Magnús lá í makindum sínum inni á skrifstofunni sinni þegar búðareigandinn kom hlaupandi inn og kallaði “Herra fógeti! Herra fógeti!!!”. Magnús naut þess að láta kalla sig þetta og þóttist ekki heyra í honum. “Herra fógeti, öllum páskaeggjunum hefur verið stolið!” Magnús glennti upp augun skelfingu lostinn. Hræðilegar hugsanir fóru um huga hans. Hvað myndi gerast ef Magnús fengi ekki páskaegg! “Þetta er alvarlegt mál, ég fer strax að vinna í því”. Magnús vissi ekki hvar hann ætti að byrja, þar sem Mikki var í fríi á páskaeyjum var engra kosta völ en að fara til Alberts van Hunt’s. Hann ýtti á nokkra takka á talstöðini sinni og upp úr þurru birtist geimskip. Magnús ferðaðist á geimskipinu til Alberts og spurði hann ráða.
Albert ráðlagði honum að leita að vísbendingum í búðini, þá fór Magnús aftur á geimskipinu til búðarinnar, þar sem páskaeggjunum var rænt. Hann lagðist á gólfið og tók upp stækkunargler, eftir hálftíma leit fann hann fótspor þá fór hann aftur til Alberts með það. Albert sagðist að hann skuli rannsaka það og láta Magnús vita niðurstöðurnar um leið og hann kemst að einhverju. Á meðan fór Magnús aftur í búðina að leita að fleirum verksummerkum, eftir annan hálftíma fann hann þá lítið jarðarber sem hafði verið bitið í. Magnús sá greinilega að þetta bitfar væri frá utanbæjarbúa, hann fór þá á hótelið og spurði hvort einhverjir utanbæjarbúar gistu þar. “Nei bara þessi venjulegi þarna úti í horni” sagði hótelstjórinn og benti á rónann úti í horni. Nú varð Magnús þungt hugsi. Kannski hafði hann rangt fyrir sér, kannski var þetta alls ekki bitfar utanbæjarbúa! Hann fór beint til Alberts og spurði hann ráða.
Albert lét hann fá niðustöðurnar frá fótsporinu en þær skiluðu engu. Magnús lét Albert þá hafa jarðarberið. “Hmm… Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt!” sagði hann er hann skoðaði bitfarið hátt og lágt. “Þetta lítur úr fyrir að vera utanbæjarbúi, en samt er ég ekki viss!” “Já, ég var að segja það…” sagði Magnús furðulegur á svip. “Já, já auðvitað. Kannski þú ættir að taka bitfarskönnun í öllum bænum og þá sérðu hvort þetta sé utanbæjarbúi eður ei”. Magnús var þungt hugsi, hann furðaði sig af hverju Albert væri að gefa honum svona furðulegar vísbendingar og kjánalega fáranlegar ráðleggingar. Hvað um það, hann fór og hóf bitfarakönnunina eins og Albert hafði ráðlagt honum. Eftir það komst hann að því að þetta væri utanbæjarmaður, nema einhver hafi skrópað í könnunina! Hann gat ekki hugsað út í það ef einhver hefði ekki mætt! Þvílíkt áfall, þvílík óvirðing! Hvað um það, hann varð að halda áfram, hversu erfitt sem það gæti orðið! Nú var Magnús ráðalaus, Mikki í fríi og Albert snarruglaður! Þetta var fyrsta verkefnið sem hann þurfti að leysa upp á eigin spýtur. Þessi dagur hafði verið ákaflega ruglingslegur og hann ákvað að fara bara að sofa, en þessa nótt dreymdi hann undarlegan draum.
Það kom til hans Pandabjörn og sagði “Svarið er fyrir framan þig!!! Opnaðu augun og sjáðu að svarið er það ólíklegasta!!!”. Hann vaknaði sveittur og settist upp, var ef til vill eitthvað vit í þessum pandabirni, eða var hann kannski bara rugludallur? Magnús vissi hreint ekkert hvað hann átti til máls að taka. Hann labbaði út á barinn, en hann var tómur. Kári, barþjónnin var ekki í húsinu, hann gekk þá í kaupfélagið en þar var enginn heldur. Allur bærinn var tómur. Hann ætlaði að fara til Alberts en heyrði hann ótrúlegan hávaða til vinstri, hann hljóp eins og elding þangað og sá að þar var uppreisn! Albert stóð uppi á stórum palli, var það hann sem múgurinn var að mótmæla? Hvers vegna skyldi það vera? Nú blasti það við honum, það var Albert allan tímann! Albert stal páskaeggjunum! Hann hljóp að pallinum og mátaði jarðarberið sem passaði nákvæmlega! (eins og sést á myndini) “Hvernig gastu þetta!” sagði Magnús og sló Albert sem datt niður eins og smástelpa. Kári hoppaði nú upp á pallinn “Nú skulum við komast að því hver alvöru svikarinn er” sagði hann og flétti grímuni af. Þá kom andlit sem enginn þekkti. “Hæ ég er Árni, sagði svikarinn”. Nú urraði múgurinn og það endaði ekki vel fyrir Árna.
(p.s. Mizzehh, sögukubbur virkar ekki ennþá)