sorpari sem var heldur sérstakt fyrirbæri. Sorpari býr yfir yfirnáttúrulegum kröftum, eða göldrum. En hann hafði ekki uppgötvað þá hæfileika, að minnsta kosti ekki strax. Hann Foringinn var venjulegur drengur, stundaði skák að miklum krafti og stundaði skólann eins og á að gera það. Hann var mjög klár og hugrakkur, en kannski ekki í kvennamálunum. Hann átti eftir að kynnast mikið af skemmtilegu fólki…..
*bank,bank,bank,*. “Vaknaðu”!!!! sagði Foxyme. Hún var geðstirð frænka Foringjans. Hann vaknaði og steig úr litla rúminu sínu og klæddi sig. Hann fór fram til að borða morgunnverð. Devotion frændi var að steikja handa sér beikon og egg. Hann var geðstirði frændinn og var ekki mjög skemmtilegur við Foringjann. Foringinn fór og setti brauð í ristavélina og náði sér í álegg. Svo tók hann brauðið úr ristavélini og byrjaði að smyrja brauðið. “Sestu niður og éttu matinn þinn!” sagði Devotion frændi.
Eftir mat fór Foringinn í herbergið sitt til að horfa á sjónvarpið. Eftir nokkra tíma af tilgangslausu sjónvarpsglápi heyrir Foringinn skrýtið hljóð fyrir utan gluggann. Hann fer og kíkir út um gluggann en sér ekkert. Hann fer þá bara að horfa á sjónvarpið á ný. Þegar kominn var háttartími heyrði hann þetta hljóð aftur. Hann fór þá aftur að glugganum og horfði vel og lengi út. En aftur sá hann ekki neitt. En hann fór bara að sofa.
Næsta morgunn vaknaði hann eins og alltaf, Foxyme frænka vakti hann með látum kl. 7 um morguninn. Það var fallegur dagur en hann var ekki jafn fallegur þegar hinn leiðinlegi frændi hans, MadClaw kom heim úr sumarbúðum. MadClaw var alltaf að stríða Foringjanum sem enga vini átti. Dag eftir dag var þetta svona hjá Foringjanum þar til eitt kvöld. Þá heyrði hann þetta hljóð aftur. Hann hafði heyrt þetta hljóð svo oft að hann var byrjaður að taka því sem sjálfsögðum hlut. Hann fór út í garð til að reyna að finna það sem var að valda þessu hljóði. Hann leitaði í öllum runnum og á milli allra trjána. Hann var að fara inn er hann heyrði þetta aftur. Þá hljóp hann að einum runna sem hann hafði gleymt. Hann kíkti bakvið hann og sá eitthvað sem hann hafði aldrei séð áður, og áður en hann vissi af var veran búin að stökkva á hann og slá hann í hausinn og allt varð svart.
*Foringinn vaknar með gífurlegan hausverk.* ”aaaahhh, djöfull er mér illt í hausnum” segir Foringinn. Hann horfir í kringum sig og sér engan. “hvar er ég eiginlega?” hugsar hann með sér. Þá birtist stórt kvikindi í hurðinni. “ég er útsendari vansa. Heiti ég HerraFullkominn”.
