jæja…ég ætla að segja ykkur sögu af skólaferðalagi sem 9.b. og 10.b. í skólanum mínum fór í gær:
Það byrjaði þannig að allir mættu upp í skóla og var þar borðað morgunmat. Svo var lagt af stað. Allir voru í góðum fíling og allt stefndi á frábæra ferð. Svo byrjuðu vandræðin. Þegar það var stoppað í einni sjoppuni kom í ljós að það var búið að stela pening af einni stelpunni. Og þetta var mjög lúmskt hjá þjófnum, hann fór sko ofan í bakpokann hjá henni, tók upp veskið og tók helminginn af peningnum og skilaði svo veskinu. Hann hélt örugglega að stelpna sem átti veskið væri svo heimsk að hún fattaði ekki að helminginn vantaði. En auðvitað fattaði hún það og þá kom upp mikið vesen, hringt í lögguna og læti. En þrátt fyrir þetta héldum við áfram og vorum komin á áfangastað svona um 5. Þá talaði kennarinn við alla krakkana, einn í einu, og gaf þeim sem stal peningnum tækifæri til að skila honum. En enginn skilaði honum og málið er enn óupplýst. Allt benti til þess að við yrðum rekin heim, en kennarinn kom í veg fyrir það og ferðin hélt áfram. Gekk allt vel þangað til að komið var að kveldi, þá byrjuðu vandræði nr. 2. Heimsku krakkarnir höfðu nefnilega tekið með sér áfengi í skólaferðalagið. Já eimmitt, í skólaferðalagi. Og nokkrir voru orðnir léttir á því fyrir kvöldmat. Reyndar voru nokkrir bara ímyndunarfullir, bara sýndarmennska í fólkinu. Og auðvitað komst allt upp og við bara rekin heim. Svo að ég var komin heim kl. 01:00 í gærkveldi en sem betur fer fengum við frí í skólanum í dag. Já, svona endaði þessi ferð. Og til gamans má geta að allir voru búnir ða eyða 3000 kr. í ferðina, plús pening sem eytt var í nesti og nammi sem aldrei var borðað.
En ég vildi bara deila þessari skemmtilegu sögu með ykkur, þótt að sumum í ferðinni finnst þetta ekkert skemmtilegt,, þá get ég hlegið að þessu.
Takk fyrir að lesa þetta og eigið alveg frábærann dag.
Kv. HoneyBunny