Hérna inn ætla ég að senda grein um þann stórmerkilega og voðalega jákvæða hlut.
Hlátur.

Hlátur á rætur sínar að rekja lengst aftur í tímann, örugglega hefur einhverntímann
einhver steinaldarmaður dottið á andlitið og vinur hans hefur hlegið að honum, síðan hefur
hinn slegið hann með steini og hlegið að honum á móti. Síðan hafa þeir eflaust dreip hvorn
annan, mjög reiðir en þeir hlóu allavega fyrst og það þótti þeim gaman.
Það gæti jafnvel verið að risaeðlurnar, eða giemverurnar á undan þeim, hafi getað hlegið bara allt
öðruvísi en við.
En allavega, síðan þá hefur hlátur verið notaður í ýmsum tilgangi.
Eitthvað er fyndið hlátur, evil hlátur, geðveikis hlátur, kaldhæðnishlátur, kitlihlátur
og margt fleira. Samkvæmt nýlegri rannsókn gerða af mér þá eru vinsældr mismunandri hlátra nokkurn
veginn svona:
Hoho: 2%
Híhí: 9%
Hehe: 15%
Haha: 24%
Lol: 4%
Rofl: 0%
Roflmao: 4%
*hlátur*: 11%
Annað: 5%
Hlátur er asnalegur…: 2%
Allt íröð:Hahahehehíhíhohololroflroflmao*hlátur*: 25%

Þessi tilraun var mjög gagnleg og mun ég nota hana mikið í rannsóknum mínum.
Einnig hafa sumir þróað sér ákveðna signature hlátra, Nelson í simpsons…….ehh….
og margir fleiri! Hafið þið ykkur singnature hlátur?
Sjálfur hef ég mér ekki signature hlátur en mér finnst mjög gaman að hlæja.
Hef ég líka tekið eftir því að fliss er orðið miklu vinsælara en það var.
Eitt sinn heyrði maður ekki oft fliss (né sá skrifað) en núna er fliss út um allt.
Ekki að það sé slæmt að hafa fliss því einnig er það jákvætt en frekar kýs ég samt hlátur frá
hjartanu! Jæja, vona að þetta hafi verið gagnleg grein. Varð nú að senda inn lágmark eina
fyrir jólin! Lifið heil! Vonandi er hún líka samþykkt….