Þetta hafði verið aumur dagur hjá Sören, er hann gekk inn í strætóskýli númer 9 í Kaupmannahöfn. Allur dagurinn hafði gengið á afturfótunum!
Þegar hann vaknaði allt of seint, þá var konan hans farin með hundinn hans og bílinn. Hann labbaði sorgmæddur í vinnuna og þegar hann kom fékk hann skammir fyrir að mæta allt of seinn. Svo vann hann svo illa að hann var rekinn.
Strætóinn var kominn og hann labbaði inn í hann, hann settist við hliðina á gamalli konu og fór að hugsa um hversu ömurlegt líf hans væri. Strætóinn var kominn að næstu stoppistöð, hér fór hann út. Það byrjaði að rigna. Lítill hundur skokkaði að honum og pissaði á fótinn hans. Nú hafði hann fengið nóg af þessu skítalífi! Hann ætlaði að fara inn og drepa sig. Hann gekk þungum skrefum heim, þegar þangað var komið þá þrammaði hann upp stigann og inn í litlu íbúðina sína, venjulega myndi Snati, hundurinn hans koma og taka glaðlega á mót honum. En ekki í þetta skipti, líf hans var ömurlegt og það hafði tekið hann burt ásamt ástvini sínum. Skítug föt lágu á gólfinu og vaskurinn fullur af óþrifnum diskum. Hann tók eftir því að það var kveikt á sjónvarpinu. Hann settist aðeins niður og hóf að hnýta hnúta á bandið sem hann ætlaði að hengja sig á. Hann leit upp á sjónvarpið… GLÆSTAR VONIR!!!!
Hann skaust upp og þaut að lúnum skáp og tók út spólu, henti henni í tækið og byrjaði að taka upp. Hann mátti sko ekki missa af þessum!
Eftir þáttinn var hann aftur orðinn leiður og ætlaði að drepa sig fyrir fullt og allt! Hann setti spóluna inn í troðfullann skápinn (hann átti alla þætinna). Allt í einu klingdi í dyrabjölluni… Hver gæti ýmindað sér að heimsækja hann og hans ömurlega líf núna, sennilega einhver sölumaður… Hann opnaði dyrnar og við honum blasti konan hans með hundinn í fanginu! Þau föðmuðust og urðu mjög glöð. Svo horfðu þau saman á Glæstar vonir og drukku heitt merrild kaffi og lifðu hamingjusöm alla ævi.