Mizzeeh stolið – Part I – Tilkynningin
Fyrsta kalda daginn í nóvember og alls ekki þann síðasta kom í fréttum Ríkissjónvarpsins(RÚV), Stöðvar 2 og TSNG að Mizzeeh(öðrum forseta vor) hefði verið stolið af geimverum sem ferðuðust um á fljúgandi furðuhlutum(FFH).
Það fyrsta sem Devotion gerði eftir að hann frétti þetta var að gefa út tilkynningu um hvað myndi þurfa að gera til að ná Mizzeeh aftur.
Tilkynningin var svona:
“Kæru Sorparar.
Eins og þið hafið kannski frétt þá var Mizzeeh stolið af geimverum.
Þetta er mikil sorgarstund en þetta er ekki tími til að “panika” því að það er það sem geimverurnar vilja, því ef við “panikum” þá er léttara fyrir geimverurnar að stela okkur einum og einum í einu alveg þangað til að enginn Sorpari verði eftir á Huga.
Vér sem eftir erum(öll nema Mizzeeh) ættum því að stofna herdeild.
Þessi herdeild verður fyrir sjálfboðaliða og við tökum alla inn, jafnvel þá sem eru ekki Sorparar.
Enn er ekki búið að skipa hershöfðingja en það verður gert fljótlega.
Til að skrá sig í herdeildina þá getið þið farið að skrifborðinu við útganginn þar sem tiger13 situr og tala við hann þá lætur hann ykkur fá eyðublað sem þið síðan fyllið út og skilið honum.
Eruð þið með einhverjar spurningar?”
*Allir tala í einu*
“Einn og einn í einu!” sagði Devotion og lagði mikla áherslu á orð sín.
Supermann:”Ef við meiðumst eftir að við göngum í herdeildina, til dæmis í stríði við geimverurnar, borgar þá herdeildin, Sorpið eða þurfum við sjálf að borga fyrir lækniskostnað?”
Nesi13:”Supermann þú ert ekkert að fara að meiðast, þú ert nú einu sinni ofurhetjan á Sorpinu.
Devotion:”Sorpið myndi borga allan lækniskostnað.”
Lily2:”Mega kvenmenn líka ganga í herdeildina?”
Devotion:”Auðvitað, það myndi þýða stærri herdeild og meiri líkur á því að við myndum ná Mizzeeh til baka heilum á húfi.
Vansi:”Eru ekki miklar líkur á að við náum Mizzeeh til baka heilum á húfi?”
Devotion:”Samkvæmt okkar aðalstærðfræðingi, tiger13, þá eru 68% líkur á að við náum honum heilum á húfi til baka og prósentan fer hækkandi með hverri manneskju sem gengur í herdeildina, en því lengur sem við erum að skipuleggja okkur þá lækkar prósentan.
Ég þarf að fara á fund með JReykdal og öðrum forsetum um þetta mál svo ég verð að slíta þessum fundi.”
*Devotion gengur út og stígur upp í limósínuna sína sem keyrir hann á flugvöll Sorpsins*