“Hver er vansi?” spyr Foringinn. “Sérðu sogblettinn á enninu á þér ? Hann gerði hann á þig þegar þú varst bara smábarn. Þú sigraðir hann, eða hann klikkaði á því að drepa þig”. “HA” gall í Foringjanum. “Var hann að reyna að drepa mig ?” spurði Foringinn undrandi. “Já og ég er kominn til að skila þér aftur til hans og mun ég halda þér hjá mér þangað til hann rís aftur”. Foringinn var undrandi á svip og sagði: “en…hvernig…..hvernig geturðu…haldið mér hér”. HerraFullkominn svaraði: “Það er auðvelt”. *tekur upp sprota og muldrar eitthvað* “SVONA” öskrar HerraFullkominn. Allt í einu lömuðust hendur og fætur Foringjans. Hann dettur á gólfið og HerraFullkominn hlær haturslega. “Hvernig gerðirðu þetta ?” spyr Foringinn alveg að fara yfir um. “Það er auðvelt” segir HerraFullkominn. “Þú bara tekur sprota og segir galdraþuluna. “En það er ekki til galdrar” segir Foringinn. “hvað sýnist þér ? eru þeir ekki til”? Hann segir einhverja galdraþulu og um leið skjótast geislar út um endann á sprotanum. HerraFullkominn segir: “Ég og þú eigum svolítið sameiginlegt, við erum báðir Sorparar. “hvað er það?” spyr Foringinn. “Veistu ekki hvað galdramaður er ? Þetta er það sama nema það að Sorparar eru máttugri og galdramenn eru dauðir út. Það er enginn enn lifandi galdramaður, því vansi hefur útrýmt þeim. Muahahahahahaha”. *Foringinn hugsar með sér*: “ef að ég er Sorpari þá hlýt ég að hafa einhverja hæfileika. *horfir á HerraFullkominn og einbeitir sér*. Allt í einu skýst HerraFullkominn útí vegg og rotast. “Bújeah !” segir Foringinn. En það er eitt vandamál, hann er enn lamaður tímabundið. Hann fer að sofa. *margir klukkkutímar líða*. Foringinn vaknar og er ekki lengur lamaður. Foringinn hugsar: “hvert fór HerraFullkominn?”
Þegar hann fer heim til sín aftur talar hann við frænku sína og frænda. “hví sögðu þið mér ekki frá því að ég væri Sorpari ?”. Devotion og foxyme horfðu á hvort annað undrandi. “hver var að troða þeirri þvælu inn í höfuðið á þér?” spyr Devotion frændi. “Ég veit að þetta er satt. Mér var rænt af aðstoðarmanni vansa sem gerði sogblettinn á ennið á mér. ÉG FÉKK EKKI SOGBLETTINN Í BÍLSLYSI!!!” sagði Foringinn sem var byrjaður að öskra. “uuuu, við þurftum að segja þér eitthvað…” svöruðu foxyme og devotion í einu. “ÞIÐ LUGUÐ AÐ MÉR! VITIÐI HVAÐ? EG VILL EKKI EIGA HEIMA HÉR! EG ER FARINN EINHVERT ANNAÐ!” öskraði Foringinn æstur. Devotion frændi sagði þá: “bíddu hægur. Ég er með hugmynd.*tekur umslag sem var inní arininum* Ég var að pæla, hvort þú vildir ganga í SorpWarts-skóla fyrir unga Sorpara”. “Ég skal hugsa um það” sagði Foringinn og labbaði út í reiði mikilli.
Næsta dag segir Foringinn við Devotion frænda: “Ég vill ganga í þennan skóla”. “fínt” segir Devotion frændi og hugsaði með sér hvað það yrði dásamlegt að hafa hann ekki heima í allt sumar. Þegar 2 dagar voru í skólann var bankað heldur harkalega á hurðina. Devotion fór til dyra og rak upp öskur þegar hann sá risa fyrir utan. “stjani028 heiti ég og er vörður skólalóðar í SorpWarts- skóla fyrir unga Sorpara”. “Jahá, töff en hvað ertu að gera hér?” spurði Foringinn. “ÉG? Ég er hér til að hjálpa þér við það að kaupa skólavörur. Og já til hamingju með afmælið”. “Takk, en hvar verslum við fyrir Sorpskóla?” spurði Forniginn. Stjani028 gisti hjá þeim og næsta dag fóru þeir að versla.
Daginn eftir fóru stjani028 og Foringinn að kaupa skólavörur. Þeir fengu sér morgunnmat áður en þeir fóru. “Hvernig vitum við hvað við eigum að kaupa?” spyr Foringinn. Stjani028 svarar: “Já auðvitað, I stoneforgot. *dregur umslag úr jakkavasanum* hérna *réttir Foringjanum* Þetta er listi yfir hvað þú átt að kaupa”. “Bújeah!” (taka Mizzeeh á þetta).
