Ég hef tekið eftir því undanfarið að fólk hefur fengið þann undarlega sjúkdóm afmæli, nokkrum sinnum á sinni æfi.
Vitað er að þegar fólk fær þennann sjúkdóm um það bil áttátíu sinnum þolir það hann ekki lengur. Annars er sá undarlegi siður hjá fólki að halda upp á það þegar einhver fær þessa furðulegu veiki. Nú hef ég veikst og þetta ku vera í fimmtánda sinn sem ég fæ hann, alveg frá fæðingu. Ég eyði bara veikindardegi mínum heima hjá Gellan123, allavega byrjun veikinnar.
Sjúkdómseinkenni geta verið mörg, letikast, þörf fyrir vini, þörf fyrir nammi og gos. Þetta geta verið mjög alvarleg sjúkdómseinkenni sem eru ekki til töflur fyrir. Engin lækning er til við þessu en vísindamenn hafa fundið svarið við því af hverju fólk eldist- Frumur eiga erfitt með að endurnýja sig, þær eiga æ erfiðara með að endurnýja sig eftir hvert sjúkdómskast.
Mun ég eyða veikindadegi mínum að hluta til heima hjá Gellan123 eins og kom fram áður, og svo mun ég halda heim á slóðir með henni, við ætlum að skemmta okkur vel þrátt fyrir þennan þráláta sjúkdóm og að hinar vinkonur okkar eru víst í gönguferð sem ég og Gellan123 fórum eigi í.
Mannkynið heldur ekki bara upp á þennan veikindadag heldur gefur þeim veika gjafir svo honum líði betur, ég er bara ágætlega ánægð með þessa undarlegu hefð.
Klukkan nákvæmlega –fimm mínútur yfir hálf fimm- í nótt mun ég fá þennan þráláta sjúkdóm. Hef ég fengið nokkur fyrirköst og sjúkdómseinkenni áður en ég á að fá þess veiki en við sitjum bara uppi í rúmi og etum nammi. Gellan123 er líka komin með væg sjúkdómseinkenni þó að hún eigi ekki að fá þennan sjúkdóm fyrr en í apríl á næsta ári.
Mannkynið er vorkunarvert að fá oft þennan sjúkdóm, þó að sjúkdómseinkenni eru farin að gera vart við sig hjá öðrum dýrum svo sem hundum, köttum og gullfiskum.
Hefur mannkynið leytt þennan sjúkdóm yfir dýrin, aumingja dýrin, hélt til dæmis hundurinn minn upp á afmælið sitt í mars með því að liggja í leti (hún gerir það nú daglega þannig að ég er ekki alveg viss um hvort hún sleppi við sjúkdóminn) en við gáfum henni samt bein og betri mat en vanalega (sem er alveg nógu góður, við erum ekki að svelta grey fitubolluna mína), ég vil leggja mikla áherslu á að þetta sé mín hundastelpa því að ég ku fara með hundastelpuna mína í göngutúra, gef henni alloft að eta og þjálfa hana, ég bara gat ekki staðist að skjóta þessu inn.
Ef þú lesandi góður nenntir að lesa þetta allt óska ég þér til hamingju, og einnig vorkenni ég humar að vera afmælisveikur í gær.
Takk fyrir mig og Góða nótt.