Óvina saga 2. kafli 2. Kafli: Halldór


Halldór biltir sér í svefni á meðan hann dreymir.

Halldór er hlaupandi frá reiðum múg sem að hefur verið á hælum hans síðustu 4 klukkutímana; æðsti presturinn hafði valið hann og reynt að drepa hann. Hann vissi ekki af hverju og langaði ekki til að vita af hverju hinn æðsti guðsmaður þorpsins síns hafði reynt að renna hnífi inn í rifbein guðsonar síns.
Allt í einu dagaði það upp fyrir honum og hann hrasaði og datt andlit fyrst í drulluna eftir rigningu gærdagsins. Hann hlaut að vera orðinn Óvinur, Nei það er ómögulegt, hugsaði hann með sér, Það getur ekki verið það hlýtur að vera einhver annar sem að hefur verið valdur allra undarlegu hlutanna nýlega ég skal bara segja þeim að þeir hafi gert mistök og all verður í lagi aftur. Innst inni vissi hann samt sannleikann; ef að hann færi til þeirra sem ða eltu hann og segði að það væri ekki hann, og hann yrði drepinn, en jafnvel verra þá vissi hann að ef hann segði að þau hefðu gert mistök þá vissi hann að hann væri að ljúga.
Öldungarnir og prestarnir gátu ekki haft rangt fyrir sér og en verra þá vissi hann það í hjarta sér að “óhöppin” undanfarið höfðu öll komið frá hanum. Ég er orðinn Óvinur, hugsaði hann.

Halldór vaknaði allur í svitabaði hann hafði verið að dreyma þennann sama draum síðasta mánuðinn eftir að þetta hafði gerst.
Sitjandi í rúmminu sínu hjá undarlega manninum, hugsaði hann um það af hverju þessi gamli maður hefði allt í einu komið út úr þokunni, á hesti, korteri eftir uppgötvun hans og tekið hann meðsér hingað sagt honum að hvíla sig og ekki koma upp úr kjallaranum fyrr en að hann kæmi aftur og horfið síðan út um kjallarahlerann og ekki komið aftur í mánuð.
Á morgnanna - eða það sem að hann hélt að væri morgunn; hann hafði misst eiginlega allt tímaskyn - þegar að hann vaknaði var kássa brauð og annar matur handa honum fyrir heilan dag, sem að hann gat hitað í arinninum og fengið sér, kerti, bækur og sverð sem að hann hafði verið að æfa sig undanfarinn mánuð. Á daginn var hlerinn að útheiminum lokaður og - þó að hann hefði engan sérstakann lífvilja síðan að vinir hans, öll fjölskylda, allar eigur og allt líf hans hafði verið rifið frá honum á einu augnabliki - þá vildi hann samt ekki hætta á það að reyna að komast og mæta því sem að biði hans þar - sem að hann hafði ekki hugmynd um hvað væri; það gæti verið ekkert, maðurinn, hvernig svo sem hann væri, reitt fólk eða eitthvað allt annað.
En þrátt fyrir allt þetta þá hafði hann einu sinni vakað lengi og þá nótt kom enginn og enginn matur, vatn , kerti né bækur voru þar næsta morgunn svo að hann hafði ekki gert það síðan þá.

Halldór sat, þremur dögum síðar, í eina stólnum í herberginu í kjallaranum og las bók kallaða Ævintýri Hreggviðs axar, þegar að hlerinn opnaðist allt í einu og inn kom labbandi ungi maðurinn sem að Halldór rámaði í frá því fyrir mánuði síðan.
“Góðan dag” sagði hann “Ég gleymdi víst að kynna mig þegar að við hittumst fyrst. Ég heiti Guðmundur. Ég vill biðjast afsökunar á því hvernig ég hagaði mér þegar að við hittumst fyrst; ég var bara ekki að ná tökum á aðstæðunum ég skynjaði mann sterkann í Hugninum í neyð og kom sem fyrst og þegar að þú varst svona ungur þá vissi ég ekki almenninlega hvað ég átti að gera við þig.”
“Ég veit ekki hver þú þykist vera en ég er engin Guðlastandi Óvinur.” svaraði Halldór, óviðbúinn öðrum Óvin og hissa á því að hann vissi að hann væri líka Óvinur.
Halldór heyrði manninn sem að kallaði sig Guðmund hlæja einum stuttum hlátri og leit aftur upp úr bókinni.
“Ég hélt að þú hefðir kannski náð að sætta þig við þetta núna, en mér skjátlaðist greinilega.” sagði Guðmundur brosandi breytt "Jæja, segðu mér allavegana hvað þú heitir ungi maður“ sagði hann með mikilli áherslu á maður.
”Ég heiti Halldór Jóhannesson, ég er og ég… ég er… ég er Óvinur.“ kláraði Halldór veiklega, brestandi í grát.
Guðmundur tók eftir því að Halldóri leið illa og var farinn að gráta. Hann settist hjá honum og reyndi að hugga hann en Halldór grét bara og Guðmundur leifði honum það. Þegar að hann var búinn að gráta í þónokkurn tíma og var farinn að reyndi hann að biðjast afsökunar en Guðmundur lét bara á honum þangað að hann jafnaði sig almenninlega. Þetta var í fyrsta skiptið sem að Halldór hafði grátið svona mikið síðan að pabbi hans hafði dáið fjórum árum fyrr.
”Ég fór í gegnum svipað og þú nema það að ég var ekki uppgötvaður fyrr en eftir að ég hafði haft hálft ár til að sætta mig við þetta. En ég skil hvað þú ert að fara í gegn um og ég skal hjálpa þér og leiðbeina eftir minni bestu getu, þó svo að ég sé tiltölulega nýr þessu öllu sjálfur.
Halldór tók nú fyrst almenninlega eftir manninum sem að hafði bjargað honum og seinna huggað hann. Guðmundur var unglegur, varla eldri en átján, mjög hávaxinn, örugglega 195 sentimetrar í það minnsta, hann var með ljós-skolhært hár sem að náði honum niður að öxlum og skærgræn augu, hann var með skegg í kringum munninn sem að skiptist svo í tvær þunnar fléttur sem að náðu honum létt svo niður á bringu.
Hann hafði hart andlit en samt einhvernveginn gott; það var ekkert illt í því en eins og að hann hefði hvalist mikið.
“Jæja, ætli það sé ekki best að þú komir út í læk og fáir þér bað á meðan að ég tek til ný föt; þú lyktar eins og Farnis,” hann hóstaði "verulega skítugur Farnis."
Halldór var sammála því og fylgdi honum að læknum þar sem að hann þvoði sér á meðan að Guðmundur gerði eins og að hann hafði sagt. Eftir að hann var búinn að þrífa sig og kominn í ný föt - fínni en hann hafði nokkurntíman á ævi sinni átt áður - héldu þeir í átt að húsi Guðmundar en þar beið hræðileg sjón þeirra.