Bleika Ninjan Part 2…. Dagókinn hans afa


Það var allt í drasl.

,,AFI HVAR ERTU AFI’’ öskraði Símon, en afi hans svaraði ekki, afi hans var ekki inn í húsinu.


Símon leitaði út um allt til að leita af einhverju sem benti á af hverju Afi hafði verið stolið.

Svo sá hann dagbókina hans Afa. Símon ákvað að vera mjög siðblindur strákur og lesa hana.


8 apríl 2001

Kæra dagbók…




Hæ þetta er ég, Afi. Í dag fór ég að versla, það var gaman, keypti seríos og brauð. Ætlaði að kaupa Coke en hætti við.


10 apríl 2001.

Kæra dagbók


Hæ þetta er ég Afi, ég ákvað að fara í búðina í dag og kaupa Coke.


11 apríl 2001

Kæra dagbók

Ég er svo einmana.



13 apríl 2001

Ég er saklaus, ég gerði ekki neitt rangt, en það er einhver svikari í Klip chang chong klíkunni, en það er ekki ég.
Mér finnst eins og einhver sé að fylgjast með mér, ég veit ekki hver það er, en hann er einhver mjög góður, klár og rosalega góð ninja.
Ég kom inn í húsið í gær og sá þá að einhver hafði notað reyksprengju inn í húsinu, það hefur einhver verið inn í húsinu mínu að skoða gögnin mín, ég veit ekki hver það er, en mér finnst eins og ég sé í mikilli hættu.


14 apríl 2001.

Ég veit að einhver hefur verið að skoða gögnin mín, það er kannski eins gott að ég bara segi allan sannleikan núna strax. Klip chang chong ninju klíkan er ekki það sem hún virðist vera. Við höfum eitthvað að fela, eitthvað mjög hræðilegt sem ég hélt að ég mundi aldrei segja neinum, en núna ætla ég að segja…….hei hver ert þú, láttu mig í friði, AAARRRGGGGG!!!!

Símon horfði á auðu síðunnar í dagbók Afa síns. Hvað meinti afi með þessu, gæti verið að Afi hafði einhverja dökka hlið, væri eitthvað alvarlegt sem hann og aðrir væru að fela.


Símon bakkaði hægt út úr herberginu og ætlaði út, þegar einhver greip í hann, Símon brá svo mikið að hann öskraði eins og 5 ára leikskóla stelpa.

Hann leit við og sá að þetta var góðvinur Afa hans, maðurinn hét Gísli.

,,Blessaður Gísli hvað segir þú gott’’ sagði Símon og brosti.
En Gísli brosti ekki.
,,Hvað ert þú að gera hér Símon’’ sagði Gísli með alvarlegum tón.
,, Það stal einhver Afa, og við verðum að finna hann’’.
Gísli glotti og horfði á Símon.
,, Ég veit hvar hann er Símon’’.
Símon horfði á Gísla með hræðslu glampa í auga.

Gísli hló…..





Hefur Gísli eitthvað að fela? Eða er hann bara að djóka í Símon.. Veit hann kanski ekkert hvar Afi er. Og eru kannski 20 ninjur að fela sig víðsvegar í kringum hús Afa Símonar, bara að bíða eftir að Gísli gefi þeim merki… Og þá ráðast þeir allir á Símon.

Þið komist að því í næsta kafla af BLEIKU NINJUNNI…