0. Að telja kindur.
Að telja kindur er ný aðferð við að festa svefn. Lokaðu augunum og hugsaðu þér kindur að hoppa yfir girðingu og teldu:
Ein kind hoppaði yfir girðinguna,
Tvær kindur hoppuðu yfir girðinguna,
Þrjár kindur hoppuðu yfir girðinguna,
O.s.frv, O.s.frv.
1. Að telja dýr.
Kindur geta orðið svolítið leiðinlegar, þannig að hægt er að telja ýmis önnur dýr, eða jafnvel mörg dýr í einu.
Dæmi:
Ein kind hoppaði yfir girðinguna.
Tveir apar skriðu undir kindina.
Þrír fílar tröðkuðu ofan á öpunum.
Fjórar mörgæsir borðuðu fílana.
Fimm moldvörpur grilluðu mörgæsirnar.
Sex kettir sleiktu moldvörpurnar.
Sjö hundar hundeltu kettina.
Átta risaeðlur hundeltu hundana.
Níu máfar drituðu á risaeðlurnar.
Tíu rottur sýktu máfana með stórhættulegri veiki.
Ellefu mýs slefuðu á rotturnar.
Tólf svín skvettu drullu á mýsnar.
Þrettán hestar hlupu á svínin.
Fjórtánkýr hlógu að fjórða hestinum, því hann hljóp ekki á svín og var á allann hátt öðruvísi.
Fimmtán krókódílar mjólkuðu kýrnar.
Sextán kengúrur hoppuðu og skoppuðu á krókódílunum.
Sautján kakkalakkar skriðu á kengúrunum.
Átján skjaldbökur krömdu kakkalakkana.
Nítján gíraffar brostu vinalega til skjaldbakanna.
Tuttugu dúfur litu heimskulegu á gíraffana.
Tuttugu-og-eitt ljón vængbrutu dúfurnar.
Tuttugu-og-tvö tígrisdýr rifust við ljónið um gullöldina.
Tuttugu-og-þrír nashyrningar klóruðu tígrisýrunum á hálsinum.
Tuttugu-og-fjórir geitungar borðuðu nashyrninganna.
Tuttugu-og-fimm býflugur sögðu geitungunum að þær væru fallegri.
Tuttugu-og-sex llamadýr sungu: We are the champions til býflugnanna.
Tuttugu-og-sjö asnar lömdu llamadýrin í klessu.
Tuttugu-og-átta úlfaldar buðu ösnunum í rómatískan kvöldverð.
Tuttugu-og-níu endur skoppuðu á úlföldunum.
Þrjátíu geitur héldu að þær væru kindur og hoppuðu yfir girðinguna.
2. Ertu pirraður á kindunum?
Það sem að þú getur gert ef að þú ert pirraður á kindunum, er að fara í leik.
Þú ert með haglabyssu og tíu skot og reynir að hitta kindurnar. Tíu(10) stig og eitt(1) skot ef að þú hittir hana nema að þú hittir í hausinn, þá eru það fimmtán(15) stig og tvö(2) skot.
3.Loka augunum.
Lokaðu augunum og bíddu.