Það voru nokkrir sorparar sem báðu um ævisögu, ætli maður skelli sér ekki á hana!
Ég fæddist árið 1992 þann 4.september á sjúkrahúsi Reykjavíkur. Það munaði svo litlu að ég væri ekki hér í dag, naflastrengurinn var nefnilega vafinn utan um hálsinn á mér og ég lá við köfnun.
En það sem betur fer bjargaðist…til þess eru læknar!
Þegar mamma kom með mig heim af sjúkrahúsinu fagnaði hundurinn minn henni eins og venjulega, hann Pjakkur okkar, eins árs gamall þýskur fjárhundur( Rex-hundur eins og sumir vilja kalla þá :P) Hann var vanur að elta mömmu út um ALLT og gerði það, en þegar mamma fór með mig inn í vögguna mína, lagðist hann við hlið hennar og beið þar til mamma kom næst og tók mig upp! Hann hafði fengið nýtt hlutverk, vera vendarengillinn minn.
Fyrsta jólagjöfin mín var kisa sem ég á enn í dag, skottið hékk út út skrautlegum gjafapappírnum. Þegar ég var farin að geta talað svolítið spurði amma mín mig hvaða kisan héti ‘'mmmmm….GREYJIÐ’' Ég tuskaðist með hann/hana/það út um allt, allan daginn, allsstaðar.
Fyrstu minningarnar mínar voru þegar ég var nauðasköllótt og lék mér með gömlu bílana hans pabba heima hjá ömmu við heitapottinn, annar bíllinn féll ofaní pottinn, hoppaði ég ekki bara ofaní og sótti hann.
Og þegar ég sat í bala fullum af vatni og lék mér með ýmis leikföng úr plasti.
Ég á margar góðar minningar þaðan úr nesinu…
Eitt sinn lék ég mér í stóru grjóthnullungunum í bakgarðinum hjá ömmu og afa. Ég var að hoppa á milli steinanna, datt og festist, en verndarengillinn minn hann Pjakkur var að fylgjast með mér, fór til mín og spangólaði þar til foreldrar mínir komu.
Framhald ef sorparar hafa áhuga…