Stundum verð ég svo niðurdregin/n af óánægju að ég get ekki séð
hvar ég er stödd/staddur eða hvert ég er að fara. þegar ég gef mér tíma
til þess að hugsa þá geri ég mér ljóst að neikvæðni heldur aftur að
mér. Með hjálp Al-Anon uppgötva ég að þrátt fyrir að það sé gott
að horfast í augu við tilfinningar mínar þá hef ég val um að ákveða hvert ég
beini athygli minni. það er áskorun að finna jákvæða eiginleika hjá
sjálfri mér, í kringumstæðum mínum og hjá öðru fólki.
þegar ég stunda fundi og geri lista yfir það sem ég er þakklát/ur fyrir
og tala við aðra Al-Anon félaga þá koma þessar gjafir í ljós ef ég er viljug/ur
til þess að sjá þær. Ég trúi því að sál mín sé falleg og hún hafi verið sköpuð í
ákveðnum tilgangi.
Áður en ég kom til Al-Anon eyddi ég ótrúlega miklum tíma í að stjórna
drykkju maka míns, svo miklum að ég hafði hvorki orku né tíma til að
hugsa um samband okkar. Mér fannst erfitt að tengjast sjálfri mér sem
einstaklingi af því að ég var búin að glata einkennum mínum og karakter.
Ég vissi mjög lítið um það hver ég var og hvert ég vildi stefna í lífinu. Ég
gat lýst sambandi mínu við maka minn mjög vel með einu orði:- viðbrögð.

Hugsanir mínar, tilfinningar og vilji bergmáluðu hugsanir, tilfinningar og
framkvæmd alkóhólistans. Ótti og samviskubit stjórnuðu mínu lífi, en fyrir
Guðs mildi var ég leidd að þessu frábæra prógrammi fyrir 12 árum síðan.
Ein sú mikilvægasta gjöf sem ég hef þegið frá Al-Anon er traust og
kærleiksríkt samband við sjálfan mig. Útfrá því sambandi hefur þróast
lífsgefandi samband við æðri mátt. Ég hef losnað undan ótta og samviskubiti
og öðlast sjálfsvirðingu og sjálfsábyrgð.Ef við gefum okkur sjálfviljug á vald andlegum reglum reynslusporanna,
mun líf okkar gerbreytast. Við verðum þroskaðir, ábyrgir einstaklingar sem
geta glaðst í ríkulegum mæli, upplifað undur og notið okkar til fulls. Þó svo
að við verðum kannski aldrei fullkomin munu stöðugar, andlegar framfarir
birta okkur þá gríðarlega miklu möguleika sem standa okkur opnir. Við
uppgötvum að bæði erum við ástar verð og getum elskað. Við elskum aðra
án þess að týna sjálfum okkur og við lærum að þiggja ást á móti. Sýn okkar,
sem eitt sinn var þokukennd og ruglingsleg, skýrist og við verðum fær um að
skynja raunveruleikann og þekkja sannleikann. Kjarkur og samkennd koma í
stað óttans. Við verðum fær um að hætta á að gera mistök til að þróa með okkur
nýja og áður óþekkta hæfileika. Við munum eignast von, sama hversu illa leikin og
smánuð við vorum orðin, sem við getum deilt með öðrum. Við förum að upplifa og
þekkja víðáttur tilfinninga okkar en við verðum ekki þrælar þeirra. Leyndarmálin
munu ekki lengur halda okkur föngnum í skömm. Um leið og við öðlumst hæfileikann
til að fyrirgefa okkur sjálfum, fjölskyldum okkar og umheiminum, mun tækifærum okkar
fjölga. Með reisn munum við standa með sjálfum okkur en ekki í vegi fyrir náunganum.
Æðruleysi og friður mun öðlast merkingu hjá okkur um leið og við leyfum lífi okkar, og
lífi þeirra sem við elskum, að flæða fram dag frá degi í guðdómlegu áreynsluleysi, í
jafnvægi og með tign. Þar sem við erum ekki lengur óttaslegin munum við uppgötva að
við getum leyft okkur að njóta þversagna lífsins, leyndardóma þess og fyllast lotningu.
Við munum hlæja meira. Trúin mun sjálfkrafa leysa óttann af hólmi og við fyllumst þakklæti
þegar við gerum okkur ljóst að æðri máttur er að gera það fyrir okkur sem við getum ekki
gert fyrir okkur sjálf.