sagan mín fyrir sögukeppnina

kokusneid and the sorp

þetta er sagan af ungum dreng sem heitir kokusneid (ok kannski heitir hann það ekki en við köllu hann það) kokusneid leiddist og ákvað að fara til besta vin síns sem hét… uuum segjum bara Jónas. Jónas var sorpari líka og nikkið hans á huga var… uuum segjum bara dolla2000. þeim leiddist báðum og ákvöddu að fara á sorpið (ATH! Í þessari sögu er sorpið staður) sér til skemmtunar, en þeirra til óhamingju var ekkert nýtt á sorpinu og engin ný skilaboð hjá hvorugum, svo þeim leiddist það sem eftir var dagsins.
————-
daginn eftir skaust kokusneid uppúr rúminu fór í föt og þaut í sorpið en það var enginn þar, hann ákvað að bíða því það var frekar snemmt en enginn kom enginn. Hvað var í gangi? sorpið var virkasta áhugamálið á huga en enginn var þar, svona gerðist þetta dag eftir dag eftir dag eftir dag eftir da… jjaa þú skilur mig. Kokusneid og dolla3000 voru búin að senda inn milljón korka (korkar voru litlar tölvur inní “korkahúsinu”) og meira að segja prufa að stighórast en enginn var þarna til að eyða korkunum.
Dag einn þegar kokusneid fór aftur vongóður um að eitthver væri þarna sá hann stórt viðvörunarspjald á sorpinu sem á stóð:

sorpinu hefur verið lokað vefstjórn

“AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARRRRGGGGHHHHHH!!!!!” öskraði kökusneid svo það heyrðist um allan huga. Dolla2000 kom h laupandi þangað að gá hvað væri að en þegar hann sá skiltið leið yfir hann, og sömuleiðis kokusneid
————-
þegar kokusneid vaknaði voru allir sorpararnir standandi fyrir framan sorpið hvítt í framan og sumir voru í því að fremja sjálfsmorð þegar hann kokusneid oskraði:
“STOPP!!” allir hættu því sem þeir voru að gera og litu á kokusneid
“þið megið ekki hengja ykkur eða eitthvað þannig, við verðum að fá JReykda till að opna sorpið aftur!”
fólkið sem var að hengja sig og allir hinir líka hugsuðu sig um.
“en hann á aldrei eftir að leifa okkur það” heyrðist í dolla2000 sem var nú vaknaður úr yfirliðinu, þið voruð aldrei á sorpinu! “Þetta er allt ykkur að kenna! Afhverju ættuð þið að vera sama ef því er lokað? Þið voruð aldrei í því!” sagði hann og smellti fingrum til að reyna að vera jazzlegur (hann elskaði jazz)
við þetta skömmuðust allir sorpararnir sín. En núna er tækifærið ykkar til að bæta ykkur og reyna að fá JReykdal til að…”
“uum dolla? Ég held að þú sért með of mikla hetjustæla förum bara uppí skrifstofuna hans JReykdal og biðjum hann um að opna sorpið aftur” sagði kokusneid
“alltíilagi” sagði dolla2000 sem virtist soldið niðurdreginn
“JReykdal sat á skrifstofunni sinni þegar PM póstberinn bankaði að dyrum. JReykdal opnaði og bjóst við að taka við hinum daglegu 20 skilaboðum en í staðin kom hrúga af skilaboðum sem fylltu skrifstofuna af PM-um.
“Hva-hvað er þetta?” spurði hann
“kvartanir um lokun á sorpinu” sagði pósturinn blíðlega og lokaði svo dyrunum eins hratt og hann gat þegar hann sá risastórapóstbréfaöldu koma í áttina að sér.
————-
Daginn eftir stökk kokusneid upp úr rúminu og ætlaði að gá hvor eitthvað nýtt hefði komið en ekkert nýtt var komið, hann sast upp við veggi sorpsins og sat þar í hálftíma þangað til að hann var næstum sofnaður en þá allt íeinu heyrðist hátt lúðraflaut og annað viðvörunarspjald datt niður, kokusneid leit á það og las á það,

“sorpið er komið aftur”vefstjórn

“JESS!!!” öskraði kokusneid yfir sig.
Hann hljóp til Jónasar (dollu2000) og sagði honum fréttirnar en honum virtist ekki standa á sama,
“hvað er að þér?” spurði kokusneid
“æi ekkert” svarði hann “það er gott að sorpið komið aftur” sagði hann svo í fýlutón. Kokusneid þorði ekki að tala við hann af hættu við að smitast af fýlunni á þessum dýrðardegi, hann sagði ÖLLUM sorpurunum frá þessu og allir mættu þeir fyrir framan sorpið og gengu samtímis inn.
Allir sorpararnir voru þarna, jaa allir nema einn, allir nema dolla2000.
Kokusneid fékk nokkra sorpara með sér til að tala við hann og spurja hann hvað væri að honum,
“jaaaaa” svaraði hann. “Ég veit ekki hvort ég ætti að segja ykkur það…”
“jú segðu okkur það” sögðu allir aftur og aftur.
“Dolla, Dolla, Dolla, Dolla!”
“ALLTÍLAGI!!” öskraði hann.
“Það var ég sem lét sorpið lokast!” allir ráku upp stór augu,
“HAA?” sagði einn sorparana sem kom með kokusneid (vansi)
“hvernig gastu gert okkur þetta?” sagði annar sorpanna sem kom með honum (supernanny)
“ja – sko - ég” stamaði Jónas “sjáið til, þegar ég sá sorpið fyrst fannst mér það skemmtilegasta áhugamálið á huga, en fljótt var ég orðinn leiður á því, en sammt var ég orðinn jaa… hálfgerður fíkill og gat ekki hætt að skoða það jafnvel þótt mér finnist það hundleiðinlegt, svo ég kallaði saman alla sorparana og dáleiddi þá og sagði þeim að koma aldrei aftur á sorpið, en samt var einn sem kom ekki, ÞÚ” sagði hann og benti á kokusneid “þú mættir ekki þangað og til þessvegna varð ég að gera eitthvað tilþess að þú myndir ekki ljóstra leyndarmálinu upp, þessvegna hélt ég þessa “ræðu” en gleymdi að ég hafði algert stjórn á þeim og að þeir gerðu allt sem ég sagði, en þegar ég smellti fingrunum mínum þá vöknuðu þau úr álögunum og báðu JReykdal um að opna sorpið aftur.”

“Jæja” sagði Mizzeeh sem hafði komið með, “núna ert þú ekki lengur gildur sorpari og ert ekki velkominn í sorpið og þú réttsleppur frá því að vera bannaður samkvæmt reglu 476:

ef dáleiðsla á sér stað í huga skal viðkomandi fá viðvörun en ekki bann, ef leikurinn endurtekur sig skal hann fá bann umsvifalaust

og eftir það voru allir glaður

THE END