Fyrri hluti ævisögunnar: (skrollið neðar fyrir annan hluta)


Ævisagan.

Það voru nokkrir sorparar sem báðu um ævisögu, ætli maður skelli sér ekki á hana!

Ég fæddist árið 1992 þann 4.september á sjúkrahúsi Reykjavíkur. Það munaði svo litlu að ég væri ekki hér í dag, naflastrengurinn var nefnilega vafinn utan um hálsinn á mér og ég lá við köfnun.

En það sem betur fer bjargaðist…til þess eru læknar!

Þegar mamma kom með mig heim af sjúkrahúsinu fagnaði hundurinn minn henni eins og venjulega, hann Pjakkur okkar, eins árs gamall þýskur fjárhundur( Rex-hundur eins og sumir vilja kalla þá :P) Hann var vanur að elta mömmu út um ALLT og gerði það, en þegar mamma fór með mig inn í vögguna mína, lagðist hann við hlið hennar og beið þar til mamma kom næst og tók mig upp! Hann hafði fengið nýtt hlutverk, vera vendarengillinn minn.

Fyrsta jólagjöfin mín var kisa sem ég á enn í dag, skottið hékk út út skrautlegum gjafapappírnum. Þegar ég var farin að geta talað svolítið spurði amma mín mig hvaða kisan héti ‘'mmmmm….GREYJIÐ’' Ég tuskaðist með hann/hana/það út um allt, allan daginn, allsstaðar.

Fyrstu minningarnar mínar voru þegar ég var nauðasköllótt og lék mér með gömlu bílana hans pabba heima hjá ömmu við heitapottinn, annar bíllinn féll ofaní pottinn, hoppaði ég ekki bara ofaní og sótti hann.

Og þegar ég sat í bala fullum af vatni og lék mér með ýmis leikföng úr plasti.

Ég á margar góðar minningar þaðan úr nesinu…

Eitt sinn lék ég mér í stóru grjóthnullungunum í bakgarðinum hjá ömmu og afa. Ég var að hoppa á milli steinanna, datt og festist, en verndarengillinn minn hann Pjakkur var að fylgjast með mér, fór til mín og spangólaði þar til foreldrar mínir komu.


Framhald ef sorparar hafa áhuga…






Þetta var fyrri hluti ævisögunnar :)



Ævisagan II

Ég ætlaði að vera löööööngu búin með annan hluta ævisögunnar, eeen eitthvað klikkaði, hérna er hún alla vega :)



Ég á svolítið skondna mynd af mér þar sem mér hafði tekist að hnuppla vínflösku úr vínskápnum hjá ö og a og helt niður Cheeriosi, hlunkað mér ofan á það, tekið tappann af flöskunni og þefað hressilega af víninu, en það skemmtilega var að svipurinn á mér var frekar skrýtinn, svona rónasvipur :S …já, ég var eitthvað rangeygð og dottandi!

Eftir að hafa lesið seinustu málsgrein haldiði örugglega að ma og pa hafi laumað víni í pelann minn :Þ EKKI halda það! Ég er sko alls enginn alkólisti skal ég segja ykkur. :Þ

Vá ég veit ekki hvaða sögur ég á að segja því ég man ekki hvaða sögur ég setti í pokann. :S

Ööööömmmm…

Ég hataði:

-að láta taka myndir af mér (sérstaklega jólamyndir, þá fór ég í fýlu-annars gretti ég mig bara þangað til ljósmyndarinn gafst upp :Þ)
-banana (elska þá núna)
-barbie (lék mér með skrímsli og risaeðlur)
-fisk (líka núna reyndar, en finnst lax góður)
-mynda-jóladagatöl (vildi annaðhvort súkkulaði eða playmodagatöl)
-BLEIKANN!


Ég elskaði:

-Allt hitt :D (eee…næstum því)


Ég man ekki hvað ég var gömul þegar ég flutti hingað…held í kringum 2-3, jæja alla vega…

Mamma átti von á sér og var því flutt á spítalann, ég gisti hjá ömmu en pabbi fór með mömmu á spítalann…þegar mamma fæddi barnið hringdi pabbi í okkur ömmu og sagði okkar að nýr strákur hafi komið í heiminn, amma var mjög glöð og óskaði pabba til hamingju og svoleiðis, svo skellti hún á og sagði mér að ég hafði eignast bróður, þá fór ég að gráta því ég vildi ekki bróður…heldur systur! :S :Þ

Nokkrum árum seinna um sumar var ég úti í garði að leika mér með hundinum mínum Pjakki, nágranni okkar sem átti heima fyrir ofan okkur var nýbúinn að slá og var að labba út úr garðinum en skildi hliðið eftir opið, ég þaut á stað að loka hliðinu því ég vildi ekki að Pjakkur myndi komast út, en á hlaupinu steig ég á riðgaða hrífu sem stóð upp úr jörðinni (aðeins einn ‘'broddur’') Blóðið fossaðist út og ég fór að hágráta, Pjakkur komst út úr garðinum (ég náði ekki að loka hliðinu) og ég hoppaði á einum fæti á eftir honum, en þegar hann sá mig gráta hætti hann við að fara eitthvað í burtu og fylgdi mér inn, þar tók mamma á móti mér og sótthreinsaði sárið, en þá sá ég hvítt kjötið lafa út úr ilinni, mamma fór þá með mig upp á heilsugæslu og sárið var saumað saman, það var alveg ÓGEÐSLEGA vont!!!!

Ekki leið á löngu þar til ég fóbrotnaði svo!

Ég var nýkomin í skólann og ég og besta vinkona mín fórum í hanaslag(leikur sem gengur út á það að andstæðingarnir standa upp á slá og reyna að hrinda hvor öðrum af) …vinkona mín náði að hrinda mér af en datt í leiðinni ofan á mig, en hægri fóturinn minn flæktist undir, já og hún beint ofan á hann! *brothljóð* …aftur, fór ég að hágrenja og bað hana um að sækja kennara, en hún var svo svakalega hrædd að hún flúði í burtu, en sem betur fer sá umsjónakennarinn mig eftir smá tíma, hann studdi við mig og ég hoppaði inn í stofu, fóturinn minn var sárbólginn og ég hætti ekki að grenja, allir krakkarnir horfðu steinhissa á mig, kennaranum leist ekkert á blikuna og hringdi í mömmu, ég var keyrð á heilsugæsluna (aftur) og mér var vísað á sjúkrahús, þar var tekin röntkenmynd, því næst sett á mig gifs (2x) Svo var ég keyrð um í hjólastól þangað til hækjur voru fundnar hæfilega stórar!

Jæja, ætli þetta sé ekki komið gott í bili :)