ég er ekkert sérlega góð í að semja sögur og líka það að ég byrja og nenni svo ekki að klára söguna ég fæ svona tímabil hehe en þetta er svona smá partur að smá sögu sem ég byrjaði eitt sinn á ég á allveg fullt af svona sögum (en hvar þær eru er ég ekki viss um hvort ég eigi þær inní tölfunni en enjoy)
1. kafli
Undarlegir hlutir gerast
,,Jónatan, Jónatan ég er búin að ákveða hvað ég vil fá í jólagjöf”, sú stutta hljóp til stóra bróður síns sem var djúpt sokkin í kennslubókina hann ætlaði sér að ná þessum vorprófum annars fengi hann ekki nægan styrk fyrir loka árið í menntaskólanum ,,Núnú” svarar jónatan ,,Já og núna er ég alveg handviss” sagði sú stutta ákveðin ,,en Rósalind mín, þú veist það að jólin eru ekki fyrr en eftir 6 mánuði og sumarið er ekki einu sinni búið” Rósalind leit niður leið á svip ,,en, en, en” ,,og svo þá áttu fyrst afmæli þannig að það er aldrei að vita hvort þú færð þetta ekki bara í afmælisgjöf “ sagði Jónatan og blikkaði litlu systur, það glaðnaði yfir þessari þriggja ára og byrjaði strax að segja honum frá óskalistanum sínum, en Jónatan fann alt í einu fyrir þeirri tilfinningu að Gamli maðurinn á móti honum væri að horfa á hann og það heltist yfir Jónatan þessi stórfurðulega tilfinning eins og einhver væri að hræra í minningum hans ,,JÓNATAN, JÓNATAN” Rósalind var byrjuð að hrista við Jónatani sem hafði runnið niður bekkinn. Jónatan settist upp og tók utan um systur sína sem var farin að gráta ,,svona, svona það er alt í lagi núna elsku Rósalind mín” hann gerði hlé á máli sínu til að þurrka tárin og leit svo í augun hennar og sagði: ,,Jæja, ég les engar hugsanir viltu ekki segja mér hvað þú vilt í afmælisgjöf á meðan við löbbum heim.”
Rósalind byrjaði að lýsa því nákvæmlega hvernig sandkassasett hún vildi í afmælisgjöf á meðan þau löppuðu heim á leið og Jónatan hlustaði með miklum áhuga en hugsaði að eftir nokkra daga þá mundi Rósalind snúast hugur og biðja um einkvað annað.
,,Jónatan” sagði hún alt í einu, ,, hvenær kemur mamma heim” Jónatan stoppaði og kraup niður ,,bara að ég vissi Rósalind mín bara að ég vissi” Jónatan hafði ekki verið nema 14 ára þegar báðir foreldrar hans dóu, faðir hans hafði bara horfði og tveim mánuðum seinna hafði hann frétt af honum dánum, móðir hans var þá ólétt af stúlkubarni og komin 7 mánuði á leið með svo mikla meðgöngueitrun að hún lést við fæðingu en Rósalind lifði og var alin upp af Jónatani, foreldrar þeirra skildu ekki margt eftir nema íbúðina og smá pening sem þau höfðu átt á sparibankabók. Jónatan og Rósalind áttu enga ættingja þannig að þau stóðu alein.
Jónatan átti erfitt með að sætta sig við fall þeirra beggja fyrsta árið en sá að ef hann ætlaði að ala litlu systur upp yrði hann að harka af sér og hætta þessu væli því að Rósalind grét nóg fyrir þau bæði. Nú voru liðin tæp fjögur ár síðan Jónatan og Rósalind voru skilin ein eftir í þessum stóra og furðulega heimi.
Alla síðustu viku fannst Jónatani eins og það væri verið að fylgjast með honum en hann reyndi með fremsta megni að hundsa þessa tilfinningu og einbeita sér að Rósulind, vinnunni, skólanum og auðvitað afmælinu hennar Rósulindar sem var eftir fimm daga, hvernig átti hann að fara að þessu? Hann vann eins og hann vissi ekki hvað en samt var eins og hann ætti aldrei neinn pening, hvernig átti hann að hafa efni á afmælisgjöf handa Rósulind sem var að verða fjögur ára og hvenær átti hann að hafa tíma til að kaupa hana, hann var alltaf að vinna og í skólanum og hvert sem hann fór kom hún Rósalind með honum.Jónatan var einn af myndarlegu strákunum í skólunum og allar stelpurnar sáu ekki sólina fyrir honum því hversu duglegur hann var, en hann hafði engan tíma til að pæla einkvað í þeim, hann hafði nóg á sinni könnu nú fyrir og vildi ekki vera neitt að flækja málin með einhverju stelpuveseni.
