Ef hugi.is væri pláneta. [sögukeppni]
Þessi saga er sagan mín í sögukeppninni


Það var einu sinni strákur sem hét tiger13. Hann bjó í Sorpborg í Tilverulandi á Nýliðagötu 13. Bestu vinir hans voru nesi13 sem bjó á Ofurhugavegi 8 en supermann á Ofurhugavegi 1.

Það ver sum sé einn dag að tiger13 fór á fætur og ætlaði að heimsækja nesi13 og supermann svo þær gætu farið út að leika.

Á leiðinni mætti hann supernanny sem bjó í Meðalgötu 45 og Mizzeeh sem einu sinni hafði búið á Ofurhugavegi 10 en var nú fluttur í Forsetaíbúðina. Næst-æðsti maðurinn í Sorpborg var Devotion en hann var forsætisráðherra og svo hann Zweistein en hann var menntamálaráðherra Sorpborgar. Það sem tiger13 dreymdi um að verða var Landbúnaðarráðherra Sorpborgar.

Jæja, nóg um það. Þegar hann komst loksins að Ofurhugavegi (það var langt í Ofurhugaveg frá Nýliðagötu) þá var nesi13 ekki heima því hann var á Handboltaborg í Íþróttalandi og supermann var að heimsækja vin sinn á Metallborg í Tónlistarlandi. Þannig tiger13 gat ekki farið að leika við nesi13 eða supermann. Svo hann ætlaði bara að labba heim til sín.

En á leiðinni heim var Sorptorg (verslunamiðstöð Sorpborgar). Þar ætlaði hann kannski að fá sér ný föt hjá supernanny í Sorpsport eða í SorpBíó að sjá SorpWars III eða Fight 4 the Sorp í milljónasta skipti. Þegar hann var í við nammibarinn inn í bíóið þá sá tiger13 foxyme, Forinngjann og allidude svo hann ákvað að fara bara með þeim, hvað sem þaug voru nú að gera. En það vildi svo til að þau ætluðu líka að fara að sjá SorpWars III.

Þegar þau voru að fara úr bíóinu þá var orðið dimmt og allir leiðinlegu sorpararnir, sem voru með skítkast og stigahór, komnir á stjá. Og þau voru einmitt svo óheppin að lenda í þeim sem stigahóraðist mest, sorparanum.

