Leiðindadagur

Í gærkvöldi, semsagt fimmtudagskvöld-nótt klukkan sirka 1 um nótt setti ég vekjaraklukkuna á hálf sjö, bara til að vakna og stilla hana síðan seinna. Vaknaði ég síðan við það og slökkti á henni í svefni (stupid ég að setja hana í göngufæri við rúmið mitt). Svaf yfir mig og vaknaði um hádegi og mætti í skólann 20 mínútum seinna með svefntoppa útum allt. Kennarinn sagði ekki neitt við mig fyrr en seinna (kem að því seinna).

Ég sast beint í sætið mitt, 4 borð, stólar á 5 hjólum, hægt að snúa, bólstruð sæti og hægt að hækka og lækka sætið. Rosalega óþægilegir stólar, en nóg með þá. Kom ég þessvegna beint eftir matarhléið og mundi strax að það var PRÓF í stafsetningu! Ég sem gleymdi að skrifa niður nótur á hendina :(

Eftir skólann fór ég uppí kringlu að skipta DVD mynd sem ég fékk í afmælisgjöf, en útafþví að ég fékk hana fyrir 2 mánuðum og 1 degi þá gat ég ekki skipt henni. En ég sá auglýsingu um Quake 4 í bt-blaðinu á 4500 og tók nákvæmlega þá upphæð, en síðan var hann á 4980 í BT! Ömurlegt! Var ekki með nógann pening því ég fékk ekki að skipta DVD myndinni sama hvað ég vældi í konunni :(

Fór og fékk mér McDonalds með vini mínum, ég bað um MEÐ beikoni og hann bað um ÁN beikons en síðan fékk ég EKKERT beikon og hann FÉKK beikon! Hvernig í andsk. gátu þeir ruglað svona einfaldri pöntun?!? Við hentum bara matnum og ég sagðist aldrei ætla að kaupa mat þaðan aftur. Fór á Subway og þar fékk ég að velja sjálfur sem var MIKLU betra!

Fór út og labbaði í strætó, ætlaði að taka eikkern strætó man ekki nákvæmlega númerið, en þegar ég sá hann koma labbaði ég útað gangstéttinni og beið eftir strætónum, en NEI! Strætóbílstjórinn keyrði framhjá mér! Þurfti að bíða í 20 mínútur eftir næsta strætó.

^Skemmtilegur dagur right?^


Fór heim og kíkti á sorpið og sá ‘17 ný skilaboð’ og ég var forvitinn um hvað þetta var, þannig að ég kíkti og sá að heilmargir voru búnir að adda mér sem vin! Þetta bara gerði daginn frábærann :D
Svo kom að því að ég þarf að segja ykkur líka að þetta er smá djók.. Þið voruð öll Xuð, eins og ég og supermann viljum kalla það!

Kveðja Birkir! Only half of this was true!
Fékk leyfi af supermann sko, takk ;)