,, Má ég ýta á takkann? “ Jónatan áttaði sig á því að hann stóð nú beint fyrir framan blokkina sem þau bjuggu í, eina sem foreldrar þeirra skildu eftir var íbúð í blokk í nær furðulegasta hverfinu í allri borginni ,, já auðvitað máttu það” svara hann og Rósalind hleypur á undan til að ýta á takkann. Þótt hverfið væri ekki fyrstaflokks voru góðir nágrannar sem hjálpuðu Jónatani og Rósulind mikið, hann gat ekki lýst yfir þakklæti sínu við þær Guðlaugu og Arnlaugu, konunum í íbúðina á móti, þær voru alltaf að bjóða þeim að borða hjá þeim og buðust oft á mörgum sinnum til að passa Rósulind þegar Jónatan þurfti að taka yfirvinnu. Hann var í sífellu að þakka fyrir sig en þær sögðu alltaf að hann mætti hvenær sem er biðja um hjálp, þær voru báða komnar á þann aldur að þær þurftu ekki að vinna lengur. Jónatan henti bókapokanum inní herbergi og byrjaði að hafa til mat ,,hvernig líst þér á hakk og pasta Rósalind?”
,,æi aftur?” svaraði hún ,,er ekki til neitt annað að borða núna?” ,,nei því miður Rósalind mín við erum dulítið þröng um matinn núna, annaðhvort er það hakk og pasta eða pastasúpa, hvort viltu?” ,,bara hakk og pasta” svaraði sú stutta niðurlút og tók upp þykku litabókina sín og litina sem hún hafði átt síðan á þriggja ára afmælinu sínu, Guðlaug og Arnlaug höfðu gefið henni litabókina en Jónatan litina.
Jónatan eldaði matinn og þrátt fyrir að Rósalind var ósátt þá át hún með bestu lyst, enda sársvönd eftir að hafa verið að hamast í garðinum um daginn, yfirleitt þegar þau borðuðu ríkti algjör þögn og hvorugt sagði neitt fyrr en þau voru búin að borða og hjálpast til við að þvo upp og ganga frá. ,,Rósalind” byrjaði Jónatan ,,ég þarf að fara að vinna núna í kvöld og þú verður að koma með, viltu ekki taka með þér litabókina þína, litina og ég skal taka kodda og teppi með því ég veit ekki hversu lengi ég verð að vinna núna, því að ég þarf að vinna fyrir hann Óla” Rósalind þurfti ekki að láta segja sér þetta tvisvar og tók til lita bókin og klæddi sig í útiföt og setti á sig hjálminn því að þau ferðuðust alltaf á hjóli í vinnuna hans Jónatans. Á leiðinni spurði hún Jónatan allt í einu ,,af hverju má Óli, Gunni og Óttar alltaf taka sér frí en ekki þú Jónatan?” ,,rosalega ert þú núna orðin forvitin” svarði hann ,,Já,” sagði hún ,,þeir eru alltaf að taka sér sumarfrí og þú vinnur bara meir og meir, af hverju tekur þú þér aldrei sumarfrí?” ,,Bara, einhver þarf að borga rafmagnið og íbúðina, Rósalind mín og þeir eru eldri en ég þannig að þeir fá meiri pening en ég og þess vegna geta þeir tekið sér frí og verið með fjölskyldunni sinni.” ,,þú verður að skilja það Rósalind að við eigum ekki svo mikinn pening og því verið ég að vinna eins mikið og ég get svo að þú getir verið í almennilegum fötum og farið í skóla þegar þú ert orðin nógu gömul” ,, Já, já ég skil” sagði hún svo ,, mér finnst þetta bara ósanngjarnt” sagði hún svo eftir smá þögn ,, lífið er ekki alltaf sanngjarnt Rósalind mín, sumir eru bar óheppnari en aðrir” sagði Jónatan um leið og hann losaði Rósulind úr barnastólnum ,, þú ert orðin svo stór þú verður að fara að læra að hjóla hjólinu sem að Guðlaug og Arnlaug gáfu þér í jólagjöf, bráðum get ég bara ekki hjóla með þig svona aftan á mér, ég skal reyna að útvega mér frí núna um helgina þegar þú átt afmæli og við skulum fara saman í garðinn og kenna þér að hjóla og hver veit nema Guðlaug og Arnlaug vilji koma með okkur” það glaðnaði svo sannarleg yfir andliti Rósulindar en hún vissi að hann þyrfti að læra svo mikið svo að hann kæmist í stórukrakka skólann ,, en þá getur þú ekkert lært” sagði hún ,, ég læri bara þegar við erum að borða eða þegar þú sofnar um kvöldið” sagði hann og reyndi láta það líta út fyrir að það væri ekkert mál. Þau gengu inn í tóma vöruhúsið og Jónatan fór beinustu leið til Óla til að láta hann vita að þau væru komin, Rósalind fór bara inn í kaffistofuna og tók upp litabókina sína og byrjaði að lita mynd af dreka og álfadrottningu, hún vissi að hún mátti ekki trufla þegar Jónatan er að tala við hina mennina sem hann var að vinna með.
