Óvina saga 4. Kafli 4. Kafli: Skrítið


Margrét sat að snæðingi með Bryndísi og Estheri og mönnum þeirra Ólafi og Tuma.
Esther og Bryndís voru í skítugum herklæðum vegna þess að þær höfðu ekki haft neinn tíma til að skipta yfir í föt eftir bardagann við Musteri Haanuh – Guðs dauða – vegna þess að þau höfðu komið beint hingað. Esther og Bryndís voru nefninlegla Stríðs-Óvinir en mennirnir þeirra Tumi og Ólafur voru báðir Æðstu-Presta-Óvinir og voru klæddir í skær-rauða kufla með dökk-rauðum skikkjum í stíl.
Esther var hávaxin og með ljóst sítt hár á meðan að Bryndís var lítil og með stutt dökkt hár. Þrátt fyrir ólíka hæð og hár þá voru þær samt líkar á sinn hátt; þær voru báðar fagrar og grannar en samt sterklega byggðar.
“Hvernig gekk árásin” spurði Margrét, því að þrátt fyrir að vera Stríðs-Óvinir þá voru þær báðar búnar að ná næst-æðstu stöðu mögulegri fyrir Stríðs-Óvini – Árásar-Riddara – og voru nýbúnar að leiða árás til að bjarga einu af ytri virkjum Óvina frá árás eðlilegra manna.
“Hún gekk vel Margrét Forseti” svaraði Bryndís, sú yngri.
“Hvað hef ég sagt þér oft að kalla mig bara Margrét þegar að við erum í einrúmi?” svaraði Margrét á hæl – sem að var réttnefnd Forseti Staðarins “Það eru engir titlar þarfir á milli mín og æðri Óvina minna”.
“Fyrirgefðu Margrét For… Öh, Margrét.”Bryndísi hafði reynst það erfitt að sleppa öllum titlum svona snöggt eftir að hafa verið gerð að Árásar-Riddara. Esther glotti út um annað munnvikið; það hafði aldrei verið neitt vandamál með Estheri enda höfðu hún og Margrét verið vinkonur svo lengi sem að þær mundu eftir sér og Esther risið hraðar en Margrét.
“Ég á erfitt með að trúa því að ekkert hafi gerst” sagði Margrét “þar sem að þið komið æðandi, segjandi að þið hafið áríðandi skilaboð til mín, og ekki einu sinni stoppandi til að skipta um föt.”
“Árásin gekk vel” sagði Esther. Hún leit út eins og hún væri kvíðin; Esther var aldrei kvíðin, jafnvel þegar að Dauða Sóttin kom til höfuðborgarinnar og fólk fór að falla niður hafði Esther verið ein af fáum sálum sem að höfðu verið rólegar.
“Hvað gerðist?” spurði Margrét.
“Það…” Esther tók sér stutta pásu og virtist íhuga eitthvað í smá stund og sagði svo “Það skiptir kannski engu máli, en, þegar að bardaginn var nýbúinn þá fengum við skilaboð frá Presta-Óvininum í Kraah að nóttina fyrir fyrstu árásina, þrem vikum fyrr, hafði hann fengið skilaboð með dúfu, frá Guðmundi, að hann þarfnaðist hjálpar sem fyrst. Um hádegisleitið daginn sem að sem að árásin var þá hafði presturinn fengið önnur skilaboð frá honum.” Esther tók stoppaði aðeins “Með Hugnskilboðum.” Margrét tók andköf; sumir Óvinir – sérhæfðir og sumir sterkir líka – gátu sent skilboð til annarra af þessum fáu Óvinum í gegnum Hugninn. Ástæðan fyrir því að Margréti var svo brugðið var sú að Hugnaskilaboð voru aldrei notuð utan Staðarins, nema í algjörri mestu neyð, vegna þess að það eru þónokkrar – ekki litlar, en ekki mjög miklar heldur – líkur á því að prestar manna geta fengið skilboðin og jafnvel stoppað þau ef að þeir eru í nokkurnvegin sömu línu og áttin sem að skilaboðin eiga að fara, þetta getur líka gerst með þá Óvini sem að geta sent og fengið svona skilaboð og þessvegna eru alltaf sérstök mál sem að er ekki hægt að senda með Hugnaskilaboðum.
“Hvað í ósköpunum gæti verið svo mikilvægt og af hverju fréttum við ekki af því fyrr en núna?” spurði Margrét.
“Ungur strákur” svaraði Esther “Það er ungur strákur hjá Guðmundi sem að hann fann á hlaupum frá múg eftir að vera uppgötvaður. Þetta mikið fengum við að vita í bréfinu en einnig var eitthvað við það sem að sagði að þetta væri mjög mikilvægt” Esther leit í augun á Margéti “Guð má vita hvers vegna hann sendi Hugnaskilaboðin en þau sögðu einfaldlega ‘HJÁLP’, ekkert annað; þannig að við búumst við því að hann hafi verið í neyð þegar að hann sendi þau og við hugsum líka að strákurinn sé mjög mikilvægur af því að Guðmundur veit betur en að senda Hugnskilaboð til okkar ef að hann þarfnast persónulegrar hjálpar.”
Margrét sat og hugsaði í stutta stund og spurði svo “Hvað gerðuð þið?”
Það var Bryndís sem svaraði “Við sendu hóp með tuttugu mönnum á nýjum hestum til að kanna þetta við létum þá líka hafa dúfur.”
“Gott það var rétt brugðist við” svaraði Margrét “Farið þið núna og þrífið ykkur, skiptið um föt og fáið ykkur almenninlegan mat” sagði hún í aðeins léttari tónum “Hittið mig svo hérna aftur eftir einn og hálfan tíma, við höfum mikið til að gera.”