*Förum yfir til HerraFullkomins*. “meistari, afsakið mig en…en…ég hef brugðist þér. Hann slapp”. “Hvað á það að þýða ?!?! Þú áttir að halda honum þangað til að endurfæðing mín væri tilbúinn! Eeeeen neeeeiii. Þú gast ekki gert það. Hvernig slapp hann ?” sagði dularfull rödd. “ég var búinn að lama hann en ég asnaðist til að segja honum að hann væri Sorpari og allt í einu varð allt svart. Það er eins og hann hafði notað krafta sína á mig. En þegar ég vaknaði var lömunin búinn en hann var sofandi, ég leitaði og leitaði af sprotanum til að lama hann aftur en fann hann ekki, svo að ég flúði til þín. Fyrirgefðu mér” sagði HerraFullkominn með titrandi rödd. Æstur sagði dularfulla röddin: “Ég er nú ekki viss um það. Jæja þú færð EINN séns. Og ef þú feilar aftur þá skalt þú sjá eftir því að hafa fæðst. Því nú veit hann að því að ég sé að endurfæðast. Ef hann finnur mig á meðan endurfæðingin á sér stað þá getur hann unnið mig með léttu!”.
*aftur til stjana028 og Foringjans*
“En þú svaraðir mér ekki áðan”. “hverju svaraði ég ekki ?” spurði stjani028. “ég spurði hvar maður getur keypt galdravörur fyrir skólann ?”. “Já…..ég skal sýna þér það. *þeir labba nokkra vegalengd og ganga í gegn um creepy veitingastað og koma að vegg nokkrum*. Jæja”
*bankar nokkrum sinnum á vegginn þar til hann opnast*. Jæja. Hér erum við, velkominn í heim Sorpara”. Það voru mikið af búðum þarna og beint á móti var rosaleg bygging. “hvaða hús er þetta?”. “Þetta er Gringotts bankinn. Við þurfum að fara þangað inn aðeins og taka út pening”. Þeir gerðu það og fóru svo að kaupa bækur og sprota. Þegar allt þetta var búið fóru þeir á lestarpallana. Þeir tóku lest sem var svona 4 tíma á leiðinni.
Þegar á stað var komið fóru þeir af lestinni. Þar hittu þeir konu, mann, 3 stráka og litla stelpu. Foringinn spyr hvaða fólk þetta er. “Þetta er Weasley fjölskyldan” svarar stjani028. “Þau ætla að leyfa þér að gista hjá þeim þangað til að skólinn byrjar”. “En hvar verður þú ?” spyr Foringinn. “ó ekki hafa áhyggjur af mér. Ég tek næstu lest heim til mín, SorpWarts skólann”. Þeir kvöddst og stjani028 gaf honum lestarmiðann hans. Foringinn heilsaði uppá Weasley fjölskylduna. Þá segir konan: “Hæ Foringi, ég heiti HonneyBunny, Strákarnir mínir heita iver, nesi13 og tiger13 en nesi13 og tiger13 eru tvíburar en sá yngsti, iver er jafngamall þér svo þið ættuð að ná vel saman, stúlkan mín heitir Kyra og maðurinn minn heitir Mizzeeh. Þetta er aðeins partur af fjölskyldunni því það vantar 2 syni, þeir gátu ekki komið vegna þess að þeir eru í útlöndum”. Þau gengu aðeins smáspöl og þá voru þau komin heim til Weasley fjölskyldunnar. Foringinn, iver og tvíburarnir fóru uppí herbergi og fóru að tala saman. “iver, ert þú líka að fara í SorpWarts í fyrsta skipti?” spyr Foringinn. “Já það er ég, en bræður mínir nesi13 og tiger13 eru á 3 ári. Þeir eru á hverju einasta ári hársbreidd frá því að vera reknir úr skólanum fyrir prakkaraskap. Það er ekkert smá fyndið að horfa á þá stríða gangaverðinum, honum kokusneid. Hann verður svo pirraður”. Ekki voru samskipti þeirra meiri því þeir fóru að sofa.
