Ég er svolítið einmanna. Það var örðuvísi. Einu sinni. En það var áður en ég dó.
Ég gerði ekki neitt rangt. Ekki þannig. Samt dó ég um aldur fram. Átti ég það kannski skilið? Ég hugsa um þetta dag og nótt. Ekki það að ég hafi eitthvað annað að gera. Ég hef nóg af tíma til að hugsa um hvað ég gerði. Eða gerði ekki. Það fer eftir því hvernig á það er litið.

Ég var nefnilega að passa litla bróður minn. Ég gleymdi mér yfir tölvunni. Ekki lengi samt. En þegar ég ætlaði að gefa honum að borða þá kom hann ekki þegar að ég kallaði. Ég veit ekki hvað gerðist. Kannski kemst ég aldrei að því. Líklega ekki.
Ég fór að sjálfsögðu að leita að honum. Ég hélt að hann væri að fela sig. En hann var það ekki. Ég vildi eiginlega óska þess að ég hefði ekki fundið hann. Kannski ég væri ekki hér. Og þó.

Ég fór um allt húsið. Þetta var stórt hús. Ég byrjaði á því að gá í herbergið hans. Hann var ekki þar. Þá gáði ég hvort að hann væri á salerninu. Ég fann hann ekki. Sama hvað ég kallaði. Sama hvar ég gáði, hann var ekki þar. Ég var farin að halda að eitthvað væri að. Ég vildi samt ekki hringja í foreldrrra mína. Ekki fyrr en að ég væri viss um að hann væri ekki að gantast í mér. Ég hefði átt að hringja. Það hefði breytt svo miklu. En nú er það of seint. Alltof seint. Ef að ég gæti breytt því liðna. En það get ég ekki.

Ég hélt áfram að leita. Ég var gráti næst. Til að fullkomna hræðslutilfinninguna sem að var að brjótast fram í mér var komið þrumuveður. Ég var nefnilega hálf myrkfælin. Ég bjó líka í gömlu húsi. Það var á tveimur hæðum og svo var kjallari.
Ég var búin að leita útum allt nema í kjallaranum. Ég fór niður. Frásögnin er kannski eins og þetta hafi allt gerst á löngum tíma. En svo er ekki. Hverjum hefði dottið í hug að seinasti hálftíminn í lífi mínu yrði svona?

Ég ætlaði ekki að þora niður. Með þrumuveðrið úti. Ég læddist niður. Veit ekki afhverju ég læddist. Það var bara alveg þögn þarna fyrir utan þrumuveðrið. Það heyrðist líka lár niður úr sjónvarpinu ef maður hlustaði vel. Ég gerði það ekki. Hefði átt að gera það. Það er svo margt sem að ég hefði heyrt. Það var bara allt svo.. fjarlægt? Ég var að hlusta eftir ímynduðum hljóðum og heyrði ekki þau raunverulegu. Kannski það hefði ekki breytt neinu. Ég veit það ekki og kemst aldrei að því.

Meðan ég var að hlusta eftir ímynduðum hljóðum við að leita að litla bróður mínum var eitthvað að læðast um húsið. Á eftir mér. Kannski er eitthvað ekki rétta orðið. En einhver er ekki heldur rétta orðið. Dauðinn var á eftir mér. Og hann náði mér. Hann nær okkur öllum á endanum. Engin undankomuleið. “Þú getur flúið en ekki falið þig.” Þetta á best við hér.

Þessi seinustu andartök virðast heil eilífð núna. Líka þá. Jafnvel lengri. Ég var komin á neðstu tröppuna. Ég opnaði dyrnar niður í kjallara. Þarna hékk þvottur á snúru. Það voru líka útidyr þarna. Ég vonaði heitt og innilega að bróðir minn hafi ekki farið út. Kannski það hefði verið betra. Eða ekki. Það er alltaf þetta stóra “ef”. Ef að það væri ekki. Væri lífið öðruvísi? Líklega ekki. Við værum bara ekki í sömu óvissunni.
Óvissan eftir dauðann er jafnvel enn verri. Að vita ekki framhaldið.
Ég fór ekki út að leita. Ekki strax. Ég ætlaði að gá inní þvottahús fyrst. Ef hann væri ekki þar myndi ég hringja. Hvert? Mömmu og pabba? Lögregluna? Líklega. Ég komst þó aldrei að því.
Ég opnaði hurðina andspænis útidyrahurðinni. Ég opnaði rólega. Ég var ekki viss um að ég vildi vita hvort að hann væri þar. Ég vildi halda í vonina. Ég opnaði alveg. Ég fann gleðitilfinninguna koma frá hjatastað og dreifa sér um líkamann. Hann var þarna. Hann sat í þvottabalanum. Ég gekk yfir herbergið. Eða ætlaði mér það.
Ég var ekki komin hálfa leið þegar að ég fann sting á milli herðablaðanna. Ég fann kalt stálið fara í gegnum holdið. Sársaukinn var ólýsanlegur. Ég sá litla bróður minn horfa á mig hníga á gólfið. Hann skildi ekki hvað var að gerast. Þetta var óbærilegt. Ég fann heitt blóðið renna úr mér. Ég fann þeð renna niður hrygginn rétt áður en að hausinn kom við gólfið. Það myndaðist pollur við hliðina á mér. Höndin lá í honum. Ég leit upp en allt fór í móðu. Að lokum varð allt svart. Það seinasta sem ég sá var skilningsleysið í augum bróður míns. Sú hugsun yfirgnæfði sársaukann í smástund að hann myndi skilja þetta einhverntíman. Í ókominni framtíð. Vita hvernig ég dó. Vita hver gerði þetta. En svo kom sársaukinn aftur af fullum krafti. Svo hvarf hann aftur. Að eilífu. Ég var dáin.
Ég sá ekki hver stakk hnífnum í mig. Komst heldur aldrei að því. Það er hryllilegt að vita ekki hver myrti mann. Óvissan. Hver? Afhverju? Ég hefði viljað kveðja litla bróður minn.. foreldra, vini.. ættingja..

Ef aðeins að það væri ekki of seint.