Halldór sat við matarborðið með hinum nýfundnu ‘vinum’ sínum. Hann horfði á eitthvað sem að líktist einhverskonar ávexti nema bara hann var ekkert líkur neinu sem að hann hafði séð áður.
“Skrítið?” spurði veran sem kallaði sig Arnór.
Arnór leit út fyrir að vera svona á aldur við Halldór kannski einu ári eldri en hann mesta lagi en samkvæmt frásögn hans var hann rúmlega fimmtugur. Þrátt fyrir að vera ennþá barn hjá hans fólki þá var hann vitrari en flestir menn sem að Halldór hafði hitt.
“Já, svona svolítið… Undarlegt” svaraði Halldór.
“Flestum af ykkar kyni sem að koma hingað finnst það sama” sagði Arnór “eða það hef ég heyrt; enginn maður hefur komið hingað á minni lífstíð, síðasti maðurinn kom hingað fyrir einhverjum 130 árum.”
“Það er mjög langt síðan” sagði Benni.
“Nei, reyndar ekkert svo” svaraði annar af þessum svokölluðu álfum.

Klemenz hljóp í gegnum skóginn. Hann hafði misst af stráknum fyrir þónokkru síðan en það var eitthvað undarlegt í gangi hérna; fyrst hafði hann og hópurinn hans komið upp að húsinu og rifið það í tætlur leitandi að vopnum, mat og skartgripum – tröll hafa ekkert sem kallast efnishyggja en þeim þykir samt flott að ganga með ‘gljáandi hlutina’ og geta þeir táknað stöðu þeirra í samfélagi trölla, og var Klemenz með þónokkuð af þeim þar sem að hann var stríðsleiðtogi ættbálksins síns – síðan höfðu komið þessar tvær manneskjur og þegar að strákurinn flúði hafði Klemenz og þeir fáu af stríðsmönnum hans sem að hann hafði tekið með á veiðar ætlað að drepa manninn og ná stráknum og hafa þá í mat. En þá hafði þetta allt byrjað að flækjast; hinn dularfulli maður hafði drepið mikið fleiri af tröllunum en hann hefði átt að gera og í stað þess að fara að elta strákinn, á meðan á bardaganum stóð, hafði Klemenz farið og náð í fleiri tröll ef að svo vildi til að strákurinn yrði líka svona erfiður en þegar að hann kom til baka með flest karl-tröllin í ættbálknum þá voru öll tröllin dauð og flokkur af mönnum var þarna útataður í blóði. Klemenz og hin tröllin höfðu tryllst og ráðist á mennina og höfðu flestir dáið í bardaganum – bæði menn og tröll – þegar að það varð augljóst að tröllin voru að tapa þá hafði Klemenz flúið inn í skóginn og hafði verið villtur þar undanfarna klukkutíma.
Það sem að var einstaklega undarlegt við þetta var það að hvorki tangur né tetur hafði verið eftir af undarlega manninum; hann hafði ekki verið með mönnunum, hann hafði ekki farið á eftir stráknum og það vru engin ummerki þess að tröllin hefðu eldað – auk þess þá var það ólíklegt þar sem að þau hlutu að vita að Klemenz og hin tröllin hefðu líklega drepið þá.
En það sem að var lang undarlegast við þetta allt var að Klemenz var villtur; Klemenz villtist ekki í skóginum, það var eins og þessi partur af skóginum hefði komið upp úr þurru og einnig þá fannst honum eins og honum væri veitt eftirför en alltaf þegar að hann reyndi að gá þá sá hann ekki neitt. Klemanz var illa við þetta, hann var orðinn hálf hræddur, Klemenz hafði aldrei orðið hræddur áður – og honum líkaði ekkert vel við það.