Allt í lagi þetta er saga sem ég skrifaði fyrir nokkru og ákvað að setja hérna so enjoy.

Dvergurinn Símon

Það var eitt sinn, í fjarlægu landi að dvergur var að ganga um skóginn, þessi dvergur hét Símon. Ástæða þess að hann var að laba um skóginn er að hann var í fýlu út í ömmu sína sem hafði sagt honum að fara að borða sokkana sína. Símon vildi hefna sín á ömmu sinni og þegar hann sá stóran og feitan ref þá fékk hann hugmynd um hvernig hann gæti hefnt sín. Hann myndi henda refinum í ömmu sína, hann glotti við tilhugunina og hugsaði með sér hvernig svipurinn á ömmu hanns væri þá. “ Hæ”, sagði refurinn, ég heiti Jónas og … heyrðu hvað ertu að gera. Jónasi brá því að Símon tók hann upp og byrjaði að hlaupa með hann út úr skóginum. Símon kom að húsinu sínu þar sem amma hanns var líklega inní í ruggustólnum sínum að prjóna sokka sem hann þyrfti að borða. Símon sparkaði upp útidyrahurðinni og hljóp inn með Jónas í fanginu en sá ömmu sína hvergi. Hvað ertu eiginlega að gera dvergsauli, sagði Jónas reiðilega. Ég ætla að kasta þér í ömmu mína, svaraði Símon. Nú svoleiðis, sagði Jónas.Símon heyrði þrusk í einu herbergjanna á efri hæðinni, hann hljóp upp stigan og inn í herbergið. Herbergið var myrkvað svo að Símon sá ekki neitt nema glóð á vindli sem lýsti dauft í myrkrinu. Ég hef beðið eftir þér Símon, sagði rödd innan úr myrkrinu. Amma, sagði Símon skelfingu lostinn. Nei strákur, sagði röddinn, ég er ekki amma þín. Ég heiti Finnbogi og er kominn til að innheimta skuld þína Símon. Hvað átti við Hr. Finnbogi, ég skulda ekki neinum neitt. Ójú Símon minn, mannstu ekki … fyrir fimmtán árum.Ó nei, sagði Símon nú man ég.
Í skóginum fyrir 15 árum:
Símon gekk upp að Finnboga og sagði geturu lánað mér 500 kr fyrir nýjum sokkum manni, ekki málið félagi, svaraði Finnbogi og lét hann fá seðil.

Svo að þú manst núna að þú skuldar mér Símon minn. Símon dró upp seðlaveski sitt og rétti Finnboga 500 kr. seðil. Takk fyrir og þá er ég farinn, sagði Finnbogi um leið og hann breyddi úr vængjum sínum og flaug í gegnum þakið og út í skært tunglsljósið. En hvar er þá amma þín Símon, sagði Jónas. Þeir heyrðu sturtað niður af klósettinu og amma hans Símons kom út. S…Símon hv..hvað ertu að gera með þennan ref. Símon brosti og henti Jónasi af öllu afli í ömmu sína, en hún rétt náði að taka upp geislasverð sitt og verja Jónas ( sem kom ekki vel út fyrir hann )
síðan greip amma sokka og tróð þeim upp í munninn á Símoni og settist í ruggustólinn sinn og sofnaði.


Endir.


Ekkert mikilfengleg saga en samt góður endir ekki satt?
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?