Kvöldið silaðist áfram og Rósalind þreyttist á að lita smátt og smátt og augun hennar lokuðust hægt og rólega, hún lagðist á bekkinn og breiddi yfir sig teppinu sem Jónatan kom með og hún féll á vitund draumana.
Jónatan var í sinni venjulegu skoðunarferð er hann heyrði undarlegt suð handan eina af dyrunum á ganginum, alt í einu hrundu dyrnar upp og við Jónatani blasti skært bleikt ljós sem dofnaði smátt og smátt og Jónatan jafnaði sig á ofbirtunni sem kom yfir hann. Handan ljóssins stóð maður sem fór með sömu setninguna aftur og aftur og það var eins og það væri verið að rífa innyflin úr Jónatani en skyndilega þá fann hann að það stóðu tvær manneskjur bakvið hann og gáfu frá sér blátt ljós og fóru líka með aðra setningu aftur og aftur og sársaukinn minkaði talsvert.
Jónatan féll æi djúpann svefn. Hann rankaði ekki við sér í langan tíma en honum fannst eins og hann hefði aðeins sofið í fáeinar mínútur. Það var allt svo bjart og ferskt í kringum hann, hvar var hann eiginlega? Það var allt svo bjart og allt ilmaði svo vel, hann var örugglega á himnum eða einhverstaðar þar nálægt.
Jónatan opnaði augun og sá að hann lá í hvítu rúmi inní einu bjartasta herbergi sem hann hafði nokkurn tíman verið í, hann heyrði fuglasöng og fann lykt af náttúrunni, allt var svo ferskt ,, ætli ég sé í himnaríki?” spýr Jónatan sjálfan sig upphátt á sama tíma og hann sest upp ,, hvað ætli ég hafi sofið lengi?” hélt Jónatan áfram og bjóst alls ekki við því að fá svar en samt var svar djúpri röddu ,, þú ert á stað sem enginn venjulegur maður veit um og enginn sér hann nema vita nákvæmlega hvar hann er, annars sér manneskjan bara risastórt fjall alþakið ís, fjöllin eru óklífanleg hér í kring og eru þakin ís en hérna er alltaf sumar og ferskt hlýtt loft” maðurinn gerði hlé á máli sínu en hélt svo áfram ,, þú hefur lært um þennan stað sem Suðurpólinn” Jónatan var smá tíma að melta þessar upplýsingar. Maðurinn hélt áfram ,, þú svafst í nákvæmlega fjóra sólahringa, átta klukkustundi, sextán mínútur og tuttugu og átta sekúndur að tímatali Snæfoksfólks en að tímatalinu sem þú ólst upp við þá svafstu í níu sólahringa, þrjár klukkustundi og fáeinar mínútur, já það er rétt þú misstir af afmæli Rósulindar” ,, Rósalind “ stundi Jónatan upp ,, hvar er hún? Kom eitthvað…” hann komst ekki lengra því að þá heyrði hann í Rósulind skelli hlæja rétt fyrir una gluggann, það var svo gott að heyra hana hlæja, það var eins og þungum farmi væri létt af honum. ,, Já það er í lagi með hana hún skaðaðist ekki neitt en þú varst nær dauða en lífi þegar það var komið með þig hingað.”
,, hvað gerðist? ” sagði Jónatan ákveðinn, hann vildi fá að vita nákvæmlega hvað gerðist og hvað er á seiði, hann fékk á tilfinningunni að þessi ókunni maður vissi alveg hvað gerðist fyrir pabba hans og af hverju það var ráðist á hann þarna í vöru húsinu. ,,og nú vil ég fá að vita allt saman, ekki bara að pabbi dó skyndilega, það var eitthvað á seyði þarna kvöldið í vöruskemmunni og ég vil fá að vita hvað. En fyrst vil ég fá að vita hver ég er og hver þú ert og hvað í ósköpunum við Rósalind erum að gera hér”
,,Er það mér að kenna að allt fór í háaloft og hvarf pabbi af ástæðum eitthvað tengt þessu