Óvina saga
1.Kafli: Kynning
Eitt sinn var ungur maður sem að hét Guðmundur hann átti erfitt, hann átti enga vini af því að hann hafði hrakt þá alla í burtu á barnsaldri þegar að hann komst að því hvað hann gat gert; Guðmundur var Óvinur.
Þar sem að lesendur munu ekki ekki vita hvað Óvinur er þá skal ég skýra það út hér: Óvinir eru kallaðir Óvinir vegna þess að þegar að mannkynið uppgötvaði þá fyrst þá gat það ekki tekið Óvini í sátt og það varð stríð á milli fyrstu Óvinanna og allra annarra manna; já Óvinir eru alveg eins og annað mannfólk nema þeir geta stjórnað náttúruöflunum.
Það eralveg ótrúlega mismunandi hvað Óvinir geta gert; sumir eru sterkir og fjölhæfir og geta sem sagt stjórnað flestum öflum náttúrunnar; það eru svokallaðir Stríðs-Óvinir og lang flestir Óvinir sem ða hafa mikinn kraft eru líka Stríðs-Óvinir þó svo að sumir hafi þannig krafta að það reynist þeim erfitt að nota þá til lækninga en það geta verið kraftar sem að hafa þróast út í Lækninga-Óvini og Presta-Óvini einnig eru Verka-Óvinir en þeir gera allt annað sem að tengist ekki stríði, lækningum eða Guði/stjórnun. Já sjáðu til Presta-Óvinir stjórna líka Staðnum; Staðurinn er sá partur af Landinu sem að Óvinirnir söfnuðust saman í byrjun Stríðsins og börðust frá.
Á Staðnum búa líka eðlilegir menn því að eins og sum börn eðlilegra manna eru Óvinir - eins og Guðmundur - þá eru líka sum börn Óvinanna eðlileg en - annað en hjá eðlilegu mannfólki - þá eru eðlileg börn samþykkt í samfélagi Óvinanna á meðan að hjá mönnum eru þau oftar en ekki drepin á stðnum um leið og það kemst upp að þau eru Óvinir - sem að gerist oft vegna þess að þegar að Óvinir eru unglingar og að uppgötva mátt sinn þá eiga þau mjög erfitt með að stjórna honum og gera oft hluti ósjálfrátt algjörlega út í bláinn; það hafa verið atvik þar sem að sterkir Óvinir voru að labba út í skógi og allt í einu byrjuður grenitré að blómstra runna að vaxa og rósir án þyrna að spretta upp í kringum Óvininn(þó svo að það sé óalgengt) - og ef ekki þá er þeim í það minnsta kastað út úr samfélagi því sem að börnin - oft einungis 10 ára eða yngri - hafa búið alla sína æfi.
Örfáir eðlilegir geta sætt sig við að þekkja óvini og enn færri hjálpa þeim úrhrökum úr samfélagi manna - sem að sést kannski best á því sumar mæður ungra barna sinna sem að er hugsanlega bara grunaðir fyrir að vera Óvinir drepa þau sjálf - en þó eru nokkrir - örfáir - en samt nokkrir sem að hjálpa þessum “óheppnu”. Ef að þessir góðhjörtuðu menn eru uppgötvaðir eru þeir hengdir fyrir landsvik.
En aftur til Óvinanna þá eiga þeir sér sérstaka trú sem að allir - Verka-Óvinir, Presta-Óvinir, Lækninga-Óvinir, Stríðs-Óvinir og jafnvel eðlileg Óvina börn - trúa á. Sú trú kallast Kamalesha og byggist á því að trúa á náttúruna og það sem að manni er kærast en einnig segir hún frá komu Sameinarans sem að mun vera mjög sterkur Óvinur - sterkari en nokkur annar - og á að sameina allt mannkynið.
Flestir Óvinir eru ekkert gífurlega sterkir enda eru flestir bara Verka-Óvinir sem að eru margir fjölhæfir og máttvana í Hugninum - sem að er nafn máttar Óvinanna - og vinna í námum, á kornbýlum, nautabúum, við að byggja, hús og allt annað sem að þarf að gera - sumir ganga þó í herinn og berjast á bóti öflum eðlilegra manna á gamla mátan; sverð gegn sverði, öx gegn öxi, bogi gegn boga. Þess má geta að eðlilegu Óvina börnin eru eins og Verka-Óvinir án Hugnis.
-MadClaw
Ég vil þakka stuðning frá Jellybean og lauslega hjálp með 1. Kaflann