Ég er ekki sáttur maður! Mér finnst vera allt of mikið af tillitslausu og ósvífnu fólki hérna á þessum annars ágæta huga! Ég er búin að sjá svona milljón greinar sem eru misjafnlega góðar og stórar og um misjöfn málefni. Það er alls ekki slæmt, það slæma er að commentin á þær byrja alltaf/oftast vel, t.d. er sagt góð grein eða mér fannst þetta best, og eða það var til í þessu….
Nærrum þvi alltaf, og þá meina ég ALLTAF! Er byrjað að tala um eitthvað allt annað í commentunum en greinin var um! Kannski bara djammið á föstudaginn eða leikinn í gær eða skólann í fyrradag eða bara eitthva allt annað! Þetta er náttúrulega ekkert annað en tillitleysi og ósvifni, kæruleysi og hugsanaleysi í annars ágætum hugurum!
Ég hef séð mörg dæmi um þetta t.d. sá ég um daginn í grein sem fjallaði um tónlistarmann þá var byrjað að tala um körfuboltaleik í miðjum commentalistanum! Eftir það voru commentin ekkert lengur um tónlistarmanninn heldur um körfubolta!!! Einnig sá ég grein um mat og þar voru umræður allt í einu komnar út í sjónvarpsþátt!
Kæru hugarar hvernig væri að við tækjum höndum saman, og sýnum virðingu gagnvart þeim sem eru að skrifa þessar ágætu greinar, þvi án greinana væru engin comment! Hugsum aðeins áður en við skrifum comment! Ekki skrifa um eitthvað allt annað, skrifið um innihald greinarinnar, hvað ykkur fannst best, verst eða hvort greinin hafi verið ómugulegt eða frábær, meistaraverk eða suck ass grein! Ef þið viljið endilega tala um djammið um helgina eða leikinn í gær stofniði þá nyja grein! Eða farið á MSN þvi oft eru þetta vinir og kunningjar sem nota comment listann sem MSN…
Mér finnst þetta sérstaklega pirrandi og hreinlega þoli ég ekki sjá þetta en þetta er bara því miður allt of algengt!
Ég vil þvi vita núna hvað ykkur fannst um þessa grein mína! Segið satt verið einlæg komið með gott comment sem tengist efni þessara greins. Eruði sammála mer um þetta? Eða er ykkur alveg sama um hvað stendur í commentum!
Gerið þið það allavega fyrir mig að tala ekki um djammið um helgina eða leikinn eða hvað sem tengist ekki efni þessa pistils!
Diddzer kveður að sinni, Heavy as Hell!
Rock the fuck on og hlustið á Metal kæru hugarar! Metallinn er lífið!