Sorp í reykjavík….
Það er gaman að segja frá því að ég er að horfa á The L word þegar ég er að skrifa þessa grein, tilviljun? Ég veit það ekki.
En nóg um það, ég blöskra yfir því hvernig Reykjavíkurborg, fallegasta borg Íslands, og jafnvel bara í öllum heiminum, er orðin.
Ég meina, ég var að keyra á kringlumýrabrautinni í dag, þegar ég sá, mér til mikillar skelfingar hversu mikið rusl er um allar trissur. Morgunblöð, fréttablaðið, blaðið, Dv, og önnur tímarit, út um allt. Ég skil ekki afhverju það er svona mikið sorp hérna út um allt. Hvert sem maður lítur er sorp, sorp og meira sorp. Coke, pepsi og nammibréf, á götum borgarinnar.
Ég veit ekki hverjum á að vera kennt um þetta, en ég kenni borginni. Ég kenni borgastjóranum um, kannski er ekki hægt að kenna bara einni manneskju um þetta, svo ég kenni bara Reykjavíkur borg um þetta.
ÉG meina, hvar er allt fólkið sem á að tína upp ruslið eftir okkur.
Ég viðurkenni að ég hendi oft rusli út á götu, gegnum bílrúðuna og því um líkt. En ég geri það með því hugafari að einhver tekur það upp eftir mig.
Ég veit að þessi grein er kannski svona smá flippuð, ég viðurkenni að ég er smá flippari, og þetta er svona eitt af mínum flippum, því ég er flippari.
En þetta er samt engu síður alvarlegt mál, sem við þurfum aðeins að pæla í.
Með jákvæðu hugafari mun þetta ganga, það er fullt af fólki sem er að leita sér að vinnu. Staðinn fyrir að eiða peningum í ýmsa vitleysu, skulum við borga þessu fólki peninga, til að tína ruslið eftir okkur.
Ég vona að þessi grein mun bara leiða að jákvæðum umræðum, um þetta alvarlega vandarmál.