Hér hef ég sögu að segja gott fólk. Er hún af Skagfirðingi nokkrum er Hnífapör hét og var. Frá því að Hnífapör var ungur drengur var hann mikill uppfinningamaður og enn má sjá ummerki af snilli hans þann dag í dag.
Er Hnífapör var sjö vetra gamall komst hann að þeirri niðurstöðu að ekki væri lengur hægt að eta fiskinn eða grautinn með Guðsgöflunum lengur og ákvað hann því að finna sér lausnir.
Lengi hafði hann hugsað um vanda þennan er að hann kom að niðursetningnum Hníf, höggvandi við. Hnífapör hugsaði með sér: ,,Ef hægt er að taka í sundur viðinn með eggvopni hlýtur einnig verið að hægt sé að taka í sundur fastan mat með eggvopni.“ Hann var þó eigi heimskur og vissi að til þess þyrfti miklu minna áhald. Fór hann inn í járnsmiðaskúr og eyddi þar dögum mörgum í að búa til það sem við nú köllum ”hníf“, það er að segja að Hnífapör nefndi uppfinninguna í höfuðið á niðursetningnum. Upp frá þessu gat Hnífapör og fjölskylda hans skorið í sundur matinn og þurfa þá ekki að rífa hann með aumum fingrunum.
Hnífapör lét þó eigi þarna við sitja. Átta vetra fór hann að finna til óþæginda aftur við matarát en í það sinn fannst honum óþægilegt að þurfa að taka upp niðurskorna bitana með skítugum fingrum og leiða hann alla leið að munni sínum þannig að sósuslettur úr matvælunum fóru niður á föt hans. Lengi, lengi hugsaði hann um þetta en virtist ekki geta fundið lausn. Þar til að einn daginn tók hann eftir móður sinni Gaffall vera að flytja hey yfir í fjósstúkurnar með heygafflinum. Fyrst að heygaffallinn gat flutt heyið svona auðveldlega að stúkunum hlaut eitthvað sambærilegt áhald að geta borið bitana upp að munni átmannsins. Hann var þó eigi fífl og vissi að minna áhald þyrfti til þess. Fór hann inn í járnsmíðaskúrinn og var þar inni í marga daga að búa til það sem við þekkjum einfaldlega sem ”gaffal“ en áhald þetta var nefnt í höfuðið á móður Hnífapör.
Fjölskyldan naut þess að borða matinn með þessu nýju tólum. Einn dag kom þó grautur á borðið. Enginn gat notað hníf og gaffal við matvæli þetta þannig að Hnífapör þurfti að borða grautinn með lófunum og þótti mikið að. Hann hugleiddi þetta lengi, lengi. Ekki virtist hann geta komist að lausn um hvernig graut ætti að eta. Þar til að dag einn sá hann föður sinn, hann Skeið vera að moka flórinn með skóflu nokkurri. Hnífapör sá þá að eitthvað áhald á borð við skóflu þyrfti til að ausa upp vökvakenndu efni eins og graut, alveg eins og skóflan ausaði upp vökvakenndum flórinum. Vissi hann þó að til þyrfti minna áhald og dúsaði hann lengi inni í járnsmíðaskúrnum í vinnu við að smíða það sem við þekkjum nú sem ”skeið“ en það áhald var auðvitað nefnt í höfuðið á föður Hnífapör.
Nú gat fjölskyldan etið mat sinn án erfiðleika, og flestar fjölskyldur þar á eftir. Sögumaður vill segja flestar því margar fjölskyldur eigi ekki efni á hnífapörum. Auðvitað getur maður keypt sér plasthnífapör í 10-11 en hversu lengi endast þau? Hugleiðingar, hugleiðingar en nóg um það! Íslenskar fjölskyldur hafa síðan notað hnífapör.
Auðvitað fann Íslendingur upp á þessum undratólum, enda er íslenskt best og Ísland best og Íslendingar drottnarar yfir heimi þessum. Íslenska sauðkindin, íslenska kýrin, íslenski laxinn, íslenski hesturinn og íslenska llamadýrið, DROTTNARAR YFIR DÝRUM JARÐAR.
Eftirmáli:
Ef þið viljið forvitnast meira um það sem kom fyrir fjölskyldu þessa mæli ég með því að þið lesið þennan stutta eftirmála.
Hnífapör: Dó ungur að aldri við uppfinningagerð.
Hnífur: Dó einnig ungur að aldri, misnotaður af fjölskyldunni enda niðursetningur og var hafður sem ódýrt vinnuafl og kynlífsdúkka.
Gaffall: Fékk stungusár af völdum danskra brjálæðinga.
Skeið: Dó úr skyrbjúg, allt dönsku embættismönnunum að kenna.
Danir skitu orðinu ”hnífapör“ yfir nefni á allt þetta þrennt ”hnífur“, ”gaffall“ og ”skeið". En þetta er RANGT. Enda er þetta eigi par heldur þríeyki.
Tillögur um nefni önnur:
Borðþríeyki
Etitríó
Þríéthöld
Hneiðall
MEGI DANIR BRENNA FYRIR KVÖL ER ÞEIR LÖGÐU YFIR ÞJÓÐINA ÖLDUM SAMAN.
Kær kveðja,
sweetbaby…