Næsta dag vöknuðu þeir snemma til að ná lestinni. Þeir borðuðu morgunnmat og pökkuðu draslinu sínu og settu það í bílinn. Þá lá leiðinn að lestarstöðinni og þegar þangað var komið þurftu þau að finna brautarpall 9 ¾. “hvar er brautarpallur 9 og ¾, er það til?” spurði Foringinn undrandi. “Já, fylgdu okkur bara”. Þau komu að vegg einum rétt hjá brautarpall 9. Þá hljóp nesi13 í gegnum vegginn! Foringinn missti næstum andlitið. Hann glápti á vegginn og sagði: “hvernig gerði hann þetta ?”. “þú hleypur bara að veggnum og þú ferð í gegn. Það er pís og keik”. Foringinn tók af skarið og hljóp á vegginn og fór í gegn og þá kom í ljós brautarpallur ¾. Hann steig um borð á lestinni sem lagði af stað klukkan 11 slétt.
Lestin lagði af stað í leiðangur sinn í átt að SorpWarts skólann. Foringinn og iver fóru að leita að auðum klefa og fundu einn útí enda. Þar settust þeir niður og fóru að tala saman. Eftir smá samtal kom sölukonan til þeirra og þeir keyptu sér mikið nammi. “Voalea eð etta goðt nammi marr” sagði iver með troðfullan munn af nammi. “Já en hvernig skyldi skólinn vera?” hugsaði Foringinn og var ekkert að svara iver. Þegar lestin var kominn að skólanum voru töskurnar og það tekið uppí herbergi og svo átti að mynda raðir.
Svo kom mjó og stíf kennara drusla sem var klárlega vondasti kennarinn af öllum. Þetta var supernanny. “Hún er alltaf á móti Sorpindorr. Hún gerir ekki annað, eða hún vinnur við það að taka stig af þeim. Það segja allavega nesi13 og tiger13”. Hún segir: “Nú verðið þið sett í heimavistir sem þið munuð vera í alla ykkar dvöl hér. Þið gangið inn ganginn og bíðið þangað til að ykkar nafn er sagt. Þá gangið þið upp til skólastjórans og hann setur á ykkur flokkunarhattinn”. Nokkur nöfn eru lesinn upp og allt í einu segir hún: “iver Weasley”. Hann gengur hægt og mjakandi að skólastjóranum og sest á kollinn. Hatturinn er settur á og allt í einu byrjar hann að tala. Hann byrjar á því að tala svolítið við sjálfan sig og svo kemur hátt: “Sorpindorr!!”. Hann gengur ánægður til bræðra sinna og sest. Eftir þó nokkra krakka segir supernanny: “Foringinn!”. Hann gengur hægt upp rétt eins og iver. Sest hann svo og hatturinn er látinn á hann. Hann talar og talar og talar þangað til að hann ákveður sig: “Sorpindorr”. Hann geyslar af ánægju við það að lenda hjá iver. Einnig hafði gullfalleg stúlka, betayr, lent í Sorpindorr. Foringinn var svolítið skotinn í henni.
Svo þegar búið var að flokka krakkana í heimavistir var smá ræða hjá skólastjóranum. Eftir hana vöknuðu nokkrir við mikið úrval af girnilegum mat. Og það var nóg af honum. Allir fóru að éta eins og mannætur. Eftir það fóru allir upp að sofa. Næsta dag fara Foringinn og iver saman í fyrsta tímann. Hann sast hliðin á betuyr og iver hliðina á Foringjanum. Betayr heilsaði honum og þau töluðust mikið að og urðu góðir vinir. Næstu vikur voru bara góðar og þá kom að því að vetrarfrí kom og allir fóru heim um jólin, NEMA Foringinn og iver. Það beið þeirra sælulíf. Þeir voru að rölta á ganginum þegar þeir mættu betuyr. “hvað ert þú að gera hér?” spurði Foringinn. “ég er bara að tjilla. Þið?” svaraði betayr. “Við eigum bara að vera einir hérna. Það fóru allir heim til sín um jólin” sagði iver. “Sýnist þér það eða ?” svaraði betayr. Foringinn spurði: “Viltu koma með okkur út í snjókast?”. “Jááááá maður auðvitað. Ég elska snjóstríð!!” sagði betayr.