,,Ert þú ekki í banni?” spurði tiger13 og virtist mjög hissa.
,,Þessir vitleysingar í vefstjórn gáfu mér reynslulausn! Múhahahaha!” sagði sorparinn og var mjög “krípí.”
,,Hvers vegna gerðu þeir það?” spurði foxyme.
,,Vegna góðrar hegðunar!” sagði sorparinn og hló aftur.
,,Hlaupum.” sagði allidude. ,,Ég held að hann sé ekki í mjög góðu skapi.” Svo tiger13, foxyme, alllidude og Foringinn byrjuðu að hlaupa í burtu frá sorparanum.
,,Jú kan rönn bött jú kant hæd!” kallaði sorparinn á eftir þeim.
Þau vissu ekkert hvert þau voru að hlaupa, þau bara hlupu. Þegar þau voru búin að hlaupa lengi, lengi þegar þau stoppuðu.
,,Ég held við höfum hrist hann af okkur.” sagði Foringinn. ,,Hvar erum við annars?”
,,Hef ekki hugmynd.” sagði tiger13. Svo þau byrjuðu að labba til að finn út hvar þau væru. Allt í einu sáu þau ljós svo þau gengu í átt að ljósinu. Hjá ljósinu stóð lögga.
,,Heyrðu, löggi töggi?” sagði foxyme.
,,Já, hvað?” sagði löggan og sneri sér snöggt við.
,,Grani! Úr Spaugstofunni!” sögðu þau öll í kór.
,,Já, það er ég.” sagði Grani og setti úrið sitt alveg upp að auganu eins og hann gerir alltaf þegar hann gáir hvað klukkan sé.
,,Hvað ert þú að gera hér?” spurðu þau öll jafnmikið í kór.
,,Hafið þið ekki heyrt af því?” spurði Grani með Grana-legum hætti.
,,Heyrt af hverju?” Þau voru farin að venjast því að tala öll í einum kór.
,,Nú heimsókn JReykdal til Sorpborgar frá Vefstjóra-borg!” sagði Grani og leit í kringum sig. Þau litu hvort á annað en ekkert þeirra vissi af þessari heimsókn.
,,Þeir kölluðu á mig frá Grínborg í Sjónvarpslandi til að vera löggan hér því það vantaði fleiri.” sagði Grani og leit enn og aftur á klukkuna.
,,Hvað ætlar JReykdal að gera hér í Sorpborg?” spurði Foringinn.
,,Hann var í opinnberri heimsókn til Forsetans (Mizzeeh), Forstætisráðherrans (Devotion) og Menntamálaráðherra (Zweistein).” sagði Grani. Ohhh, hvað tiger13 óskaði þess að verða Landbúnaðarráðherra.
,,Þannig við erum fyrir utan Þinghúsið?” sagði allidude. Foringinn tók eftir því að hakan á allidude var eiginlega komin on í jörðina, hann var svon hissa.
,,Yep. Það held ég nú!” sagði Grani. ,,Afsakið mig en ég verð að fara að passa okkar ástkæra vefstjóra.” sagði Grani og vatt sér í burtu. En tiger13, foxyme, allidude og Foringinn nentu ekki að fara að horfa á JReykdal en heldur ekki að fara heim svo þau fóru á vansa´s Burgers og fengu sér Bacon-borgara. En þegar þau voru að klára þá kom sorparinn og rændi vansa´s Burger.
,,Adíós, amígó!” sagði sorparinn um leið og hann settist upp í bílinn sinn.
,,Hann ætlar út á flugvöll Sorpborgar!” sagði vansi..

Foringinn, tiger13, allidude og foxyme flýttu sér út á flugvöll.
,,Hann hleypur inn í Jumbo-Boeing747-einkaþotu JReykdals!” sagði tiger13. ,,Hann ætlar örugglega að ræna honum líka!” Einkaþota JReykdal var frá Vefstjóra-Air en það var einkaflugfélagið hans. En það voru fleiri flugfélög á Huga (plánetan okkar), eitt fyrir hvert áhugamál, úpps… hverja borg. En nóg um flugfélög.
,,Hvað eigum við að gera?” sagði foxyme.
,,Ég veit!” sagði allidude..
,,Hvað ætlarðu að gera?” kallaði Foringinn á eftir honum.
,,Kemur í ljós!” sagði allidude.

allidude hljóp á eftir vélinni en allt í einu stoppaði hann. Hann stóð grafkyrr í nokkrar sekúndur. Allt í einu stóðu einhverjir hjá honum. Hann byrjaði að labba til baka. Það var greinilega enginn flugmaður!

Þegar allidude kom til baka voru JReykdal, einkaflugmaður hans og þjónustulið hans með honum.
,,Jæja, þá er ég búinn að bjarga þeim.” sagði allidude eins og ekkert hefði verið einfaldara. ,,Grey sorparinn.” sagði allidude þegar hann leit til baka á brennandi leifar Júmbó-Boeing747-einkaþotu JReykdal. ,,Við þurfum aldrei aftur að hafa áhyggjur af honum.”
,,Hvernig fórstu að þesssu?” spurði tiger13.
,,Þetta er leyndur hæfileiki minn. Ég get látið fólk hverfa og birtast þar sem ég vil.” sagði allidude.

Og foxyme, Foringinn og tiger13 voru öll sæmd Arnarorðu Vefstjóralands en allidude var sæmdu Gullarnarorðu Vefstjóralands.

Svo eftir þennan rosalega dag þá fór tiger13 heim til sín að sofa.

Þess má með gamni geta að þessi saga (sagan sjálf) er 947 orð.